Mikið púsluspil að eiga langveikt barn

Börn og uppeldi | 16. september 2017

Mikið púsluspil að eiga langveikt barn

„Þegar Salka kom undir vorum við búin að reyna í sjö ár. Við vorum búin að vera í glasameðferðum, tæknifrjóvgunum og öllum þeim pakka. Reyndar vorum við líka búin að sækja um ættleiðingu þegar ég varð síðan ólétt. Lilja Bríet kom hins vegar alveg óvænt, en ég var að vinna á sængurlegudeildinni á þessum tíma og segja má að ég hafi smitast af barni,“ segir Margrét Inga Gísladóttir, móðir ungrar, langveikrar stúlku. 

Mikið púsluspil að eiga langveikt barn

Börn og uppeldi | 16. september 2017

Margrét Inga Gísladóttir og fjölskylda.
Margrét Inga Gísladóttir og fjölskylda. mbl.is/Árni Sæberg

„Þegar Salka kom und­ir vor­um við búin að reyna í sjö ár. Við vor­um búin að vera í glasameðferðum, tækni­frjóvg­un­um og öll­um þeim pakka. Reynd­ar vor­um við líka búin að sækja um ætt­leiðingu þegar ég varð síðan ólétt. Lilja Bríet kom hins veg­ar al­veg óvænt, en ég var að vinna á sæng­ur­legu­deild­inni á þess­um tíma og segja má að ég hafi smit­ast af barni,“ seg­ir Mar­grét Inga Gísla­dótt­ir, móðir ungr­ar, lang­veikr­ar stúlku. 

„Þegar Salka kom und­ir vor­um við búin að reyna í sjö ár. Við vor­um búin að vera í glasameðferðum, tækni­frjóvg­un­um og öll­um þeim pakka. Reynd­ar vor­um við líka búin að sækja um ætt­leiðingu þegar ég varð síðan ólétt. Lilja Bríet kom hins veg­ar al­veg óvænt, en ég var að vinna á sæng­ur­legu­deild­inni á þess­um tíma og segja má að ég hafi smit­ast af barni,“ seg­ir Mar­grét Inga Gísla­dótt­ir, móðir ungr­ar, lang­veikr­ar stúlku. 

Meðgang­an gekk vel fram­an af og ekk­ert benti til ann­ars en litla stúlk­an væri heil­brigð og hraust. Þegar leið á meðgöng­una kom þó í ljós að óvenju mikið legvatn var til staðar, sem í dag er rakið til sjúk­dóms Lilju Bríet­ar, en hún þjá­ist af Cystic Fibros­is sem nefn­ist slíms­eigju­sjúk­dóm­ur á ís­lensku.

„Þegar ég gekk með Sölku var hún með aukna hnakkaþykkt og ég þurfti að fara í hjarta­óm­un. Auk þess var ég með blæðing­ar á meðgöng­unni. Svo reynd­ist ekk­ert vera að henni. Í seinna skiptið var ekki hægt að sjá að það væri neitt að og meðgang­an var eðli­leg fram­an af. Und­ir lok­in var ég þó kom­in með mjög stóra kúlu og óeðli­lega mikið legvatn sem er í raun rakið til sjúk­dóms­ins. Melt­ing­ar­veg­ur­inn henn­ar var stíflaður sem varð til þess að lík­ami minn fór að fram­leiða aukið legvatn, þar að auki var hún óskorðuð. Ég fór því og hitti fæðing­ar­lækni sem skoðaði mig en þá var ég kom­in með fjóra til fimm í út­víkk­un og fullstytt­an leg­háls. Hún þorði ekki að senda mig heim því stelp­an var óskorðuð og óvenju mikið legvatn til staðar, sem get­ur verið hættu­legt ef maður miss­ir vatnið,“ seg­ir Mar­grét Inga, en dótt­ir henn­ar kom í heim­inn tveim­ur dög­um síðar.

Mennt­un­in kem­ur að góðum not­um

Mar­grét Inga er menntaður hjúkr­un­ar­fræðing­ur en hún stund­ar einnig nám í ljós­móður­fræðum. Eft­ir að Lilja Bríet kom í heim­inn var hún því fljót að átta sig á því að ekki væri allt með felldu.

„Ég vinn við að fylgj­ast með þess­um kríl­um og þótti skrýtið hvað hún var í fyrstu dug­leg á brjósti, en fór svo að verða lat­ari eft­ir því sem á leið. Hún kastaði líka óvenju mikið upp og mér fannst hún erfiða svo­lítið við önd­un. Ætli móðureðlið hafi ekki líka spilað þarna inn en ég hafði sterka til­finn­ingu um að eitt­hvað væri að henni. Hún var held­ur ekki búin að hafa hægðir og ég bað því lækn­inn að fylgj­ast bet­ur með henni. Svo kom í ljós að kviður­inn var orðinn mjög þan­inn og lækn­ir­inn tók þá ákvörðun að fara með hana upp á vöku­deild. Þar kom í ljós að efri hluti þarmanna var stíflaður og það þurfti því að drífa hana beint í aðgerð til að losa stífl­una,“ seg­ir Mar­grét Inga og bæt­ir við að Lilja Bríet hafi fljót­lega fengið sjúk­dóms­grein­ingu sína.

„Grein­ing­in var staðfest þegar hún var tveggja vikna göm­ul, en við viss­um þetta mun fyrr. Þeir sem eru með þenn­an sjúk­dóm svitna miklu salti og það er því áber­andi salt­bragð af húðinni. Þar að auki glitr­ar húðin mikið vegna allra salt­krist­all­anna. Við höfðum tekið eft­ir því að þegar sól­in skein á hana í gegn­um glugg­ann var eins og hún væri al­sett glimmeri.“

Lilja Bríet fékk tvö stómu í aðgerðinni, en ekki náðist að losa stífl­una al­ger­lega í fyrstu at­rennu. Næstu dag­ar fóru því í það að reyna að losa stífl­una.

„Við tók­um þá hægðirn­ar sem söfnuðust í efri pok­ann og flutt­um í þann neðri til að reyna að koma hreyf­ingu á neðri hlut­ann. 17 dög­um síðar sáum við loks eðli­leg­ar hægðir í bleiunni henn­ar og var því fagnað ákaft af öll­um á deild­inni. Maður fagn­ar ótrú­leg­ustu hlut­um þegar maður er í óvana­leg­um aðstæðum,“ seg­ir Mar­grét Inga.

Sjúk­ling­arn­ir gjarn­an ein­angraðir

Cystic Fibros­is lýs­ir sér þannig að það slím sem lík­am­inn fram­leiðir verður of þykkt. Sjúk­dóm­ur­inn hef­ur því mik­il áhrif á lung­un og melt­ing­ar­veg­inn svo eitt­hvað sé nefnt.

„Vana­lega er þunn slím­húð í lung­un­um sem hreins­ar í burtu bakt­erí­ur. Þegar heil­brigt fólk and­ar að sér bakt­erí­um sér þessi slím­húð um að hjálpa til við að losna við þær og það and­ar bakt­erí­un­um venju­lega frá sér aft­ur. Slímið hjá CF-sjúk­ling­um er hins veg­ar of þykkt og seigt sem ger­ir það að verk­um að bakt­erí­urn­ar setj­ast í lungna­blöðrurn­ar og grass­era þar. Með tíð og tíma eyðileggj­ast lung­un en þess­ir ein­stak­ling­ar fá gjarn­an tíðar lungna­sýk­ing­ar og skerðist lungna­virkn­in smám sam­an sem veld­ur því að það verður sí­fellt erfiðara fyr­ir sjúk­ling­inn að anda. Oft er talað um að heil­brigt fólk geti prófað að anda gegn­um drykkjarrör og reyna að sinna dag­legu amstri þannig til þess að upp­lifa um það bil hvernig líf með CF get­ur verið. Sjúk­dóm­ur­inn hef­ur einnig áhrif á lifr­ina og brisið, en sjúk­ling­arn­ir losa í flest­um til­fell­um ekki ensím sem brýt­ur niður fitu. Þeir fram­leiða ensímið að vísu, en göng­in eru stífluð af slími svo það losn­ar ekki út í melt­ing­ar­veg­inn. Þeir þurfa því að taka lyf áður en þeir borða mat sem inni­held­ur fitu,“ seg­ir Mar­grét Inga og bæt­ir við að ein­stak­ling­ar með sjúk­dóm­inn þurfi gjarn­an að not­ast við fjöld­ann all­an af lyfj­um. Þá geti umönn­un sjúk­ling­anna verið afar tíma­frek.

„Lilja Bríet er enn sem komið er aðallega að fá salt­vatns­lausn, auk lyfja sem víkka lungna­blöðrurn­ar og þynna slímið aðeins. Seinna meir bæt­ast gjarn­an við fleiri slímþynn­andi lyf, sem og sýkla­lyf sem gef­in eru með innúðavél. Þetta get­ur verið mjög tíma­frekt en þess­ir ein­stak­ling­ar þurfa einnig að gera æf­ing­ar eða svo­kallaða lungna­sjúkraþjálf­un. Öll meðferðin tek­ur oft upp und­ir tvær til fjór­ar klukku­stund­ir á dag, en fer þó eft­ir ástandi hverju sinni.“

Ein­stak­ling­ar sem þjást af CF eru frem­ur ein­angraður hóp­ur, enda mega sjúk­ling­ar ekki hitt­ast aug­liti til aug­lit­is sök­um smit­hættu.

„Þeir geta smitað bakt­erí­um á milli sín sem eru að rækt­ast í lík­ama þeirra. Það er þó eng­in smit­hætta fyr­ir venju­legt fólk, en CF-sjúk­ling­ar mega ekki vera of ná­lægt hver öðrum,“ seg­ir Mar­grét Inga, en hún og fleiri for­eldr­ar stofnuðu fé­lagið And­ar­tak á síðasta ári til þess að safna fjár­mun­um og styðja við CF-sért­eymi Land­spít­al­ans.

„Við vild­um styðja við sért­eymi spít­al­ans og bæta meðferðarúr­ræðin. Við erum til dæm­is að fá sjúkraþjálf­ara frá Frakklandi til okk­ar í haust, en hann er vel þekkt­ur og með nýj­ustu þekk­ing­una í þess­um mál­um. Við áttuðum okk­ur ekki á því að með því að stofna þetta fé­lag úti­lokuðum við okk­ur frá Ein­stök­um börn­um, stuðnings­fé­lagi barna með sjald­gæfa sjúk­dóma, því þau vilja ekki taka við börn­um sem geta verið í öðrum fé­lög­um jafn­vel þó fé­lög­in séu afar ólík í eðli sínu. Við feng­um því synj­un um inn­göngu sem þýðir að börn­in fá ekki að taka þátt í skipu­lögðum viðburðum fyr­ir lang­veik börn. Við get­um nátt­úr­lega ekki haldið slíka viðburði fyr­ir okk­ar börn því þau mega ekki hitt­ast. Það væri í lagi að þau færu sam­an á viðburði, hittu önn­ur lang­veik börn, en héldu ákveðinni fjar­lægð hvert frá öðru. Maður get­ur þó ekki skipu­lagt viðburð og haft þau öll í sínu horni. Þetta er afar óheppi­legt þar sem það get­ur verið svo mik­ill styrk­ur fólg­inn í því fyr­ir börn í þess­um spor­um að kynn­ast öðrum börn­um sem hafa skiln­ing á þeim vanda­mál­um sem geta fylgt lang­vinn­um veik­ind­um. Einnig hafa systkini þess­ara barna gott af því að kynn­ast öðrum systkin­um sem þjást af lang­vinn­um veik­ind­um,“ seg­ir Mar­grét Inga og bæt­ir við að á Íslandi séu um 12 manns á lífi sem haldn­ir eru sjúk­dómn­um. „Þar á meðal eru í dag sjö börn. Auk þess vit­um við af fimm Íslend­ing­um sem eru bú­sett­ir er­lend­is. Þetta er arf­geng­ur sjúk­dóm­ur, en báðir for­eldr­ar þurfa að bera ákveðið gen. Svo eru mis­mun­andi stökk­breyt­ing­ar, en um 2.000 þekkt­ar stökk­breyt­ing­ar valda sjúk­dómn­um og það eru fleiri sem hafa ekki enn fund­ist. Það fer svo gjarn­an eft­ir stökk­breyt­ing­unni hvernig sjúk­dóm­ur­inn kem­ur fram en það er þó einnig mjög per­sónu­bundið hvernig ein­kenn­in birt­ast. Það eru kom­in lyf á markaðinn, en þau eru bara stíluð á ákveðnar stökk­breyt­ing­ar. Stelp­an okk­ar get­ur ekki tekið þessi lyf því þau virka ekki fyr­ir henn­ar stökk­breyt­ing­ar. Lyf­in gagn­ast mörg­um vel því þau virðast draga úr tíðni sýk­inga, sem ger­ir það að verk­um að lung­un end­ast leng­ur.“

Al­gengt er að CF-sjúk­ling­ar þurfi á líf­færa­gjöf að halda ein­hvern tím­ann á lífs­leiðinni, þá sér í lagi lungna- eða lifra­rígræðslu.

„Það eru þó ekki all­ir sem velja að gera það, sum­ir eru ein­fald­lega of veik­ir og aðrir geta ekki hugsað sér að leggja á sig stóra aðgerð eins og lungna­skipti eru. Sjúk­dóm­ur­inn hef­ur einnig aðrar auka­verk­an­ir, til að mynda eru karl­ar sem þjást af sjúk­dómn­um yf­ir­leitt ófrjó­ir. Það er einnig mjög áhættu­samt fyr­ir kon­urn­ar að ganga með börn, þó marg­ar kjósi að gera það. Meðferðin og lífs­lík­ur þessa fólks hafa þó batnað mikið á síðustu árum, því áður fyrr dóu þessi börn gjarn­an í kring­um sex ára ald­ur­inn. Nú er meðal­ald­ur­inn kom­inn upp í 40 ár, en sirka helm­ing­ur sjúk­ling­anna læt­ur þó lífið í kring­um þrítugt.“

Nauðsyn­legt að hafa gott bak­land

Eins og áður sagði eru fáir haldn­ir CF hér á landi. Þar af leiðandi er ekki mik­il þekk­ing á sjúk­dómn­um meðal ís­lensks heil­brigðis­starfs­fólks.

„Það er sér­stakt teymi á Land­spít­al­an­um, en í raun og veru eru sjúk­ling­arn­ir of fáir til þess að teymið geti viðhaldið þekk­ingu sinni eins vel og þyrfti en þau eru þó öll af vilja gerð. Þetta get­ur reynt á, til dæm­is hef­ur stelp­an mín oft þurft að fara upp á bráðamót­töku, en við höf­um lent í vand­ræðum því þekk­ing­in á sjúk­dómn­um er ekki mik­il. Þá þurf­um við svo­lítið að kenna starfs­fólk­inu hvað má og hvað má ekki,“ seg­ir Mar­grét Inga, og ját­ar að dag­legt líf fjöl­skyld­unn­ar hafi tekið stakka­skipt­um.

„Það hef­ur verið svo­lítið mikið bras með melt­ing­una hjá henni. Neðri hluti melt­ing­ar­veg­ar­ins og þarmanna var frek­ar rýr. Ristill­inn ligg­ur ekki rétt og hún stífl­ast mjög auðveld­lega. Hún á í erfiðleik­um með að þyngj­ast og mun því lík­lega þurfa að fá hnapp í mag­ann til þess að fá nær­ingu. Marg­ir fá líka lyfja­brunn sem er sett­ur á stóra æð und­ir húð. Venju­lega í kring­um viðbeinið. Sjúk­dómn­um get­ur fylgt slæmt bak­flæði og upp­köst vegna þess en Lilja Bríet lá inni stór­an hluta síðasta sum­ars þar sem hún var kom­in með vélinda­bólg­ur og sár eft­ir upp­köst­in og nærðist ekki. Hún er þó kom­in á lyf sem virðast ná að halda bak­flæðinu nokk­urn veg­inn í skefj­um en hún er á extra stór­um skömmt­um. Þegar hún er ekki stífluð hef­ur hún mjög oft hægðir. Það er því vana­legt fyr­ir okk­ur að þurfa að skipta um sex til 12 kúka­blei­ur á dag. Það er ansi mik­ill þvott­ur sem fylg­ir þessu, plús all­ar lyfja­gjaf­ir og annað.“

Það eru þó ekki ein­ung­is tíð veik­indi, lyfja­gjaf­ir og þvott­ur sem hafa sett strik í reikn­ing­inn, því eng­in dag­mamma treysti sér til að taka við Lilju Bríeti. Það reyndi því á skipu­lags­hæfi­leika fjöl­skyld­unn­ar til að láta dag­legt líf ganga upp, en Mar­grét Inga og eig­inmaður henn­ar hafa þurft að vera tals­vert frá vinnu og skóla.

„Við fund­um ekki dag­mömmu sem treysti sér í þetta, sem er svo sem skilj­an­legt. Hún fékk því for­gang inn á leik­skóla, þar sem hún byrjaði í maí. Leik­skól­inn hef­ur staðið sig mjög vel en starfs­fólkið var mjög vel und­ir­búið. Sér­kennslu­stjór­inn kynnti sér sjúk­dóm­inn til að mynda vel. Við feng­um síðan hjúkr­un­ar­fræðing­inn úr teym­inu til að leiðbeina starfs­fólk­inu,“ seg­ir Mar­grét Inga og bæt­ir við að sú stutta hefði þó verið tals­vert veik síðan hún hóf leik­skóla­göng­una.

„Þegar hún er lögð inn þurf­um við auðvitað að vera hjá henni, en við höf­um líka fengið heima­hjúkr­un. Þá þurf­um við ekki að vera eins lengi á spít­al­an­um, en erum þó auðvitað bund­in með hana heima. Þetta er búið að vera mikið púsl,“ bæt­ir Mar­grét Inga við og árétt­ar að það skipti miklu máli að vera með gott bak­land. Fjöl­skylda hjón­anna hef­ur verið þeim stoð og stytta, en eldri dótt­ir Mar­grét­ar hef­ur jafn­vel þurft að flytja tíma­bundið til ömmu sinn­ar og afa. Það tók ansi mikið á fjöl­skyld­una þegar móðir Mar­grét­ar lést í vor eft­ir erfið veik­indi, en það reynd­ist fjöl­skyld­unni afar erfitt að geta tak­markað heim­sótt hana á sjúkra­húsið þar sem sjúkra­hús eru al­mennt hættu­leg­ir staðir fyr­ir CF-sjúk­linga vegna smit­hættu.

„Þetta er búið að vera svo­lítið bras. Salka, sem er sex ára, fékk ekki að hitta syst­ur sína fyrr en hún var orðin mánaðargöm­ul því við vor­um uppi á vöku­deild. Hún bjóst auðvitað við að við kæm­um heim með litlu syst­ur, en svo hitti hún okk­ur varla í heil­an mánuð. Hún er því búin að eiga mjög erfitt líka og hef­ur stund­um þurft að stíga svo­lítið til hliðar. Hún er þó mjög dug­leg að passa upp á syst­ur sína og er oft í raun óeðli­lega áhyggju­full yfir henn­ar líðan og spyr gjarn­an hvort hún þurfi að fara á spít­al­ann ef hún er far­in að hósta mikið eða eitt­hvað slíkt. Það er því líka tals­verð vinna að halda utan um þá eldri og styðja hana gegn­um þetta allt sam­an,“ seg­ir Mar­grét Inga að end­ingu.

mbl.is