Tölvuþrjótar hafa birt persónuleg símanúmer stjarnanna í Game of Thrones, tölvupósta HBO og handrit. Krefjast ódæðismennirnir lausnargjalds uppá margar milljónir bandaríkjadollara til að koma í veg fyrir birtingu heilla sjónvarpsþátta og meiri upplýsinga.
Tölvuþrjótar hafa birt persónuleg símanúmer stjarnanna í Game of Thrones, tölvupósta HBO og handrit. Krefjast ódæðismennirnir lausnargjalds uppá margar milljónir bandaríkjadollara til að koma í veg fyrir birtingu heilla sjónvarpsþátta og meiri upplýsinga.
Tölvuþrjótar hafa birt persónuleg símanúmer stjarnanna í Game of Thrones, tölvupósta HBO og handrit. Krefjast ódæðismennirnir lausnargjalds uppá margar milljónir bandaríkjadollara til að koma í veg fyrir birtingu heilla sjónvarpsþátta og meiri upplýsinga.
Forsvarsmenn HBO-sjónvarpsstöðvarinnar greindu frá því í síðustu viku að tölvuárás hefði verið gerð á fyrirtækið.
Í fimm mínútna myndbandi les einhver sem kallar sig Mr. Smith upp yfirlýsingu til Richard Plepler forstjóra HBO, þar sem fram kemur að fyrirtækið verði að borga þrjótunum gjaldið á næstu þremur dögum til að koma í veg fyrir frekari leka.
Tölvuþrjótarnir halda því fram að þeir hafi stolið 1,5 terabætum af gögnum, sem jafngildir nokkrum sjónvarpsþáttaröðum og milljónum skjala. Aftur á móti segjast forsvarsmenn stöðvarinnar ekki trúa því að brotist hafi verið í allt tölvupóstakerfi þeirra, þó að einhverju einkaréttarvörðu efni fyrirtækisins hafi vissulega verið stolið.
HBO segist nú vinna með bandarísku lögreglunni og netöryggissérfræðingum til að komast til botns í málinu.