Stöðvaði árásina fyrir tilviljun

Tölvu- og netöryggi | 13. maí 2017

Tókst að stöðva árásina fyrir tilviljun

Sérfræðingi í netöryggi virðist hafa tekist að uppgötva leið til þess að koma í veg fyrir að hugbúnaðurinn sem notaður var í tölvuárás sem hófst í gær dreifi sér. Í það minnsta í bili. Sérfræðingurinn, sem skrifar um netöryggismál á samfélagsmiðlinum Twitter undir heitinu @MalwareTechBlog, segir uppgötvunina hafa verið tilviljun.

Tókst að stöðva árásina fyrir tilviljun

Tölvu- og netöryggi | 13. maí 2017

00:00
00:00

Sér­fræðingi í netör­yggi virðist hafa tek­ist að upp­götva leið til þess að koma í veg fyr­ir að hug­búnaður­inn sem notaður var í tölvu­árás sem hófst í gær dreifi sér. Í það minnsta í bili. Sér­fræðing­ur­inn, sem skrif­ar um netör­ygg­is­mál á sam­fé­lags­miðlin­um Twitter und­ir heit­inu @MalwareTechBlog, seg­ir upp­götv­un­ina hafa verið til­vilj­un.

Sér­fræðingi í netör­yggi virðist hafa tek­ist að upp­götva leið til þess að koma í veg fyr­ir að hug­búnaður­inn sem notaður var í tölvu­árás sem hófst í gær dreifi sér. Í það minnsta í bili. Sér­fræðing­ur­inn, sem skrif­ar um netör­ygg­is­mál á sam­fé­lags­miðlin­um Twitter und­ir heit­inu @MalwareTechBlog, seg­ir upp­götv­un­ina hafa verið til­vilj­un.

Fram kem­ur í frétt AFP að sér­fræðing­ur­inn, sem ekki er vitað hvað heit­ir, hafi áttað sig á því að með því að ská ákveðið lén sem hug­búnaður­inn notaði hafi hon­um tek­ist að koma í veg fyr­ir að hann dreifði sér frek­ar. Hug­búnaður­inn byggði á því að ákveðið lén væri ekki skráð. Hann leitaði að lén­inu og þegar hann fyndi það ekki tæki hann skrár í gísl­ingu.

Með því að skrá lénið finndi hug­búnaður­inn það hins veg­ar og í kjöl­farið eyddi hann sér. Sér­fræðing­ur­inn var­ar hins veg­ar við því að þeir sem staðið hafi fyr­ir tölvu­árás­inni geti alltaf end­ur­for­ritað kóða hug­búnaðar­ins og reynt aft­ur. Því væri mik­il­vægt fyr­ir fólk að upp­færa staf­ar­laust stýri­kerfi sín með nýj­ustu upp­færsl­um til að forðast árás.

AFP
mbl.is