Ekki fóðra dýrið og borga

Tölvu- og netöryggi | 13. maí 2017

Ekki fóðra dýrið og borga

Bjarki Traustason, vörustjóri á rekstrarlausnasviði Advania, segir að það séu yfirgnæfandi líkur á því að einhver hér á landi muni lenda í tölvuárásinni sem hófst í gær og teygir anga sína víða um heim. Þar eru eig­end­ur sýktra tölva krafðir um fé fyr­ir að aflæsa gögn­um á þeim.

Ekki fóðra dýrið og borga

Tölvu- og netöryggi | 13. maí 2017

AFP

Bjarki Trausta­son, vöru­stjóri á rekstr­ar­lausna­sviði Advania, seg­ir að það séu yf­ir­gnæf­andi lík­ur á því að ein­hver hér á landi muni lenda í tölvu­árás­inni sem hófst í gær og teyg­ir anga sína víða um heim. Þar eru eig­end­ur sýktra tölva krafðir um fé fyr­ir að aflæsa gögn­um á þeim.

Bjarki Trausta­son, vöru­stjóri á rekstr­ar­lausna­sviði Advania, seg­ir að það séu yf­ir­gnæf­andi lík­ur á því að ein­hver hér á landi muni lenda í tölvu­árás­inni sem hófst í gær og teyg­ir anga sína víða um heim. Þar eru eig­end­ur sýktra tölva krafðir um fé fyr­ir að aflæsa gögn­um á þeim.

„Þetta er að nýta sér veik­leika í stýri­kerf­um þannig að núm­er eitt, tvö og þrjú það er að plástra stýri­kerf­in hjá sér;“ seg­ir Bjarki í sam­tali við mbl.is. Þegar stýri­kerfi eru „plástruð“ er átt við að þau eru upp­færð til að bregðast við óvænt­um göll­um.

Hann bend­ir á að þótt þú borg­ir sé ekki víst að þú fáir gögn­in til baka.

„Það fer ekk­ert á milli mála ef maður lend­ir í ein­hverju. Þá kem­ur upp gluggi þar sem sagt er að maður sé sýkt­ur og þurfi að borga. Við mæl­um ekki með því en þá ertu að fóðra dýrið. Annað sem er líka í því; þótt þú borg­ir er ekk­ert ör­uggt að þú fáir gögn­in. Mikið af þess­um árás­um er gert í flýti þannig að það er hægt að dul­kóða og fá pen­inga en það er ekki at­hugað hvort þeir geti látið þig fá gögn­in aft­ur, enda er þeim al­veg sama um það.

Þrátt fyr­ir að ekki sé vitað um Íslend­inga sem hafi lent í þessu eru lík­urn­ar á því mikl­ar. „Þetta er það stórt og við erum jafn ná­lægt óprúttn­um aðilum er­lend­is og sá sem sit­ur við borðinu við hliðina á þeim. Þetta er orðinn það lít­ill heim­ur að við erum ekk­ert ey­land leng­ur,“ seg­ir Bjarki en tug­ir þúsunda tölva eru sýkt­ir um all­an heim.

„Okei, fokk it“

Hann seg­ir að það sé mik­il­vægt að taka af­rit sem virki síðan á ög­ur­stundu. „Það á að taka nóg af af­rit­um, þannig að ef menn fá sýk­ingu þá segi þeir bara „okei, fokk it, ég næ bara í af­ritið mitt,“ að því gefnu að þeir eigi nógu ný­legt af­rit. Það get­ur verið eins og að pissa í skó­inn sinn að treysta á af­rit­in í þessu.“

Bjarki bend­ir á að marg­ir kanni ekki heil­indi af­rita og viti ekki hvort þau virki þegar á hólm­inn er komið og lík­ir því við það þegar dekk spring­ur á bíl. „Þannig að á ög­ur­stundu þegar það spring­ur hjá þér og þú kík­ir í skottið þá manstu að þú tókst dekkið úr.“

Fólk þurfi því alltaf að vera með víru­svörn og upp­færða tölvu og taka af­rit. Einnig þurfi að vera með varn­ir sem gera ráð fyr­ir sýk­ingu; í raun þurfi fólk að vera með vaðið eins mikið fyr­ir neðan sig og mögu­legt er.

mbl.is