Funda um formenn á morgun

Alþingiskosningar 2016 | 17. janúar 2017

Funda um formenn þingnefnda á morgun

Til stendur að þingflokksformenn fundi óformlega á morgun um það með hvaða hætti formennsku í þingnefndum verður skipt á milli stjórnarmeirihlutans og stjórnarandstöðunnar. Þetta staðfestir Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við mbl.is. Til stóð upphaflega að fundurinn færi fram í gær en fresta þurfti honum meðal annars vegna þess að ekki voru allir þingflokksformenn staddir á landinu.

Funda um formenn þingnefnda á morgun

Alþingiskosningar 2016 | 17. janúar 2017

Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.
Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Til stendur að þingflokksformenn fundi óformlega á morgun um það með hvaða hætti formennsku í þingnefndum verður skipt á milli stjórnarmeirihlutans og stjórnarandstöðunnar. Þetta staðfestir Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við mbl.is. Til stóð upphaflega að fundurinn færi fram í gær en fresta þurfti honum meðal annars vegna þess að ekki voru allir þingflokksformenn staddir á landinu.

Til stendur að þingflokksformenn fundi óformlega á morgun um það með hvaða hætti formennsku í þingnefndum verður skipt á milli stjórnarmeirihlutans og stjórnarandstöðunnar. Þetta staðfestir Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við mbl.is. Til stóð upphaflega að fundurinn færi fram í gær en fresta þurfti honum meðal annars vegna þess að ekki voru allir þingflokksformenn staddir á landinu.

Ekki liggur endanlega fyrir klukkan hvað fundurinn fer fram að sögn Birgis en það verður væntanlega ákveðið síðar í dag. „Meðan viðræður hafa ekki farið fram á milli flokkanna er ekki alveg hægt að láta púsluspilið ganga upp,“ segir hann. Málið snúist enda ekki aðeins um formennsku í fastanefndum Alþingis heldur einnig varaformennsku í þeim og samsetningu þeirra almennt. Sem og skipan alþjóðanefnda þingsins.

„Það er bara eðlilegt að þingflokksformenn skiptist á skoðunum hvernig þeir telji rétt að standa að þessu,“ segir Birgir. Skiptar skoðanir hafi verið um það. Þegar gengið hafi verið frá stjórnarsamstarfinu hafi verið gert ráð fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn fengi fimm formenn þingnefnda, Viðreisn einn og stjórnarandstaðan tvo.

„Samkvæmt þingsköpum er gert ráð fyrir því að þingflokksformenn leiti samkomulags. Takist það ekki þá náttúrlega gæti þurft að kjósa. En til að byrja með munu menn leita eftir samkomulagi,“ segir Birgir.

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, segir formenn stjórnarandstöðuflokkanna hafa sent formönnum stjórnarflokkanna bréf þar sem minnt var á að leita þyrfti samkomulags um nefndarformennsku í takt við þingstyrk samkvæmt þingsköpum.

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefði svarað bréfinu og kallað eftir því að þingflokksformenn funduðu um málið og boðað hefði verið til fundar á morgun. „Það hefur ekkert efnislegt verið rætt ennþá en það verður væntanlega rætt á morgun,“ segir Katrín.

Samkvæmt heimildum mbl.is vill stjórnarandstaðan fá fjóra þingflokksformenn. Er vísað til þess að stjórnarandstaðan hafi á síðasta kjörtímabili haft formenn tveggja nefnda þegar þáverandi stjórnarflokkar hafi haft 38 þingmenn. Nú sé hins vegar stjórnarmeirihlutinn 32 þingmenn og stjórnarandstaðan með 31 þingmann.

Katrín Jakobsdóttir, formaður VG.
Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is