Saka erlend ríki um skipulagðar netárásir

Tölvu- og netöryggi | 2. desember 2016

Saka erlend ríki um skipulagðar netárásir

Yfirvöld í Rússlandi greindu frá því í dag að þau hefðu komið upp um áætlun erlendra njósnastofnanna til að valda glundroða í bankakerfi landsins með því að standa að skipulögðum netárásum og útbúa falskar fréttir á samfélagsmiðlum sem greindu frá því að rússneskir bankar væru að verða gjaldþrota.

Saka erlend ríki um skipulagðar netárásir

Tölvu- og netöryggi | 2. desember 2016

Rússneska leyniþjónustan segir netárásina hafa átt að beinast gegn öllum …
Rússneska leyniþjónustan segir netárásina hafa átt að beinast gegn öllum stærstu bönkum landsins. AFP

Yf­ir­völd í Rússlandi greindu frá því í dag að þau hefðu komið upp um áætl­un er­lendra njósna­stofn­anna til að valda glundroða í banka­kerfi lands­ins með því að standa að skipu­lögðum netárás­um og út­búa falsk­ar frétt­ir á sam­fé­lags­miðlum sem greindu frá því að rúss­nesk­ir bank­ar væru að verða gjaldþrota.

Yf­ir­völd í Rússlandi greindu frá því í dag að þau hefðu komið upp um áætl­un er­lendra njósna­stofn­anna til að valda glundroða í banka­kerfi lands­ins með því að standa að skipu­lögðum netárás­um og út­búa falsk­ar frétt­ir á sam­fé­lags­miðlum sem greindu frá því að rúss­nesk­ir bank­ar væru að verða gjaldþrota.

Reu­ters-frétta­stof­an hef­ur eft­ir rúss­nesku leyniþjón­ust­unni (FSB) að netþjón­arn­ir sem nota átti í árás­un­um séu staðsett­ir í Hollandi og skráðir á úkraínska hýs­ing­ar­fyr­ir­tækið Blaz­ing­Fast.

Árás­inni fylgt eft­ir með fjölda­send­ingu á sms skila­boðum

Árás­irn­ar, sem til stóð að hæf­ust á mánu­dag, áttu að bein­ast gegn öll­um stærstu bönk­um lands­ins.

„Áætl­un­in gerði ráð fyr­ir að tölvurárás­inni yrði fylgt eft­ir með fjölda­send­ingu á sms skila­boðum og birt­ingu á sam­fé­lags­miðlum um kreppu í rúss­neska banka­kerf­inu, gjaldþrot og leyf­is­svipt­ing­ar,“ sagði í til­kynn­ingu frá leyniþjón­ust­unni.

„ FSB hef­ur gripið til nauðsyn­legra aðgerða til að af­nema þessa ógn í garð rúss­nesks efna­hags og upp­lýs­inga­ör­ygg­is.“

Ekki kom fram í yf­ir­lýs­ing­unni leyniþjón­ust­ur hvaða ríkja ættu að standa að baki hinni meintu ráðagerð.

Reu­ters hef­ur eft­ir Seðlabanka Rúss­lands að þar hafi menn heyrt af ógn­inni og að bank­inn sé í stöðugu sam­bandi við leyniþjón­ust­una. Í yf­ir­lýs­ingu bank­ans seg­ir að drög hafi verið lögð að gagnárás. „Ástandið er stöðugt og bank­ar hafa fengið nauðsyn­leg­ar ráðlegg­ing­ar,“ sagði í yf­ir­lýs­ing­unni.

Tækni­lega mögu­legt með hvaða netþjóni sem er

Ant­on Onoprichuk, for­stjóri Blaz­ing­Fast, sagði hvorki FSB né leyniþjón­ust­ur annarra ríkja hafa haft sam­band við fyr­ir­tækið. Hann kvaðst bíða eft­ir frek­ari upp­lýs­ing­um svo fyr­ir­tæki sitt gæti rann­sakað málið. Spurður hvort hægt væri að nota netþjón­ana til slíkr­ar tölvu­árás­ar sagði hann: „Tækni­lega séð er það mögu­legt. Það er hægt að gera þetta frá hvaða hýs­inga­fyr­ir­tæki sem er þar sem maður hef­ur leigt netþjón. Þaðan er hægt að gera árás á hvað sem maður vill og í 99% til­fella veit eng­inn neitt fyrr en eft­ir á.“

Yf­ir­völd í Rússlandi hafa verið vak­andi fyr­ir árás­um er­lendra tölvuþrjóta frá því að banda­rísk yf­ir­völd sökuðu þau um að standa að baki netárás­um á banda­ríska Demó­krata­flokk­inn í for­seta­kosn­ing­un­um nú í haust. Joe Biden, vara­for­seti Banda­ríkj­anna, sagði við það til­efni að Banda­rík­in myndu bregðast við árás­um Rússa á „viðeig­andi hátt“.

Í kjöl­farið hef­ur verið greint frá netárás­um á nokkr­ar rúss­nesk­ar stofn­an­ir, þó óljóst sé hvort þær teng­ist á ein­hvern hátt deilu stjórn­valda ríkj­anna.

mbl.is