Hafa ekkert heyrt um árásir

Hafa ekkert heyrt um árásir

Hvorki Vodafone né Síminn hafa enn sem komið er allavega ekki fengið tilkynningar um að viðskiptavinur þeirra hafi orðið fyrir barðinu á tölvuárásinni sem hófst á föstudaginn. Þetta segja upplýsingafulltrúar fyrirtækjanna í samtali við mbl.is.

Hafa ekkert heyrt um árásir

Tölvuárásir gerðar víða um heim | 15. maí 2017

Vodafone Síminn
Vodafone Síminn Samsett mynd

Hvorki Voda­fo­ne né Sím­inn hafa enn sem komið er alla­vega ekki fengið til­kynn­ing­ar um að viðskipta­vin­ur þeirra hafi orðið fyr­ir barðinu á tölvu­árás­inni sem hófst á föstu­dag­inn. Þetta segja upp­lýs­inga­full­trú­ar fyr­ir­tækj­anna í sam­tali við mbl.is.

Hvorki Voda­fo­ne né Sím­inn hafa enn sem komið er alla­vega ekki fengið til­kynn­ing­ar um að viðskipta­vin­ur þeirra hafi orðið fyr­ir barðinu á tölvu­árás­inni sem hófst á föstu­dag­inn. Þetta segja upp­lýs­inga­full­trú­ar fyr­ir­tækj­anna í sam­tali við mbl.is.

„Það hef­ur ekk­ert óeðli­legt komið upp hjá okk­ur en það verður áfram tvö­föld vakt og unnið að því að tryggja okk­ar varn­ir,“ seg­ir Guðfinn­ur Sig­ur­vins­son, upp­lýs­inga­full­trúi Voda­fo­ne, í sam­tali við mbl.is spurður hvort ein­hverj­ar til­kynn­ing­ar hefðu borist fyr­ir­tæk­inu.

„Það er full ástæða til þess að minna fólk áfram á að fara var­lega og var­ast viðhengi í tölvu­póst­um og enn­frem­ur að það get­ur verið hættu­legt að opna vefsíður sem fólk þekk­ir ekki. Þessu hef­ur meðal ann­ars verið dreift með aug­lýs­ing­um,“ seg­ir Guðfinn­ur enn­frem­ur. Hann seg­ir aðspurður að helg­in hafi verið notuð til þess að tryggja varn­ir fyr­ir­tæk­is­ins. 

„Við höf­um verið að yf­ir­fara kerf­in og reyna allt sem í okk­ar valdi stend­ur til þess að koma í veg fyr­ir að nokkuð geti komið upp. Það er sem sagt enn tvö­föld vakt hjá okk­ur og verður áfram á meðan þetta er í gangi,“ seg­ir Guðfinn­ur.

Gunn­hild­ur Arna Gunn­ars­dótt­ir, upp­lýs­inga­fultl­rúi Sím­ans, tek­ur í sama streng. Eng­ar til­kynn­ing­ar hafi borist fyr­ir­tæk­inu um árás­ir.

mbl.is