Svarar Trump fullum hálsi

Svarar Trump fullum hálsi

Forseti Frakklands François Hollande hefur svarað gagnrýni Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, fullum hálsi varðandi skoðun þess fyrrnefnda á flóttamannastefnu Angelu Merkel, kanslara Þýskalands.

Svarar Trump fullum hálsi

Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2016 | 17. janúar 2017

00:00
00:00

For­seti Frakk­lands Franço­is Hollande hef­ur svarað gagn­rýni Don­alds Trump, verðandi for­seta Banda­ríkj­anna, full­um hálsi varðandi skoðun þess fyrr­nefnda á flótta­manna­stefnu Ang­elu Merkel, kansl­ara Þýska­lands.

For­seti Frakk­lands Franço­is Hollande hef­ur svarað gagn­rýni Don­alds Trump, verðandi for­seta Banda­ríkj­anna, full­um hálsi varðandi skoðun þess fyrr­nefnda á flótta­manna­stefnu Ang­elu Merkel, kansl­ara Þýska­lands.

Hollande seg­ir að Evr­ópa þurfi ekki á ut­anaðkom­andi ráðum að halda varðandi hvað hún þurfi að gera.

Trump hef­ur sakað Merkel um að hafa gert hörmu­leg mis­tök við að taka á móti svo mörg­um hæl­is­leit­end­um. Merkel svaraði hon­um því til að það væri Evr­ópu­sam­bands­ins að taka ákv­arðanir um hvað það gerði og ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna, John Kerry, set­ur fram spurn­ing­ar­merki varðandi um­mæli Trumps.

„Ég hélt í hrein­skilni sagt að það væri óviðeig­andi af kjörn­um for­seta Banda­ríkj­anna að blanda sér inn í stjórn­mál annarra ríkja með svo bein­um hætti,“ seg­ir Kerry í viðtali við CNN.

Kerry bæt­ir við að Trump verði að sjálf­ur að svara fyr­ir það og á föstu­dag­inn beri hann ábyrgð á sam­skipt­um Banda­ríkj­anna og Evr­ópu­sam­bands­ins. Vís­ar Kerry þar til þess að Trump verður sett­ur í embætti á föstu­dag.

Ang­ela Merkel, kansl­ari Þýska­lands, og fleiri evr­ópsk­ir ráðamenn brugðust í gær hart við þeim um­mæl­um Don­alds Trump, vænt­an­legs for­seta Banda­ríkj­anna, í blaðaviðtali að Atlants­hafs­banda­lagið (NATO) væri úr­elt og að sú stefna þýskra stjórn­valda að hleypa skil­ríkjalaus­um flótta­mönn­um inn í landið hefði verið mis­tök.

„Örlög okk­ar Evr­ópu­búa eru í okk­ar eig­in hönd­um,“ sagði Merkel þegar hún var spurð um gagn­rýni Trumps. Sagðist hún myndu vinna að því inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins að styrkja efna­hag Evr­ópu­ríkja og berj­ast gegn hryðju­verk­a­starf­semi.

Í viðtal­inu, sem breska blaðið The Times og þýska blaðið Bild birtu í gær, sagði Trump að hann hefði fyr­ir löngu haldið því fram að NATO ætti við vanda­mál að etja.

„Í fyrsta lagi er það úr­elt banda­lag enda stofnað fyr­ir mörg­um, mörg­um árum. Í öðru lagi, að aðild­ar­rík­in greiða ekki til þess það sem þau eiga að greiða.“

Trump sagði á kosn­inga­fund­um á síðasta ári að hann myndi hugsa sig tvisvar um áður en hann legði aðild­ar­ríki NATO lið ef viðkom­andi ríki hefði ekki greitt sann­gjarn­an hluta af kostnaðinum við að reka Atlants­hafs­banda­lagið.

Frank-Walter Stein­meier, ut­an­rík­is­ráðherra Þýska­lands, sagðist í gær vera agndofa yfir gagn­rýni Trumps. Jean-Marc Ayrault, ut­an­rík­is­ráðherra Frakk­lands, tók í sama streng og sagði að bestu viðbrögðin við um­mæl­um Trumps væru að Evr­ópu­bú­ar stæðu sam­an. Jens Stolten­berg, fram­kvæmda­stjóri NATO, sagði gegn­um tals­mann að hann hefði fulla trú á því að Banda­rík­in myndu standa við skuld­bind­ing­ar sín­ar gagn­vart Evr­ópu eft­ir að Trump tek­ur við for­seta­embætt­inu 20. janú­ar.

Í viðtal­inu neitaði Trump að svara því hvort hann treysti Merkel bet­ur en Vla­dimír Pútín, for­seta Rúss­lands. „Ég treysti þeim báðum í upp­hafi, en sjá­um til hvað það end­ist lengi. Það er ekki víst að það end­ist lengi,“ sagði Trump.

Hann sagðist einnig ætla að sjá til hvort ekki væri hægt að ná ein­hverj­um góðum samn­ing­um við Rússa og gaf óljóst til kynna að reynt yrði að semja um fækk­un kjarn­orku­vopna og af­nám viðskiptaþving­ana sem Rúss­ar hafa verið beitt­ir eft­ir að þeir inn­limuðu Krímskaga.

Þessi um­mæli Trumps hafa vakið ugg í aðild­ar­ríkj­um NATO í aust­ur­hluta Evr­ópu, sem mörg hafa áhyggj­ur af aukn­um um­svif­um Rússa á svæðinu.

Í viðtal­inu hótaði Trump einnig þýsk­um bíla­fram­leiðend­um háum inn­flutn­ing­stoll­um ef þeir ætluðu að flytja bíla, fram­leidda í Mexí­kó, til Banda­ríkj­anna. Hluta­bréf í þýsku bíla­verk­smiðjun­um BMW, Volkswagen og Daimler lækkuðu eft­ir að viðtalið birt­ist. Talsmaður BMW sagði í gær að fyr­ir­tækið ætlaði að halda fast við áform um að opna verk­smiðju í Mexí­kó árið 2019.

mbl.is