Það er óþarfi að skamma börn

Börn og uppeldi | 29. ágúst 2017

Það er óþarfi að skamma börn

„Í RIE er ekki skammað, refsað, stjórnað eða kennt lexíur á hefðbundin hátt þegar kemur að því að setja börnum mörk. Hins vegar vitum við sem stundum Virðingarríkt Tengslauppeldi hversu mikilvægt það er að setja börnum skýr mörk og leiðbeina þeim svo þau festist ekki í því að sýna af sér óæskilegar hegðanir eða geri hluti sem eru hættulegir þeim sjálfum, umhverfinu eða öðrum. Eins og Janet Lansbury segir „Too much freedom, actually makes children feel the opposite of free“. „En hvernig læra börn ef við skömmum þau ekki?“ „Hvernig læra þau annars muninn á réttu og röngu?” „Það verður að refsa börnum þegar þau gera eitthvað af sér,“ segir Kristín Maríella Friðjónsdóttir sem rekur vefinn Respectfulmom.com í sínum nýjasta pistli: 

Það er óþarfi að skamma börn

Börn og uppeldi | 29. ágúst 2017

Kristín Maríella Friðjónsdóttir heldur úti síðunni Respectfulmom.com.
Kristín Maríella Friðjónsdóttir heldur úti síðunni Respectfulmom.com. Ljósmynd/Jóhanna Helga Þorkelsdóttir

„Í RIE er ekki skammað, refsað, stjórnað eða kennt lex­í­ur á hefðbund­in hátt þegar kem­ur að því að setja börn­um mörk. Hins veg­ar vit­um við sem stund­um Virðing­ar­ríkt Tengs­la­upp­eldi hversu mik­il­vægt það er að setja börn­um skýr mörk og leiðbeina þeim svo þau fest­ist ekki í því að sýna af sér óæski­leg­ar hegðanir eða geri hluti sem eru hættu­leg­ir þeim sjálf­um, um­hverf­inu eða öðrum. Eins og Janet Lans­bury seg­ir „Too much freedom, actually makes children feel the opposite of free“. „En hvernig læra börn ef við skömm­um þau ekki?“ „Hvernig læra þau ann­ars mun­inn á réttu og röngu?” „Það verður að refsa börn­um þegar þau gera eitt­hvað af sér,“ seg­ir Krist­ín Marí­ella Friðjóns­dótt­ir sem rek­ur vef­inn Respect­fulmom.com í sín­um nýj­asta pistli: 

„Í RIE er ekki skammað, refsað, stjórnað eða kennt lex­í­ur á hefðbund­in hátt þegar kem­ur að því að setja börn­um mörk. Hins veg­ar vit­um við sem stund­um Virðing­ar­ríkt Tengs­la­upp­eldi hversu mik­il­vægt það er að setja börn­um skýr mörk og leiðbeina þeim svo þau fest­ist ekki í því að sýna af sér óæski­leg­ar hegðanir eða geri hluti sem eru hættu­leg­ir þeim sjálf­um, um­hverf­inu eða öðrum. Eins og Janet Lans­bury seg­ir „Too much freedom, actually makes children feel the opposite of free“. „En hvernig læra börn ef við skömm­um þau ekki?“ „Hvernig læra þau ann­ars mun­inn á réttu og röngu?” „Það verður að refsa börn­um þegar þau gera eitt­hvað af sér,“ seg­ir Krist­ín Marí­ella Friðjóns­dótt­ir sem rek­ur vef­inn Respect­fulmom.com í sín­um nýj­asta pistli: 

Þetta eru al­geng­ar spurn­ing­ar sem ég fæ að heyra frá fólki sem stund­ar „hefðbundið“ upp­eldi þar sem skamm­ir og refs­ing­ar eru það sem for­eldr­ar not­ast við til þess að kenna lex­í­ur og halda uppi aga á heim­il­inu. Fólk hneyksl­ast reglu­lega og jafn­vel hlær þegar ég segi þeim að það sé eng­in ástæða til þess að skamma barnið sitt, ógna, setja í brýnn­ar, vera ákveðinn eða refsa fyr­ir óæski­leg­ar hegðanir. Það er nefni­lega hægt að setja öll mörk sem við þurf­um að setja, tak­ast á við all­ar óæski­leg­ar hegðanir eða reiðiköst án þess að hækka róm­inn eða skamma, og nei börn­in okk­ar verða ekki stjórn­laus ... þvert á móti! 

Upp­eld­is­sér­fræðing­ur­inn Dr. Laura Mark­ham, höf­und­ur met­sölu­bók­anna Peacef­ul Par­ent, Happy Kids og How To Stop Yell­ing and Start Conn­ect­ing og stofn­andi ahapar­ent­ing.com, hef­ur síðustu 10 ár birt ár­lega grein sem hún seg­ir að sé henn­ar mest lesna grein frá upp­hafi. Í þess­ari grein tek­ur Laura viðtal við upp­kom­in börn sín tvö um það hvaða áhrif upp­eldi þar sem ekki var not­ast við skamm­ir eða refs­ing­ar höfðu á börn­in.

Þegar börn­in eru spurð hvernig þau lærðu að haga sér vel án þess að vera refsað fyr­ir slæma hegðun voru svör­in skýr:

„Hvernig eiga refs­ing­ar að kenna þér góða hegðun? Þær láta krakka bara vera reiða út í for­eldra sína og ýta und­ir van­v­irðingu gagn­vart þeim. Af hverju ættu börn að fylgja ein­hverj­um sem þau bera ekki virðingu fyr­ir?“

Spurð út í það hvað þau meintu með „að fylgja“ var svarað:

„Þú veist, að gera það sem for­eldrið biður mann um. Ég þekki svo marga krakka sem áttu slæmt sam­band við for­eldra sína svo þeir lugu, fóru á bak við og brutu regl­urn­ar þeirra á eins marga vegu og þeir mögu­lega gátu. En ég vildi ekki brjóta regl­urn­ar sem þið settuð, ég sá að þær voru sann­gjarn­ar, af hverju ætti ég ekki að fylgja þeim?“

Þessi áhuga­verða grein sýn­ir á ein­stak­an hátt hugs­un­ar­hátt barna sem hafa al­ist upp við virðing­ar­ríkt tengs­la­upp­eldi, þar sem rík­ir traust og virðing á milli barns og for­eldra. Gott sam­band og sterk teng­ing býr til um­hverfi þar sem barn vill vera í sam­vinnu við for­eldra sína og vill standa sig vel, ekki til þess að þókn­ast held­ur því að það er raun­veru­legt val þess.

Í RIE setj­um við börn­um skýr mörk með sam­kennd og skiln­ingi, ró og ör­yggi, við reyn­um að standa alltaf við mörk­in sem við setj­um og fylgj­um alltaf eft­ir. Við viður­kenn­um til­finn­ing­ar þeirra þegar þau eru ósátt eða eiga erfitt og erum að síðustu ekki hrædd við viðbrögð barns­ins þegar við setj­um mörk.

Ef við ger­um þetta þá eru mikl­ar lík­ur á því að þar vaxi barn úr grasi sem:

– Þrosk­ar með sér sterka ábyrgðar­til­finn­ingu og sjálf­saga.

– Breyt­ir rétt í alls kon­ar aðstæðum vegna þess að það sjálft vill breyta rétt og standa sig vel (ekki af því að ann­ars verði því refsað eða fær ekki að horfa á sjón­varpið)

 Vill vera í sam­vinnu við okk­ur því að það sér sann­girni í þeim mörk­um sem við setj­um því

– Treyst­ir okk­ur 100% því það veit að við erum alltaf með því í liði og veit að við skilj­um hvaðan það kem­ur, gef­um okk­ur tíma til að sjá hlut­ina frá sjón­ar­horni barns­ins.

– Ef­ast ekki um það að það sé góður ein­stak­ling­ur (því við höf­um alltaf átt sam­skipti við barnið út frá þeirri staðreynd) og hag­ar sér þar með eft­ir því

– Elsk­ar sjálft sig og veit að það er mik­ils virði, eins ein­stakt og það er.

– Kann að tak­ast á við erfiðar til­finn­ing­ar, er ekki hrætt við það að líða illa og getur þar af leiðandi tek­ist á við alls kon­ar áföll sem koma upp í líf­inu á heil­brigðan hátt

Þetta eru aðeins nokk­ur atriði sem við get­um byggt upp og styrkt hjá börn­un­um okk­ar með því að til­einka okk­ur nálg­un eins og virðing­ar­ríkt tengs­la­upp­eldi. Það er ekki skrítið að RIE verði að ástríðu hjá svo mörg­um sem kynn­ast þess­ari aðferð því að við sjá­um hvað þetta virk­ar vel, ekki bara á börn­in okk­ar held­ur á okk­ur sjalf líka.

Kristín Maríella Friðjónsdóttir með börnin sín tvö.
Krist­ín Marí­ella Friðjóns­dótt­ir með börn­in sín tvö.
mbl.is