Eliza í 263.000 kr. kápu

Forseti Íslands í Danmörku | 26. janúar 2017

Eliza í 263.000 kr. kápu

Eliza Reid, forsetafrú Íslands, er glæsilega til fara og þjóðinni til sóma í fyrstu opinberu heimsókn forseta Íslands til Danmerkur. Það vakti athygli að í gær var hún í kápu með blómamunstri sem fór henni vel. 

Eliza í 263.000 kr. kápu

Forseti Íslands í Danmörku | 26. janúar 2017

Margrét Danadrottning, Guðni Th. Jóhannesson, Eliza Reid og Hinrik prins. …
Margrét Danadrottning, Guðni Th. Jóhannesson, Eliza Reid og Hinrik prins. Eins og sést lífgaði kápan upp á litapallettu hópsins. mbl.is/Golli/Kjartan Þorbjörnsson

Eliza Reid, forsetafrú Íslands, er glæsilega til fara og þjóðinni til sóma í fyrstu opinberu heimsókn forseta Íslands til Danmerkur. Það vakti athygli að í gær var hún í kápu með blómamunstri sem fór henni vel. 

Eliza Reid, forsetafrú Íslands, er glæsilega til fara og þjóðinni til sóma í fyrstu opinberu heimsókn forseta Íslands til Danmerkur. Það vakti athygli að í gær var hún í kápu með blómamunstri sem fór henni vel. 

Kápan kemur frá fransk/kanadíska tískuhönnuðinum Marie Saint Pierre. Þess má geta að merkið Maison Marie Saint Pierre er eitt af fyrstu lúxustískuhúsum Kanada. Öll hönnun Pierre er sérstök og er lögð áhersla á góð og vönduð efni. Þetta lúxustískumerki er orðið 25 ára gamalt og er ennþá að nema nýjar lendur. 

Hönnuðurinn Marie Saint Pierre hefur alltaf átt í töluverðri innri baráttu á milli þess að gera elegant föt á fínar frúr og föt sem eru eins og skúlptúrar. Þetta tvennt fer nefnilega ekki alltaf saman. Hönnuðurinn hefur ákveðið að fylgja hjartanu í hönnun sinni og hefur það virkað vel. 

Kápan kostar 2.280 dollara eða 263.000 kr. á gengi dagsins í dag. 

Hér má sjá fyrirsætu í kápu sem er nákvæmlega eins …
Hér má sjá fyrirsætu í kápu sem er nákvæmlega eins og kápan sem Eliza Reid klæddist í gær í Kaupmannahöfn.
mbl.is