Valkostaskýrsla kynnt eftir helgi

Suðurnesjalína 2 | 14. október 2016

Valkostaskýrsla kynnt eftir helgi

Unnið er að því hjá Landsneti að skoða dóm Hæstaréttar sem féll í gær og meta áhrif hans. Hæstiréttur ógilti ákvörðun Orkustofnunar um að veita Landsneti leyfi til að reisa og reka Suðurnesjalínu 2.

Valkostaskýrsla kynnt eftir helgi

Suðurnesjalína 2 | 14. október 2016

mbl.is/Einar Falur Ingólfsson

Unnið er að því hjá Landsneti að skoða dóm Hæsta­rétt­ar sem féll í gær og meta áhrif hans. Hæstirétt­ur ógilti ákvörðun Orku­stofn­un­ar um að veita Landsneti leyfi til að reisa og reka Suður­nesjalínu 2.

Unnið er að því hjá Landsneti að skoða dóm Hæsta­rétt­ar sem féll í gær og meta áhrif hans. Hæstirétt­ur ógilti ákvörðun Orku­stofn­un­ar um að veita Landsneti leyfi til að reisa og reka Suður­nesjalínu 2.

Fram­kvæmd­ir hafa verið stopp frá því í maí, þegar Hæstirétt­ur felldi úr gildi ákvörðun iðnaðar- og viðskiptaráðherra um að veita Landsneti heim­ild til að fram­kvæma eign­ar­nám á jörðum nokk­urra land­eig­enda vegna lagn­ing­ar Suður­nesjalínu 2.

Komst Hæstirétt­ur m.a. að þeirri niður­stöðu að Landsnet hefði ekki rann­sakað sem skyldi þann kost að leggja lín­una í jörðu. Þá hefði ráðherra ekki haft for­göngu um að þetta atriði yrði at­hugað áður en hann ákvað að heim­ila eign­ar­nám.

Í júní felldi Héraðsdóm­ur Reykja­ness svo úr gildi fram­kvæmda­leyfi sem sveit­ar­fé­lagið Vog­ar gaf út til Landsnets vegna Suður­nesjalínu 2.

Í dóm­in­um sagði m.a. að Landsneti hefði borið að láta gera um­hverf­is­mat á fram­kvæmd­inni og kynna hana al­menn­ingi og viðkom­andi stjórn­völd­um. Þá bar fyr­ir­tæk­inu að senda mats­gerð sína til Skipu­lags­stofn­un­ar, Um­hverf­is­stofn­un­ar og hlutaðeig­andi sveit­ar­fé­lags, en það var ekki gert.

„Niðurstaða allra þess­ara dóma er að fram­kvæmd­in er stopp og það hef­ur ekk­ert breyst hjá okk­ur,“ seg­ir Stein­unn Þor­steins­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi Landsnets.

„Núna erum við bara að skoða þetta og meta hvaða áhrif þetta hef­ur og við þurf­um nátt­úru­lega að ræða við Orku­stofn­un þar sem þetta snýst um þeirra leyfi. Okk­ur sýn­ist þetta byggja á sömu atriðum og eign­ar­náms­dóm­ur­inn í vor og við erum þegar búin að bregðast við með sam­an­b­urði og val­kosta­skýrslu sem verður birt eft­ir helgi.“

Í um­ræddri skýrslu verður að finna niður­stöður sam­an­b­urðar á jarðstrengj­um ann­ars veg­ar og loftlín­um hins veg­ar.

mbl.is