PwC biðst afsökunar á Óskarsruglingnum

Óskarsverðlaunin 2017 | 27. febrúar 2017

PwC biðst afsökunar á Óskarsruglingnum

Endurskoðunarfyrirtækið PriceWaterhouseCoopers, sem sér um að telja atkvæðin vegna Óskarsverðlaunanna, hefur beðist afsökunar á ruglingnum sem varð til þess að röng mynd var kynnt sem besta myndin.

PwC biðst afsökunar á Óskarsruglingnum

Óskarsverðlaunin 2017 | 27. febrúar 2017

Jordan Horowitz, framleiðandi La La Land heldur hér uppi spjaldinu …
Jordan Horowitz, framleiðandi La La Land heldur hér uppi spjaldinu með nafni bestu myndarinnar - Moonlight. Við hlið hans standa Warren Beatty og kynnirinn Jimmy Kimmel. AFP

End­ur­skoðun­ar­fyr­ir­tækið PriceWater­hou­seCoo­pers, sem sér um að telja at­kvæðin vegna Óskar­sverðlaun­anna, hef­ur beðist af­sök­un­ar á rugl­ingn­um sem varð til þess að röng mynd var kynnt sem besta mynd­in.

End­ur­skoðun­ar­fyr­ir­tækið PriceWater­hou­seCoo­pers, sem sér um að telja at­kvæðin vegna Óskar­sverðlaun­anna, hef­ur beðist af­sök­un­ar á rugl­ingn­um sem varð til þess að röng mynd var kynnt sem besta mynd­in.

Í til­kynn­ingu PwC er beðist af­sök­un­ar á „vill­unni“ sem hafi átt sér stað þegar þeim War­ren Beatty og Faye Dun­away var af­hent um­slag fyr­ir bestu leik­kon­una þegar þau áttu að kynna bestu kvik­mynd­ina.

Á spjald­inu sem var í um­slag­inu sem þau Beatty og Dun­away fengu stóð: Emma Stone, La La Land og lásu þau í sam­ein­ingu upp nafn mynd­ar­inn­ar.  Við það brut­ust út mik­il fagnaðarlæti og eft­ir að aðstand­end­ur mynd­ar­inn­ar voru komn­ir á svið og farn­ir að flytja þakk­arræðu sína komu tveir full­trú­ar PwC á svið með rétta spjaldið og réttu Just­in Horowitz, fram­leiðanda La La Lands.Hann brást þegar við, veifaði spjald­inu og upp­lýsti áhorf­end­ur um að Moon­lig­ht hefði verið val­in besta mynd­in. 

„Við erum nú að rann­saka hvernig þetta gat gerst og erum virki­lega miður okk­ar að þetta hafi átt sér stað,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu frá PwC.

Beatty sagði eft­ir að at­vikið kom upp að hann hefði ekki ætlað að valda vand­ræðum. Hann hefði orðið hissa þegar hann sá hvað stóð á spjald­inu og því hikað áður en hann rétti Dun­away spjaldið. Á upp­tök­um má sjá að hann var ein­mitt með í hönd­un­um um­slagið sem var merkt bestu leik­kon­unni.

mbl.is