„Barnalegt“ að vanmeta ógnina

Tölvu- og netöryggi | 8. janúar 2017

Segir „barnalegt“ að vanmeta ógnina

Netárásum hefur farið ört fjölgandi í Frakklandi síðastliðin þrjú ár og stafar innviðum samfélagsins alvarleg ógn af slíkum árásum að sögn varnarmálaráðherra landsins. Frakkar segjast hafa orðið fyrir barðinu á tölvuþrjótum í 24.000 netárásum á síðasta ári.

Segir „barnalegt“ að vanmeta ógnina

Tölvu- og netöryggi | 8. janúar 2017

Francois Hollande, forseti Frakklands, og Jean-Yves Le Drian, varnarmálaráðherra landsins.
Francois Hollande, forseti Frakklands, og Jean-Yves Le Drian, varnarmálaráðherra landsins. /AFP

Netárás­um hef­ur farið ört fjölg­andi í Frakklandi síðastliðin þrjú ár og staf­ar innviðum sam­fé­lags­ins al­var­leg ógn af slík­um árás­um að sögn varn­ar­málaráðherra lands­ins. Frakk­ar segj­ast hafa orðið fyr­ir barðinu á tölvuþrjót­um í 24.000 netárás­um á síðasta ári.

Netárás­um hef­ur farið ört fjölg­andi í Frakklandi síðastliðin þrjú ár og staf­ar innviðum sam­fé­lags­ins al­var­leg ógn af slík­um árás­um að sögn varn­ar­málaráðherra lands­ins. Frakk­ar segj­ast hafa orðið fyr­ir barðinu á tölvuþrjót­um í 24.000 netárás­um á síðasta ári.

Varn­ar­málaráðherra Frakk­lands, Jean-Yves Le Dri­an, seg­ir fjölda slíkra árása tvö­fald­ast á hverju ári og að for­seta­kosn­ing­un­um, sem fram fara þar í landi á þessu ári, gæti stafað hætta af slík­um árás­um. 

Þúsund­ir árása verið stöðvaðar

Le Dri­an seg­ir barna­legt að halda því fram að Frakk­ar séu ónæm­ir fyr­ir þeirri teg­und „kosn­inga­bar­áttu á net­inu“ sem beitt var í for­seta­kosn­ing­un­um í Banda­ríkj­un­um og Rúss­um hef­ur verið kennt um. Hann grandskoðar nú netör­ygg­is­mál Frakk­lands og mögu­leg­ar aðgerðir í þeim efn­um.

Í viðtali við franska dag­blaðið Journal du Di­manceh seg­ir Le Dri­an að Frakk­ar ættu ekki að „haga sér barna­lega“ hvað þetta varðar. Þúsund­ir ut­anaðkom­andi árása hafi verið stöðvaðar, þar á meðal til­raun til að eiga við dróna­kerfi Frakka.

Kosn­ing­arn­ar sem fram fara í Frakklandi í apríl og maí eru und­ir miklu eft­ir­liti eft­ir óvænt­an sig­ur Don­alds Trump í for­seta­kosn­ing­un­um í Banda­ríkj­un­um sem í gær sagði þá sem mót­falln­ir eru góðum sam­skipt­um við Rúss­land vera „heimsk­ingja og fífl“.

Frétt mbl.is: Fífl sem ekki vilja ving­ast við Rúss­land

For­seta­efni franska Íhalds­flokks­ins, Franco­is Fillon, hef­ur sagst vilja bæta sam­bandið við Rúss­land og hef­ur Vla­dimír Pútín, Rúss­lands­for­seti, sagst hafa mikl­ar mæt­ur á Fillon. Mar­ine Le Pen, formaður hægri­flokks­ins Nati­onal Front, hef­ur einnig lýst yfir áhuga fyr­ir bætt­um sam­skipt­um við Rússa. 

Sam­band land­anna tveggja hef­ur verið stirt eft­ir að Franco­is Hollande, Frakk­lands­for­seti, gegndi lyk­il­hlut­verki í þeirri ákvörðun að beita viðskiptaþving­un­um gegn Rúss­um vegna inn­rás­ar þeirra á Krímskaga.

Í apríl 2015 var franska sjón­varps­stöðin TV5 Monde hætt kom­in í kjöl­far tölvu­árás­ar og mátti litlu muna að hún legðist af. Hóp­ur sem kall­ar sig Cy­ber Calip­hate, sem teng­ist sam­tök­un­um sem kenna sig við íslamskt ríki, lýsti á sín­um tíma yfir ábyrgð á árás­inni. Seinna leiddi rann­sókn í ljós að það var hóp­ur rúss­neskra tölvuþrjóta sem stóð að árás­inni. 

Frétt BBC

mbl.is