Tölvuspilari sagður á bak við árás

Tölvu- og netöryggi | 16. nóvember 2016

Hefnigjarn tölvuspilari sagður á bak við árás

Sérfræðingur í tölvuöryggi segir að ósáttur tölvuleikjaspilari hafi að líkindum staðið að baki stórri tölvuárás sem lamaði fjölda vefsíðna í síðasta mánuði. Hann hafi viljað taka niður leikjasíðu, mögulega Playstation Network, vegna persónulegrar óvildar í garð hennar. 

Hefnigjarn tölvuspilari sagður á bak við árás

Tölvu- og netöryggi | 16. nóvember 2016

Stór netfyrirtæki eins og Twitter lentu í miklum vandræðum í …
Stór netfyrirtæki eins og Twitter lentu í miklum vandræðum í síðasta mánuði þegar álagsárás var gerð á nafnaþjónustufyrirtæki þeirra. AFP

Sér­fræðing­ur í tölvu­ör­yggi seg­ir að ósátt­ur tölvu­leikja­spil­ari hafi að lík­ind­um staðið að baki stórri tölvu­árás sem lamaði fjölda vefsíðna í síðasta mánuði. Hann hafi viljað taka niður leikjasíðu, mögu­lega Playstati­on Network, vegna per­sónu­legr­ar óvild­ar í garð henn­ar. 

Sér­fræðing­ur í tölvu­ör­yggi seg­ir að ósátt­ur tölvu­leikja­spil­ari hafi að lík­ind­um staðið að baki stórri tölvu­árás sem lamaði fjölda vefsíðna í síðasta mánuði. Hann hafi viljað taka niður leikjasíðu, mögu­lega Playstati­on Network, vegna per­sónu­legr­ar óvild­ar í garð henn­ar. 

Netárás­in var gerð 21. októ­ber en hún varð til þess að viðskipta­vin­ir margra stærstu net­fyr­ir­tækja heims eins og Twitter, Net­flix, Spotify og Amazon áttu í mestu vand­ræðum með að tengj­ast þjón­ust­unni. Um svo­kallaða álags­árás (DDos) var að ræða sem beind­ist að fyr­ir­tæk­inu Dyn sem veit­ir svo­nefnda nafnaþjón­ustu (DNS) fyr­ir fjölda fyr­ir­tækja.

Frétt Morg­un­blaðsins: Nótt heim­ilis­tækj­anna

Dale Drew, ör­ygg­is­sér­fræðing­ur hjá Level 3 Comm­unicati­ons, sem fylgd­ist grannt með árás­inni sagði banda­rískri þing­nefnd í dag að tölvuþrjót­ur­inn hefði leigt svo­nefnt botta­net (bot­net), net nettengdra tölva, til að fram­kvæmda árás­ina. Með kröft­ugu spilli­for­riti sem nefn­ist Mirai náði þrjót­ur­inn valdi á um 150.000 nettengd­um tækj­um eins og mynda­vél­um, ljósa­per­um og heim­ilis­tækj­um svo­nefndu al­neti hluta, til að lama kerfi Dyn með net­umferð. Það hægði á allri um­ferð.

Þrjót­ur­inn hafi viljað taka niður til­tekna leikjasíðu vegna per­sónu­legr­ar óvild­ar í garð henn­ar en Drew vildi ekki nefna síðuna. Wall Street Journal hef­ur hins veg­ar eft­ir heim­ilda­mönn­um að það hafi verið Playstati­on Network, vefþjón­usta leikja­tölvu Sony.

Upp­haf­lega var ótt­ast að er­lend­ir tölvuþrjót­ar hefðu staðið að baki árás­inni. Varaði Drew við því að auðvelt væri fyr­ir tölvuþrjóta að kom­ast yfir lyk­il­orð nettengdra tækja sem eig­end­urn­ir gætu jafn­vel ekki breytt. Taka þyrfti á ör­yggi tækja sem tengj­ast net­inu.

Frétt Mbl.is: Twitter og Net­flix óvirkt eft­ir netárás

mbl.is