Héldu hugbúnaðargallanum leyndum

Tölvu- og netöryggi | 13. maí 2017

Héldu hugbúnaðargallanum leyndum

Hefði Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA) upplýst um veikleika í Windows-stýrikerfum þegar stofnunin fann hann hefði mögulega verið hægt að koma í veg fyrir tölvuárásina sem hófst í gær og teygt hefur anga sína um allan heim.

Héldu hugbúnaðargallanum leyndum

Tölvu- og netöryggi | 13. maí 2017

Edward Snowden.
Edward Snowden. AFP

Hefði Þjóðarör­ygg­is­stofn­un Banda­ríkj­anna (NSA) upp­lýst um veik­leika í Windows-stýri­kerf­um þegar stofn­un­in fann hann hefði mögu­lega verið hægt að koma í veg fyr­ir tölvu­árás­ina sem hófst í gær og teygt hef­ur anga sína um all­an heim.

Hefði Þjóðarör­ygg­is­stofn­un Banda­ríkj­anna (NSA) upp­lýst um veik­leika í Windows-stýri­kerf­um þegar stofn­un­in fann hann hefði mögu­lega verið hægt að koma í veg fyr­ir tölvu­árás­ina sem hófst í gær og teygt hef­ur anga sína um all­an heim.

Þetta seg­ir Edw­ard Snowd­en sem eft­ur­lýst­ur er af banda­rísk­um stjórn­völd­um fyr­ir að hafa lekið upp­lýs­ing­um árið 2013 um víðtæk­ar njósn­ir NSA. Snowd­en hef­ur síðan haldið til í Rússlandi eft­ir að hann flúði Banda­rík­in á sín­um tíma. Þar var hon­um veitt hæli sem var fram­lengt um þrjú ár í janú­ar á þessu ári.

Frétt mbl.is: Hug­búnaðinum stolið frá NSA

Hug­búnaður­inn sem notaður var við tölvu­árás­ina er tal­inn hafa verið hannaður af NSA til þess að nýta sér um­rædd­an veik­leika. Hug­búnaðinum var stolið frá NSA af hópi tölvu­hakk­ara sem kall­ast The Shadow Brokers sem síðan reyndi að selja hann í upp­boði á net­inu. Þeir gerðu hug­búnaðinn síðan aðgengi­leg­an hverj­um sem vildi nota hann.

„Þrátt fyr­ir viðvar­an­ir smíðaði NSA hættu­legt árás­ar­tæki sem hægt er að nota gegn vest­ræn­um hug­búnaði. Núna sjá­um við af­leiðing­arn­ar,“ seg­ir Snowd­en. Banda­ríkjaþing ætti að hans mati að inna NSA eft­ir því hvort stofn­un­in viti af fleiri slík­um veik­leik­um í hug­búnaði sem hægt væri að not­færa sér með þess­um hætti.

Snowd­en er ekki einn um að gagn­rýna NSA fyr­ir að bera ákveðna ábyrgð á árás­inni. Sama á til að mynda við um breska netör­ygg­is­sér­fræðing­inn Gra­ham Cluley: „Banda­ríska njósna­stofn­un­in fann ör­ygg­is­galla í hug­búnaði Microsoft en í stað þess að gera það rétta og láta fyr­ir­tækið vita héldu þeir upp­lýs­ing­un­um fyr­ir sig sjálfa og not­færðu sér þær í þeim til­gangi að njósna. Síðan voru þeir sjálf­ir hakkaðir.“ Þá fyrst hafi Microsoft gert eitt­hvað í mál­inu.

Fram kem­ur í frétt Daily Tel­egraph að NSA hafi ekki tjáð sig um tölvu­árás­ina.

mbl.is