Notuðu útsláttarkeppni til að velja nafnið

Börn og uppeldi | 1. september 2017

Notuðu útsláttarkeppni til að velja nafnið

Sunna Guðmundsdóttir og unnusti hennar, Jón Orri Sigurðarson eiga saman strákana Hrafnkel Orra fjögurra ára og Kormák Kára þriggja ára. Sunna og Jón Orri fóru nýstárlega leið þegar þau völdu nafn á þann yngri. Sunna útskýrði aðferðina fyrir Smartlandi. 

Notuðu útsláttarkeppni til að velja nafnið

Börn og uppeldi | 1. september 2017

Jón Orri og Sunna fengu innblástur af HM í fótbolta …
Jón Orri og Sunna fengu innblástur af HM í fótbolta þegar þau völdu nafnið á Kormák Kára. ljósmynd/ Mia Spange

Sunna Guðmunds­dótt­ir og unnusti henn­ar, Jón Orri Sig­urðar­son eiga sam­an strák­ana Hrafn­kel Orra fjög­urra ára og Kor­mák Kára þriggja ára. Sunna og Jón Orri fóru ný­stár­lega leið þegar þau völdu nafn á þann yngri. Sunna út­skýrði aðferðina fyr­ir Smartlandi. 

Sunna Guðmunds­dótt­ir og unnusti henn­ar, Jón Orri Sig­urðar­son eiga sam­an strák­ana Hrafn­kel Orra fjög­urra ára og Kor­mák Kára þriggja ára. Sunna og Jón Orri fóru ný­stár­lega leið þegar þau völdu nafn á þann yngri. Sunna út­skýrði aðferðina fyr­ir Smartlandi. 

Fóru þið sömu leið þegar þið ákváðuð nöfn­in á dreng­ina ykk­ar? 

Nei við fór­um ekki al­veg sömu leið. Í fyrra skiptið fór­um við hvort í sínu lagi yfir list­ann á nafn.is, vefsíðu sem inni­held­ur öll nöfn sem til eru, sem endaði í ein­hverj­um tutt­ugu nöfn­um og við völd­um nafnið Hrafn­kell Forni út frá því. Hins veg­ar, dag­inn fyr­ir skírn­ina, sner­ist okk­ur hug­ur og við hringd­um í bak­ar­ann og báðum hann um að breyta merk­ing­unni á kök­unni í Hrafn­kel Orra.

Í seinna skiptið gát­um við ekki verið sam­mála, við fór­um í gegn­um nafn.is aft­ur og notuðum líka nafna-appið Nefna, þar sem nöfn­in eru flokkuð eft­ir ýms­um flokk­um, t.d. bibl­íu­nöfn­um, land­náms­nöfn­um og vin­sæld­um en allt kom fyr­ir ekki, við kom­umst ekki að neinni niður­stöðu.

Ég var kasólétt sum­arið 2014 og HM karla í fót­bolta var í full­um gangi, við fylgd­umst spennt með keppn­inni, en þaðan feng­um við inn­blást­ur fyr­ir nafna­útslátt­ar­keppni. Eins og með HM, þá völd­um við 16 úr­vals­nöfn sem höfðu kom­ist í gegn­um nafn.is út­slátt­inn. Við dróg­um handa­hófs­kennt þau nöfn sem áttu að keppa í 16 liða úr­slit­um. Í hverri viður­eign sögðum við á sama tíma það nafn sem við vild­um fá áfram. Ef við vor­um ósam­mála hringd­um við í vin eða ætt­ingja til að skera úr um sig­ur­inn. Í úr­slit­um mætt­ust svo nöfn­in Kári og Már, þar bar nafnið Kári sig­ur úr být­um.

Til gam­ans þá læt ég list­ann fylgja með: Birt­ing­ur, Finn­ur, Grett­ir, Há­kon, Héðinn, Hinrik, Hring­ur, Kári, Kolfinn­ur, Kor­mák­ur, Már, Sól­björn, Sól­mund­ur, Seba­stí­an, Storm­ur, Týr.

Bræðurnir Hrafnkell Orri og Kormákur Kári.
Bræðurn­ir Hrafn­kell Orri og Kor­mák­ur Kári. ljós­mynd/ Mia Spange

Var ekk­ert erfitt að sjá ein­hver nöfn detta úr leik?

Jú það var frek­ar leiðin­legt hversu ósam­mála við vor­um með nöfn­in, ég var til dæm­is mjög hrif­in af Stormi, Sól­mundi og Hring en Jón Orri var hrif­inn af nöfn­un­um Birt­ing­ur og Kolfinn­ur. 

Fóru þið eft­ir loka­úr­slit­un­um eða hagrædduð þið úr­slit­un­um eitt­hvað?

Við vild­um bara skilja þetta eft­ir opið, sjá hvaða nafn passaði við barnið. En okk­ur fannst hann mjög Kára­leg­ur við fyrstu sýn.

Af hverju tvö nöfn?

Fyrstu dag­ana hét hann bara Kári. Ég vildi helst bara hafa eitt nafn, Kári Jóns­son. En Jóni Orra fannst það vera bráðnauðsyn­legt að barnið fengi tvö nöfn. Svo við völd­um nafnið Kor­mák­ur í sam­ein­ingu (sem datt reynd­ar strax úr leik í 16 liða úr­slit­un­um).

mbl.is