Ákærður fyrir að ræna Maëlys

Ákærður fyrir að ræna Maëlys

Franska lögreglan hefur ákært mann fyrir að ræna hinni níu ára Maëlys de Araujo sem hvarf í fjölskyldubrúðkaupi um síðustu helgi. Ekkert hefur til hennar spurst síðan þrátt fyrir ítarlega leit.

Ákærður fyrir að ræna Maëlys

Hvarf níu ára gamallar stúlku - Maëlys de Araujo | 4. september 2017

Maëlys de Araujo er níu ára gömul en ekkert hefur …
Maëlys de Araujo er níu ára gömul en ekkert hefur spurst til hennar síðan aðfaranótt sunnudags fyrir viku. AFP

Franska lögreglan hefur ákært mann fyrir að ræna hinni níu ára Maëlys de Araujo sem hvarf í fjölskyldubrúðkaupi um síðustu helgi. Ekkert hefur til hennar spurst síðan þrátt fyrir ítarlega leit.

Franska lögreglan hefur ákært mann fyrir að ræna hinni níu ára Maëlys de Araujo sem hvarf í fjölskyldubrúðkaupi um síðustu helgi. Ekkert hefur til hennar spurst síðan þrátt fyrir ítarlega leit.

BBC segir ekki búið að gefa upp nafn hins ákærða, en að hann sé annar þeirra sem lögregla handtók fyrir helgi og yfirheyrði vegna málsins.

Síðast sást til Maëlys aðfaranótt sunnu­dagsins fyrir viku í veislu­sal í bæn­um Pont-de-Beau­vois­in, sem er í 50 km fjar­lægð frá Grenoble. Þar var hún í brúðkaups­veislu ásamt for­eld­um og fjöl­skyldu. Fjöl­mennt lið lög­reglu og björg­un­ar­sveit­ar­manna hef­ur leitað henn­ar í skóg­lendi allt í kring án ár­ang­urs. 

Kafarar taka þátt í leitinni að Maëlys de Araujo.
Kafarar taka þátt í leitinni að Maëlys de Araujo. AFP

Tel­ur lög­regl­an að stúlk­unni hafi verið rænt og síðasta fimmtudag handtók lögregla 34 ára gam­lan mann í tengsl­um við rann­sókn­ina. Fé­lagi hans og jafn­aldri var hand­tek­inn síðar sama dag, en í báðum til­vik­um var ósam­ræmi í vitn­is­b­urði þeirra sem olli því að lög­regla taldi rétt að yf­ir­heyra þá frek­ar. Þeim var báðum síðan sleppt.

Í yfirlýsingu sem embætti saksóknara í Grenoble sendi frá sér í gær á hefur 34 ára karlmaður verið ákærður fyrir mannrán og fyrir að halda barni undir 15 ára aldri ólöglega innilokuðu.

Maðurinn, sem var gestur í brúðkaupinu neitar enn öllu og heldur við fyrri útskýringar að því er segir í yfirlýsingunni. Slíkt hafi þó „ekki sannfært rannsóknardómara“ sem ákváðu að ákæra hann.

mbl.is