Allt um Óskarinn 2017

Óskarsverðlaunin 2017 | 26. febrúar 2017

Allt um Óskarinn 2017

Óskarsverðlaunahátíðin verður haldin í dag í 89. skipti. Sem fyrr verður mikið um dýrðir en alls eru 62 kvikmyndir tilnefndar í 24 flokkum. La La Land er þar fremst í flokki með 14 tilnefningar en aðeins tvær kvikmyndir, Titanic og All About Eve, hafa áður hlotið svo margar tilnefningar. Áhugavert verður að sjá hvort myndin slái núgildandi met um flest verðlaun en þrjár myndir hafa áður hlotið 11 Óskarsverðlaun.

Allt um Óskarinn 2017

Óskarsverðlaunin 2017 | 26. febrúar 2017

Byrjað var að undirbúa athöfnina nú fyrir helgi en hún …
Byrjað var að undirbúa athöfnina nú fyrir helgi en hún fer fram í Dolby Theatre í Hollywood. Mynd/AFP

Óskar­sverðlauna­hátíðin verður hald­in í dag í 89. skipti. Sem fyrr verður mikið um dýrðir en alls eru 62 kvik­mynd­ir til­nefnd­ar í 24 flokk­um. La La Land er þar fremst í flokki með 14 til­nefn­ing­ar en aðeins tvær kvik­mynd­ir, Tit­anic og All About Eve, hafa áður hlotið svo marg­ar til­nefn­ing­ar. Áhuga­vert verður að sjá hvort mynd­in slái nú­gild­andi met um flest verðlaun en þrjár mynd­ir hafa áður hlotið 11 Óskar­sverðlaun.

Óskar­sverðlauna­hátíðin verður hald­in í dag í 89. skipti. Sem fyrr verður mikið um dýrðir en alls eru 62 kvik­mynd­ir til­nefnd­ar í 24 flokk­um. La La Land er þar fremst í flokki með 14 til­nefn­ing­ar en aðeins tvær kvik­mynd­ir, Tit­anic og All About Eve, hafa áður hlotið svo marg­ar til­nefn­ing­ar. Áhuga­vert verður að sjá hvort mynd­in slái nú­gild­andi met um flest verðlaun en þrjár mynd­ir hafa áður hlotið 11 Óskar­sverðlaun.

Óskar­sverðlauna­hátíðin hefst í dag klukk­an 16 að staðar­tíma í Los Ang­eles í Banda­ríkj­un­um. Útsend­ing frá rauða dregl­in­um hefst klukk­an 00.20 á RÚV og verðlauna­at­höfn­in verður sýnd í beinni út­send­ingu rúm­um klukku­tíma síðar, klukk­an 1.30 í nótt.

Kynn­ir hátíðar­inn­ar er að þessu sinni spjallþátta­stjórn­and­inn Jimmy Kimmel og venju sam­kvæmt hefst hátíðin á ein­tali hans. Þar mun Kimmel að öll­um lík­ind­um gera góðlát­legt grín að gest­um hátíðar­inn­ar en þetta er í fyrsta skipti sem hann er kynn­ir Óskar­sverðlaun­anna. Kimmel hef­ur þó áður verið kynn­ir  á öðrum verðlauna­hátíðum, til dæm­is Emmy-verðlaun­un­um og Banda­rísku tón­list­ar­verðlaun­un­um.

Spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel er kynnir kvöldsins.
Spjallþátta­stjórn­and­inn Jimmy Kimmel er kynn­ir kvölds­ins. Mynd/​AFP

Marg­ir eru spennt­ir fyr­ir tón­list­ar­atriðunum en þau eru yf­ir­leitt ekki af verri end­an­um. Í ár verða öll lög­in sem til­nefnd eru sem besta lagið í kvik­mynd flutt á sviðinu en flytj­end­ur þeirra eru meðal ann­ars Just­in Timberla­ke, John Le­g­end og Sting. Just­in Timberla­ke flyt­ur lagið Can‘t Stop the Feel­ing úr teikni­mynd­inni Trolls og Sting flyt­ur lagið The Empty Chair úr mynd­inni JIM: The James Foley Story. Þá flyt­ur John Le­g­end tvö lög en bæði Auditi­on (The Fools Who Dream) og City of Stars úr mynd­inni La La Land eru til­nefnd í þess­um flokki.

Lík­leg­ast­ar til sig­urs

Verðlauna­grein­andi The Hollywood Report­er, Scott Fein­berg, hef­ur spáð fyr­ir um hverj­ir bera sig­ur úr být­um í öll­um flokk­um Óskar­sverðlaun­anna í ár. Sam­kvæmt spánni mun La La Land vinna alls 10 verðlaun og þar með slá nú­gild­andi met yfir flest Óskar­sverðlaun. 

Fein­berg tel­ur lík­legt að La La Land verði val­in besta kvik­mynd­in og að leik­stjóri mynd­ar­inn­ar, Damien Chazelle, hljóti verðlaun sem besti leik­stjór­inn. Þá fær Emma Stone Óskar­inn sem besta leik­kona í aðal­hlut­verki og Lin­us Sand­gren fyr­ir bestu kvik­mynda­tök­una, sam­kvæmt spánni.

Stone og Gosling í hlutverkum sínum sem Mia og Sebastian …
Stone og Gosl­ing í hlut­verk­um sín­um sem Mia og Sebastian í La La Land.

Sam­kvæmt spá Frei­berg mun Denzel Washingt­on fá Óskar­inn sem besti leik­ari í aðal­hlut­verki fyr­ir hlut­verk sitt í mynd­inni Fences. Mahers­hala Ali (Moon­lig­ht) verður þá verðlaunaður sem besti leik­ari í auka­hlut­verki og Vi­ola Dav­is (Fences) sem besta leik­kona í auka­hlut­verki.

Frei­berg seg­ir Kenn­eth Lonerg­an (Manchester by the Sea) lík­leg­ast­an til að hljóta verðlaun fyr­ir besta frum­samda hand­ritið og Barry Jenk­ins og Tar­ell Al­vin McCra­ney (Moon­lig­ht) fyr­ir besta hand­ritið sem byggt er á út­gefnu efni.

#Oscars­sowhite liðin tíð?

Stjörn­urn­ar og „glamúr­inn“ eru ávallt órjúf­an­leg­ur hluti af Óskar­sverðlauna­hátíðinni en í gegn­um árin hef­ur annað slagið borið á póli­tísk­um og mál­efna­leg­um und­ir­tón­um og hafa verðlauna­haf­ar og aðrir þá gjarn­an tjáð sig á einn eða ann­an hátt um skoðanir sín­ar á ýms­um mál­efn­um.

Á síðasta ári var Kvik­mynda­aka­demí­an gagn­rýnd harðlega fyr­ir skort á lituðu fólki í hópi til­nefndra en eng­inn þeldökk­ur, róm­ansk­ur (e. hispanic) eða asísk­ur ein­stak­ling­ur var til­nefnd­ur fyr­ir leik, leik­stjórn eða kvik­mynda­töku. Var hátíðin sú „hvít­asta“ frá ár­inu 1998.

Í ár eru 10 litaðir ein­stak­ling­ar til­nefnd­ir í þess­um þrem­ur flokk­um en ekki eru all­ir sam­mála um hvort um er að ræða breyt­ingu til fram­búðar eða tíma­bundið svar við gagn­rýni síðustu ára.

Fyr­ir besta leik­ara í auka­hlut­verki eru til­nefnd­ir þeir Mahers­hala Ali (Moon­lig­ht), sem er þeldökk­ur, og Dev Patel (Lion), sem er bresk­ur en af ind­versku bergi brot­inn. Í flokki bestu leik­konu í auka­hlut­verki má finna þrjár þeldökk­ar kon­ur, þær Vi­ola Dav­is (Fences), Na­omie Harris (Moon­lig­ht) og Octa­via Spencer (Hidd­en Figures).

Bandaríska leikkonan Viola Davis hlaut BAFTA og Golden Globe fyrir …
Banda­ríska leik­kon­an Vi­ola Dav­is hlaut BAFTA og Gold­en Globe fyr­ir auka­hlut­verk í mynd­inni Fences. Mynd/​AFP

Minni fjöl­breyttni er meðal til­nefndra í flokki bestu leik­ara og leik­kvenna í aðahlut­verki en í hvor­um flokki má finna einn litaðan ein­stak­ling. Denzel Washingt­on er til­nefnd­ur fyr­ir Fences og Ruth Negg­awas fyr­ir Loving.

Tveir litaðir menn eru til­nefnd­ir fyr­ir bestu kvik­mynda­tök­una, Bra­dford Young (Arri­val) og Rodrigo Prieto (Si­lence), og einn fyr­ir leik­stjórn, Barry Jenk­ins (Moon­lig­ht).

Má enn gera bet­ur

Á sama tíma og marg­ir gleðjast yfir meiri fjöl­breytni í ár eru ein­hverj­ir sem segja að enn þurfi að gera bet­ur en mik­ill meiri­hluti þeirra sem nefnd­ir eru hér að ofan eru þeldökk­ir. Aðeins einn er af asísk­um upp­runa og ann­ar frá Rómönsku-Am­er­íku.

Í um­fjöll­un USA Today um fjöl­breyti­leika Óskar­sverðlaun­anna í ár er haft eft­ir Octa­via Spencer, sem hlaut Óskar­sverðlaun fyr­ir besta leik í auka­hlut­verki árið 2012, fyrst þeldökkra kvenna, að hún sé að von­um ánægð með til­nefn­ing­una. Hún gleðst yfir því að fleiri þeldökk­ir ein­stak­ling­ar séu meðal til­nefndra en seg­ir að sama skapi vanti enn meiri fjöl­breytni.

Octavia Spencer hlaut Óskarsverðlaun árið 2012. Hún varð fyrst þeldökkra …
Octa­via Spencer hlaut Óskar­sverðlaun árið 2012. Hún varð fyrst þeldökkra kvenna til að hljóta Óskar­inn sem besta leik­kona í auka­hlut­verki. Mynd/​AFP

„Mér finnst ekki að það sé mik­il fjöl­breytni. Það er svart og það er hvítt […] en það eru fleiri litaðir ein­stak­ling­ar en am­er­ísk­ir blökku­menn […] Ég myndi vilja sjá fjöl­breytni í leik­stjórn, það eru stjórsnjall­ar kon­ur í leik­stjórn og kvik­mynda­töku.“

Spencer er ekki ein um að gagn­rýna skort á kon­um en aðeins 20% þeirra sem til­nefnd­ir eru fyr­ir annað en leik eru kon­ur. Þá er eng­in kona til­nefnd fyr­ir leik­stjórn eða kvik­mynda­töku og aðeins ein er til­nefnd fyr­ir besta hand­ritið, All­i­son Schroeder fyr­ir Hidd­en Figures.

Póli­tísk­ar þakk­arræður

Að því sögðu get­ur ekki sagst að gagn­rýn­end­ur skorts á fjöl­breyti­leika meðal til­nefndra hafi verið há­vær­ir í ár en af fjöl­miðlum þar vestra að dæma virðast fleiri búa sig und­ir póli­tísk­ar þakk­arræður sem beint eða óbeint munu snúa að Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta.

BBC hef­ur þannig tekið sam­an lista yfir þá leik­ara og leik­kon­ur sem lík­leg­ust eru tal­in til að gagn­rýna Trump eða stefnu hans í þakk­arræðum sín­um, fái þau verðlaun­in.

Efst á lista er Meryl Streep en hún hef­ur ekki legið á skoðunum sín­um gagn­vart for­set­an­um. Þegar Streep tók við heiður­sverðlaun­um á Gold­en Globe-hátíðinni í byrj­un janú­ar gagn­rýndi hún Trump harðlega og sagði Hollywood að miklu leyti byggja á inn­flytj­end­um og starfi þeirra.

Meryl Streep hélt áhrifaríka ræðu á Golden Globe-verðlaunahátíðinni þar sem …
Meryl Streep hélt áhrifa­ríka ræðu á Gold­en Globe-verðlauna­hátíðinni þar sem hún gagn­rýndi stefnu Don­ald Trump í mál­um inn­flytj­enda. Mynd/​AFP

Ekki er þó talið lík­legt að Streep hreppi hnossið en Emma Stone (La La Land) og Na­talie Portman (Lion) hafa einnig talað op­in­ber­lega gegn stefnu Trump. Þær eru all­ar þrjár til­nefnd­ar sem besta leik­kona í aðal­hlut­verki.

Meðal til­nefndra sem bestu leik­ar­ar í aðal­hlut­verki er Casey Aff­leck tal­inn lík­leg­ast­ur til að tjá sig um stjórn­mál­in en hann hrósaði Streep fyr­ir Gold­en Globe-ræðuna þegar hann tók við BAFTA-verðlaun­um fyrr í mánuðinum.

Þá eru þau Mahers­hala Ali og Vi­ola Dav­is tal­in lík­leg til að beina spjót­um að Trump. Þau eru til­nefnd fyr­ir besta leik í auka­hlut­verki en bæði hafa þau áður talað op­in­ber­lega gegn stefnu for­set­ans.

Einnig er lík­legt að Jimmy Kimmel, kynn­ir hátíðar­inn­ar, nýti ein­tal sitt við setn­ingu hátíðar­inn­ar til að skjóta á Trump og banda­menn hans en hann hef­ur, eins og fjöl­marg­ir aðrir spjallþátta­stjórn­end­ur í Banda­ríkj­un­um, verið óhrædd­ur við að gera grín að for­set­an­um á und­an­förn­um vik­um og mánuðum.

Sniðganga hátíðina í mót­mæla­skyni

Þá hef­ur ír­anski leik­stjór­inn Asgh­ar Far­hadi þegar sagt að hann muni ekki verða viðstadd­ur at­höfn­ina, hvort sem hann fær að koma inn í Banda­rík­in eða ekki. Með þessu vill Far­hadi mót­mæla til­raun Trump til að banna fólki frá Íran og sex öðrum lönd­um að koma til lands­ins.

Mynd Far­hadi, The Sa­lesm­an, er til­nefnd sem besta mynd­in á er­lendu tungu­máli en árið 2012 hlaut leik­stjór­inn ír­anski Óskar­sverðlaun í sama flokki fyr­ir mynd­ina A Seperati­on.

Íranski leikstjórinn Asghar Farhadi ætlar að sniðganga hátíðina í mótmælaskyni …
Íranski leik­stjór­inn Asgh­ar Far­hadi ætl­ar að sniðganga hátíðina í mót­mæla­skyni vegna til­skip­un­ar Trump um að banna fólki frá sjö ríkj­um að kom­ast inn í Banda­rík­in. Mynd/​AFP

Aðrir ætla sér að sniðganga hátíðina af gagn­stæðum ástæðum en hóp­ur stuðnings­manna Don­ald Trump seg­ist ekki ætla að fylgj­ast með Óskar­sverðlaun­un­um 2017 til að mót­mæla „bitra fólk­inu í skemmt­ana­brans­an­um“. Þá sýndi ný­leg könn­un að 66% stuðnings­manna Trump hætta að horfa á verðlauna­hátíðir ef þakk­arræður verðlauna­hafa verða of póli­tísk­ar. Hið sama átti við um 19% stuðnings­manna Hillary Cl­int­on.

Ekk­ert er þó enn vitað um hvort hátíðin í ár verði með póli­tísk­ara móti eða hversu langt verðlauna­haf­ar og kynn­ar munu ganga í að deila skoðunum sín­um með áhorf­end­um. Það eina í stöðunni er því að bíða og sjá hvað set­ur. Hægt verður að fylgj­ast með hátíðinni í beinni út­send­ingu á RÚV frá klukk­an 1.30 í nótt.

mbl.is