Staðfestir dóm um Suðurnesjalínu

Suðurnesjalína 2 | 16. febrúar 2017

Staðfestir dóm um Suðurnesjalínu

Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjaness, þar sem fellt var úr gildi framkvæmdaleyfi sem sveitarfélagið Vogar gaf út til Landsnets vegna Suðurnesjalínu 2.

Staðfestir dóm um Suðurnesjalínu

Suðurnesjalína 2 | 16. febrúar 2017

Fyrirhuguð Suðurnesjalína 2 á að liggja á milli Hafnarfjarðar og …
Fyrirhuguð Suðurnesjalína 2 á að liggja á milli Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar. mbl.is//Kristinn Ingvarsson

Hæstirétt­ur hef­ur staðfest dóm Héraðsdóms Reykja­ness, þar sem fellt var úr gildi fram­kvæmda­leyfi sem sveit­ar­fé­lagið Vog­ar gaf út til Landsnets vegna Suður­nesjalínu 2.

Hæstirétt­ur hef­ur staðfest dóm Héraðsdóms Reykja­ness, þar sem fellt var úr gildi fram­kvæmda­leyfi sem sveit­ar­fé­lagið Vog­ar gaf út til Landsnets vegna Suður­nesjalínu 2.

Í mál­inu höfðu nokkr­ir ein­stak­ling­ar og tvö fyr­ir­tæki kraf­ist þess að ógilt yrði ákvörðun sveit­ar­fé­lags­ins, frá því í mars 2015, um að veita Landsneti um­rætt fram­kvæmda­leyfi.

Reistu þau kröfu sína á því að við meðferð máls­ins hefðu verið brotn­ar ýms­ar regl­ur laga um mat á um­hverf­isáhrif­um, skipu­lagslaga og stjórn­sýslu­laga. Meðal ann­ars hefði ekki verið rann­sakaður sem skyldi, sá kost­ur að leggja lín­una í jörðu en ekki í lofti.

Hæstirétt­ur leit í mál­inu til fyrri dóma rétt­ar­ins, og að virt­um regl­um laga um mat á um­hverf­isáhrif­um og skipu­lagslaga, taldi rétt­ur­inn að sýnt væri fram á að jarðstreng­ur hefði getað komið til greina sem fram­kvæmd­ar­kost­ur.

Mats­skýrsl­an ekki lög­mæt­ur grund­völl­ur

Því hefði borið að gera grein fyr­ir hon­um í til­lög­um og mats­skýrsl­um í mats­ferl­inu og bera hann sam­an við ann­an eða aðra fram­kvæmd­ar­kosti. Það hefði ekki verið gert, að öðru leyti en því að látið hefði verið nægja að vísa til al­mennra sjón­ar­miða um kosti og galla jarðstrengja.

Mats­skýrsla Landsnets um Suður­nesjalínu 2, og álit Skipu­lags­stofn­un­ar um skýrsl­una, gátu því ekki verið lög­mæt­ur grund­völl­ur ákvörðunar sveit­ar­fé­lags­ins um veit­ingu fram­kvæmda­leyf­is­ins.

Landsnet skaut mál­inu til Hæsta­rétt­ar eft­ir að héraðsdóm­ur kvað upp dóm sinn. Hann hef­ur nú verið staðfest­ur, eins og áður sagði.

mbl.is