Vildi vita hvar öll húsin hans Sigvalda voru

Sigvaldi Thordarson | 6. maí 2017

Vildi vita hvar öll húsin hans Sigvalda voru

Myndlistarmaðurinn og tónlistarmaðurinn Logi Höskuldsson eða Loji eins og hann kýs að kalla sig er mikill áhugamaður um Sigvalda Thordarson arkitekt. Loji heldur úti skemmtilegri Instagram-síðu þar sem hann fjallar um Sigvaldahúsin. Loji valdi 11 hús fyrir Smartland sem eru í sem mestu uppáhaldi og svaraði því hvaðan áhuginn kæmi. 

Vildi vita hvar öll húsin hans Sigvalda voru

Sigvaldi Thordarson | 6. maí 2017

Loji Höskuldsson hefur mikinn áhuga á verkum Sigvalda Thordarsonar arkitekts.
Loji Höskuldsson hefur mikinn áhuga á verkum Sigvalda Thordarsonar arkitekts. mbl.is/Ólafur Daði Eggertsson

Mynd­list­armaður­inn og tón­list­armaður­inn Logi Hösk­ulds­son eða Loji eins og hann kýs að kalla sig er mik­ill áhugamaður um Sig­valda Thor­d­ar­son arki­tekt. Loji held­ur úti skemmti­legri In­sta­gram-síðu þar sem hann fjall­ar um Sig­valda­hús­in. Loji valdi 11 hús fyr­ir Smart­land sem eru í sem mestu upp­á­haldi og svaraði því hvaðan áhug­inn kæmi. 

Mynd­list­armaður­inn og tón­list­armaður­inn Logi Hösk­ulds­son eða Loji eins og hann kýs að kalla sig er mik­ill áhugamaður um Sig­valda Thor­d­ar­son arki­tekt. Loji held­ur úti skemmti­legri In­sta­gram-síðu þar sem hann fjall­ar um Sig­valda­hús­in. Loji valdi 11 hús fyr­ir Smart­land sem eru í sem mestu upp­á­haldi og svaraði því hvaðan áhug­inn kæmi. 

Hvernig fékkstu áhuga á Sig­valda­hús­un­um?

Fyrstu 10 árin mín ólst ég upp í Álfta­mýri og þar í kring í Háa­leitis­hverf­inu eru nokk­ur hús sem máluð eru í Sig­valdalit­um. Það var eitt­hvað við lit­ina sem fangaði at­hygli mína og ég fór því að hjóla á milli hús­anna til að velta lit­um og form­um fyr­ir mér. Án þess að vita nokkuð um hvernig hús verða til.

Svo flyt ég í annað hverfi, Voga- og Heima­hverfi, og þar er að finna svipuð form og liti í hús­un­um. Þannig að ein­hver hlaut að standa á bak við þessi hús. Ég var orðinn aðeins eldri og far­inn að spyrja aðeins dýpri spurn­inga þannig að á end­an­um kemst ég að því hver það var sem teiknaði þessi hús.

Á unglings­ár­un­um átti ég mér þann draum heit­ast­an að vita hvar öll hús­in hans Sig­valda væru en því miður var bara ekk­ert til neitt skrifað um hann. Þegar maður leitaði að hon­um á net­inu fann maður ekki neitt. Þannig að á ferðalög­um mín­um um Reykja­vík og ná­grenni þá var ég svo­lítið að giska á hvaða hús væru eft­ir hann.

Það að vita ekki neitt og geta ekki fundið neitt um Sig­valda neins staðar kveikti enn þá meiri neista í mér. Þessi þörf að vita meira dró mig áfram og núna með hjálp frá alls kon­ar fólki hef ég náð að staðsetja held ég flest hús sem Sig­valdi hef­ur komið að. In­sta­grammið mitt er eins kon­ar archi­ve af verk­un­um hans og ég læt oft fylgja ein­hverj­ar vanga­velt­ur um hvert hús fyr­ir sig.

Hver eru helstu ein­kenni Sig­valda­húsa?

Útlits­lega fer það eft­ir hverju tíma­bili fyr­ir sig, til dæm­is Sig­valdalit­ir, blár okk­urgul­ur og bein­hvítt. Svo eru það skáþökin sem hann fékk svo greini­lega leið á þegar það fór að síga á seinni hlut­ann og þá tóku við bein þök. En ég held að öll eigi það nú sam­eig­in­legt að vera mjög vel skipu­lögð og fólki líður mjög vel í þeim. 

Hér koma hús­in 11 í engri sér­stakri röð

Ægisíða 80

Gömul mynd af Ægisíðu 80.
Göm­ul mynd af Ægisíðu 80. skjá­skot/​In­sta­gram.com/​loji­ho

Ægisíða 80 er talið vera eitt af meist­aratykkj­um Sig­valda, teiknað árið 1956 fyr­ir Ot­h­ar Ell­ing­sen. Þegar þetta hús var friðað 1999 var þetta yngsta húsið á Íslandi til þess að vera friðað.

Bakka­stíg­ur 1

Bakkastígur 1.
Bakka­stíg­ur 1. skjá­skot/​In­sta­gram.com/​loji­ho

Æðis­leg viðbygg­ing, svo­lítið djarf­ur kokteill sem Sig­valdi reiðir hér fram, mód­ern­isma blandað við sveitser­stíl og út­kom­an finnst mér ansi eitruð.


Háa­leit­is­braut 109-111

Háaleitisbraut 109-111.
Háa­leit­is­braut 109-111. skjá­skot/​In­sta­gram.com/​loji­ho

Mér hef­ur alltaf fund­ist þessi blokk sér­stök. Fyrst fannst mér hún herfi­leg en svo eld­ist maður og þrosk­ast, þá fannst mér hún verða at­hygls­verð. Svo kviknaði áhugi minn á Sig­valda á mennta­skóla­aldr­in­um og þá var ekki aft­ur snúið!


Mela­braut 30

Melabraut 30.
Mela­braut 30. skjá­skot/​In­sta­gram.com/​loji­ho

Á Seltjarn­ar­nesi er fal­leg­asta hús sem hús sem Sig­valdi hef­ur teiknað að mínu mati. Þetta hús ber öll höf­und­ar­ein­kenni Sig­valda, Sig­valdalit­ir, skáþak og grjót­hleðslu­vegg sem hann fiktaði stund­um við.


Búðareyri 5

Búðareyri 5.
Búðareyri 5. skjá­skot/​In­sta­gram.com/​loji­ho

Þetta er eig­in­lega mitt upp­á­halds Sig­valda­hús, svo margt furðulegt við það.
Húsið er teiknað árið 1953 fyr­ir Kristján Ólason klæðskera á Reyðarf­irði. Takið eft­ir glugg­an­um á hliðinni og eitt af fáum timb­ur­hús­um eft­ir Sig­valda sem ég veit um!

Sel­ás 8

Selás 8.
Sel­ás 8. skjá­skot/​In­sta­gram.com/​loji­ho

Á Eg­ils­stöðum er hægt að finna þetta hús, eitt af nokkr­um raf­stjóra­hús­um sem Sig­valdi teiknaði fyr­ir Rarik á sín­um tíma. Tign­ar­leg höll fyr­ir mann í embætti, öllu tjaldað til. Sig­valdalit­ir, beint þak, skrýt­in glugga­skip­an sem ég samt dýrka al­veg út af líf­inu.

Skild­inga­nes 23

Skildinganes 23.
Skild­inga­nes 23. skjá­skot/​In­sta­gram.com/​loji­ho

Vá ég veit ekki hvar ég á að byrja að lýsa þessu húsi, al­gjör Sig­valdi Thor­d­ar­son á ster­um, eitt af mín­um allra upp­á­halds.

Kleif­ar­veg­ur 3

Kleifarvegur 3.
Kleif­ar­veg­ur 3. skjá­skot/​In­sta­gram.com/​loji­ho

Fólk held­ur ef­laust að ég sé stadd­ur í sviss­nesku fjallaþorpi en svo er ekki, ég er stadd­ur of­ar­lega í hlíð í 104 Reykja­vík. Húsið minn­ir óneit­an­lega á hús í sveita­sælu ein­hvers staðar í Ölp­un­um og mér finnst bitarn­ir í þak­inu sem skjót­ast þarna fram ansi fal­leg­ir.

Sum­ar­bú­staður við Selvatn

Sumarbústaður við Selvatn.
Sum­ar­bú­staður við Selvatn. skjá­skot/​In­sta­gram.com/​loji­ho

Rétt fyr­ir utan Reykja­vík er drauma­sum­ar­bú­staður­inn minn, teiknaður árið 1952 fyr­ir Ot­h­ar Ell­ing­sen.

Kvist­hagi 13

Kvisthagi 13.
Kvist­hagi 13. skjá­skot/​In­sta­gram.com/​loji­ho

Í þessu húsi í Vest­ur­bæn­um bjuggu lista­hjón­in Sveinn Þór­ar­ins­son mál­ari og Kar­en Agnete Þór­ar­ins­son list­mál­ari. Al­gjört tíma­móta­hús hjá Sig­valda teiknað árið 1949 það sker sig frá öllu öðru sem hann hafði verið að fást við á þess­um tíma.

Reiðhjalla­virkj­un

Reiðhjallavirkjun.
Reiðhjalla­virkj­un. skjá­skot/​In­sta­gram.com/​loji­ho

Til hvers að teikna eitt­hvað svona fal­legt sem á ekki að hýsa eitt­hvert líf held­ur ein­tóm­ar vél­ar og hávaða? Bygg­ing­in er al­gjör perla í botni dals­ins, þetta af­skekkta en afar fal­lega hús set­ur stórt spurn­ing­ar­merki við til­gang feg­urðar.

mbl.is