Hvað klikkaði með umslagið?

Óskarsverðlaunin 2017 | 27. febrúar 2017

Hvað klikkaði með umslagið?

Margir velta nú fyrir sér hvernig það gat gerst að leikarinn Warren Beatty hélt á röngu umslagi þegar hann tilkynnti um bestu kvikmyndina á Óskarsverðlaununum í nótt.

Hvað klikkaði með umslagið?

Óskarsverðlaunin 2017 | 27. febrúar 2017

Faye Dunaway og Warren Beatty halda á umslaginu.
Faye Dunaway og Warren Beatty halda á umslaginu. AFP

Marg­ir velta nú fyr­ir sér hvernig það gat gerst að leik­ar­inn War­ren Beatty hélt á röngu um­slagi þegar hann til­kynnti um bestu kvik­mynd­ina á Óskar­sverðlaun­un­um í nótt.

Marg­ir velta nú fyr­ir sér hvernig það gat gerst að leik­ar­inn War­ren Beatty hélt á röngu um­slagi þegar hann til­kynnti um bestu kvik­mynd­ina á Óskar­sverðlaun­un­um í nótt.

Í um­fjöll­un The Guar­di­an um málið kem­ur fram að at­hygl­in muni bein­ast að þeim ráðstöf­un­um sem áttu að tryggja að ekk­ert færi úr­skeiðs, þ.e. því að tvö ein­tök eru ávallt til af hverju um­slagi með sig­ur­veg­ur­un­um. Þannig á að tryggja að annað ein­tak sé til taks ef eitt­hvað skyldi fara úr­skeiðis hjá kynn­in­um eða varðandi um­slagið sjálft.

Lyk­il­spurn­ing­in felst í því hvort Beatty hafi fengið slíkt varaum­slag sem hafði að geyma upp­lýs­ing­ar um bestu leik­kon­una í aðal­hlut­verki (Emmu Stone) en til­kynnt var um hana áður en Beatty steig á svið.

Jordan Horowitz, framleiðandi La La Land, og Warren Beatty eftir …
Jor­d­an Horowitz, fram­leiðandi La La Land, og War­ren Beatty eft­ir mis­tök­in. AFP

PriceWater­hou­seCooper (PwC), sem er eitt þekkt­asta end­ur­skoðenda­fyr­ir­tæki heims­ins, hef­ur haft yf­ir­um­sjón með at­kvæðataln­ingu á Óskarn­um og til­kynn­ing­um á sig­ur­veg­ur­un­um í lang­an tíma.

Starfs­menn fyr­ir­tæk­is­ins bíða til hliðar við sviðið meðan á Óskar­at­höfn­inni stend­ur og láta kynn­ana hafa um­slög­in með sig­ur­veg­ur­un­um.

Það sem er mest niður­lægj­andi varðandi fyr­ir­komu­lagið, sem mis­heppnaðist í nótt og átti að vera al­gjör­lega skot­helt, var að mis­tök­in gætu ekki hafa verið meira áber­andi. Hundruð Hollywood-stjarna eru viðstödd at­höfn­ina og hundruð millj­óna horfa á Óskar­sverðlaun­in í beinni út­send­ingu í sjón­varp­inu úti um all­an heim.

Þegar nán­ar er að gáð sést að Betty hélt á um­slagi fyr­ir bestu leik­kon­una en Emma Stone, aðalleik­kona La La Land, hafði skömmu áður hlotið þau verðlaun. Sjálf sagðist Stone hafa fengið upp­haf­lega um­slagið með til­kynn­ing­unni um að hún hafi fengið Óskar­inn, þannig að Betty hlýt­ur að hafa haldið á varaum­slag­inu.

Emma Stone með Óskarinn og umslagið. Leonardo DiCaprio stendur við …
Emma Stone með Óskar­inn og um­slagið. Leon­ar­do DiCaprio stend­ur við hlið henn­ar. AFP

Á meðan Marc Platt, einn af fram­leiðend­um La La Land, tók við Óskar­sverðlaun­um úr hönd­um Beatty og leik­kon­unn­ar Fay Dun­away og var að hefja þakk­arræðu sína heyr­ist starfsmaður PwC hrópa baksviðs: „Hann tók rangt um­slag!“ og hljóp á sviðið til að stöðva ræðuna, að sögn USA Today, sem var með blaðamenn baksviðs.

Fyr­ir aft­an Platt sást meðal ann­ars til Bri­an Cull­in­an og Martha Ruiz, yf­ir­um­sjón­ar­manna um­slag­anna frá PwC, rann­saka rauð og gyllt um­slög í ör­vænt­ingu. Þegar sann­leik­ur­inn kom í ljós til­kynnti ann­ar af fram­leiðend­um La La Land að mynd­in hefði ekki unnið verðlaun­in. Í fram­hald­inu til­kynnti Beatty, sem á þeim tíma­punkti hafði fengið rétt um­slag, að Moon­lig­ht hefði borið sig­ur úr být­um.

Marc Platt (til vinstri), Jordan Horowitz (annar frá vinstri) og …
Marc Platt (til vinstri), Jor­d­an Horowitz (ann­ar frá vinstri) og Fred Ber­ger taka við verðlaun­un­um fyr­ir mynd­ina La La Land. AFP

Bri­an Cull­in­an og Martha Ruiz höfðu fyrr í vik­unni farið í viðtal hjá BBC þar sem þau út­skýrðu kerfið varðandi um­slög­in, sem átti að vera al­gjör­lega skot­helt. Þau sögðu að lít­ill hóp­ur hjálpaði þeim við að telja og end­urtelja at­kvæðin, bæði ra­f­ræn at­kvæði og at­kvæði á papp­ír, skömmu eft­ir at­kvæðagreiðslu um sjö þúsund fé­laga Óskaraka­demí­unn­ar. At­kvæðin séu prentuð út og tal­in og end­urtal­in í hönd­um.

Hún og Cull­in­an setja sjálf niður­stöðurn­ar í um­slög­in, skoða þau og inn­sigla. Einnig leggja þau á minnið öll úr­slit­in ef eitt­hvað skyldi koma fyr­ir um­slög­in.

Beatty heldur á ranga umslaginu.
Beatty held­ur á ranga um­slag­inu. AFP

Um­slög­in eru í fram­hald­inu lokuð inni í ör­ygg­is­hólfi þangað til Óskars­at­höfn­in hefst. Þá ferðast þau hvort í sínu lagi í fylgd ör­ygg­is­varða í Dol­by-leik­húsið í Hollywood þar sem at­höfn­in fer fram. Hvort um sig eru þau með skjala­tösku með um­slög­un­um og standa hægra og vinstra meg­in við sviðið, til­bú­in til að láta kynn­ana fá um­slög­in nokkr­um sek­únd­um áður en þeir ganga á sviðið.

Í viðtal­inu sögðust þau vera sann­færð um að ekk­ert gæti farið úr­skeiðis, þangað til það gerðist ein­mitt í nótt, þegar all­ur heim­ur­inn var að horfa.

mbl.is