Skattur á fyrirtæki sem fara

Skattur á fyrirtæki sem fara

Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hefur heitið því að draga allverulega úr skattbyrði og regluverki á fyrirtæki í landinu. Hins vegar mun hann leggja svokallaðan jaðarskatt á þau fyrirtæki sem hyggjast flytja með starfsemi sína úr landi. BBC greinir frá.   

Skattur á fyrirtæki sem fara

Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2016 | 23. janúar 2017

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AFP

For­seti Banda­ríkj­anna, Don­ald Trump, hef­ur heitið því að draga all­veru­lega úr skatt­byrði og reglu­verki á fyr­ir­tæki í land­inu. Hins veg­ar mun hann leggja svo­kallaðan jaðarskatt á þau fyr­ir­tæki sem hyggj­ast flytja með starf­semi sína úr landi. BBC grein­ir frá.   

For­seti Banda­ríkj­anna, Don­ald Trump, hef­ur heitið því að draga all­veru­lega úr skatt­byrði og reglu­verki á fyr­ir­tæki í land­inu. Hins veg­ar mun hann leggja svo­kallaðan jaðarskatt á þau fyr­ir­tæki sem hyggj­ast flytja með starf­semi sína úr landi. BBC grein­ir frá.   

„Það eina sem þið þurfið að gera er að vera hér áfram,“ sagði Trump á fundi með helstu frammá­mönn­um í at­vinnu­líf­inu á fyrsta form­lega vinnu­degi hans í Hvíta hús­inu.

Trump lofaði að hann myndi lækka skatta og minnka um­fang reglu­verks­ins að minnsta kosti niður um 75% til þeirra fyr­ir­tækja sem yrðu áfram í land­inu, sam­kvæmt AFP.  Hann sagði jafn­framt að hann myndi leggja jaðarskatta á inn­flutt­ar vör­ur frá þeim fyr­ir­tækj­um sem flyttu starf­semi sína út fyr­ir land­stein­ana. 

„Við ætl­um hvort tveggja að minnka skatt­byrði á millistétt­ina og fyr­ir­tæki og ríf­lega það,“ sagði Trump. 

Á fund­in­um með Trump voru 12 fram­kvæmda­stjór­ar um­svifa­mik­illa fyr­ir­tækja. Þeir sem voru á fund­in­um voru meðal ann­ars: Mark Fields hjá bíla­fram­leiðand­an­um Ford, Maril­lyn Hew­son hjá Lockheed Mart­in, Alex Gor­sky hjá John­son&John­son, Michael Dell hjá tölvu­fyr­ir­tæk­inu Dell, Elon Musk hjá tæknifyr­ir­tæk­inu SpaceX og Kevin Plank hjá íþrótta­vöru­fyr­ir­tæk­inu Und­er Armour. 

mbl.is