Missti 18 kíló til að bjarga vinnufélaga

Gullkistan | 14. ágúst 2017

Missti 18 kíló til að bjarga vinnufélaga

Seinasta júlí var Rebekah Ceidro að skoða Facebook þegar hún sá að vinnufélagi sinn, Chris Moore, hafði birt skilaboð um að hann vantaði nýtt nýra. Chris talar ekki mikið um sitt persónulega líf á samfélagsmiðlum þannig að Rebekah vissi að hann hlyti að vera örvæntingarfullur.

Missti 18 kíló til að bjarga vinnufélaga

Gullkistan | 14. ágúst 2017

Rebekah Ceidro ákvað að taka sig á.
Rebekah Ceidro ákvað að taka sig á. Skjáskot/WomensHealth

Sein­asta júlí var Re­bekah Cei­dro að skoða Face­book þegar hún sá að vinnu­fé­lagi sinn, Chris Moore, hafði birt skila­boð um að hann vantaði nýtt nýra. Chris tal­ar ekki mikið um sitt per­sónu­lega líf á sam­fé­lags­miðlum þannig að Re­bekah vissi að hann hlyti að vera ör­vænt­ing­ar­full­ur.

Sein­asta júlí var Re­bekah Cei­dro að skoða Face­book þegar hún sá að vinnu­fé­lagi sinn, Chris Moore, hafði birt skila­boð um að hann vantaði nýtt nýra. Chris tal­ar ekki mikið um sitt per­sónu­lega líf á sam­fé­lags­miðlum þannig að Re­bekah vissi að hann hlyti að vera ör­vænt­ing­ar­full­ur.

Fjöl­marg­ir vin­ir og vanda­menn Chris deildu skila­boðum hans með von um að finna ein­hvern sem gæti gefið hon­um nýra sem fyrst þar sem að lækn­ar sögðu hann aðeins eiga sex mánuði eft­ir ólifað.

Re­bekah fór strax að hugsa hvað hún gæti gert fyr­ir vinnu­fé­laga sinn og sendi hon­um per­sónu­leg skila­boð um að hún vildi gefa hon­um nýra. Chris gat varla klárað að lesa skila­boð henn­ar áður en hann brast í grát því hann var henni svo þakk­lát­ur.

Fyrsta skref Re­bekuh var að hitta lækna Chris til þess að sjá hvort að hún væri nógu heil­brigð til þess að gefa nýra sitt.

„Ég var bara að hugsa um Chris og hvernig ég gæti bjargað lífi hans en lækn­arn­ir sögðu að ég þyrfti líka að hugsa um sjálfa mig,“ sagði Re­bekah en lækn­arn­ir voru hrædd­ir um að aðgerðin myndi hafa slæm áhrif á heilsu henn­ar.

Re­bekah var 98 kíló á þeim tíma og lækn­arn­ir gáfu henni tvo val­mögu­leika – annaðhvort að létt­ast eða sleppa því að bjarga lífi Chris. Re­bekah ákvað að hún gæti ekki sætt sig við það að vera of feit til að bjarga lífi ein­hvers og lofaði lækn­un­um að missa auka­kíló­in.

Hún byrjaði á því að hala niður smá­for­riti í sím­ann sinn og setti sér mark­mið að hlaupa á hverj­um degi þangað til að það væri ekk­ert mál að hlaupa fimm míl­ur (8 kíló­metra) á dag.

Það sem hvatti hana áfram á hverj­um degi var það að þetta myndi bjarga lífi Chris.

Hún hljóp 3,5 til 6 míl­ur á dag sex daga vik­unn­ar og gerði síðan alls kon­ar æf­ing­ar í rækt­inni eft­ir á. Níu mánuðum seinna kláraði hún svo sitt fyrsta hálf-maraþon á rúm­lega þrem klukku­tím­um.  

Þó svo að Re­bekah hafi aðeins þurft að missa 8 kíló til þess að geta gefið nýrað hef­ur hún nú misst 17 kíló og ætl­ar ekk­ert að stoppa á næst­unni en hún stefn­ir á að taka þátt í öðru maraþoni í ág­úst.

Næsti lækn­is­tími Chris er nú í ág­úst og mun þá líf­færa­flutn­ing­ur­inn verða bókaður og staðfest­ur – sem þýðir það að Chris mun að öll­um lík­ind­um lifa af.

Rebekah eftir sitt fyrsta hálfmaraþon.
Re­bekah eft­ir sitt fyrsta hálf­m­araþon. Skjá­skot/​Womens­Health
mbl.is