Mjög erfitt á köflum með tvo litla skæruliða

Börn og uppeldi | 19. september 2017

Mjög erfitt á köflum með tvo litla skæruliða

Olga Helena Ólafsdóttir eignaðist sitt fyrsta barn á síðasta ári. Ásamt því að vera markaðsstjóri hjá 24Iceland, meistaranemi og hóptímakennari og einkaþjálfari hjá World Class stofnaði hún nýverið netverslunina Von með vinkonu sinni, Eyrúnu Önnu. Fyrsta varan er komin út en það er minningabók fyrir fyrsta ár barnsins. Smartland spurði Olgu Helenu út í bókina og móðurhlutverkið. 

Mjög erfitt á köflum með tvo litla skæruliða

Börn og uppeldi | 19. september 2017

Olgu Helenu og Eyrúnu Önnu fannst vanta almennilega minningabók fyrir …
Olgu Helenu og Eyrúnu Önnu fannst vanta almennilega minningabók fyrir syni sína. ljósmynd/Antonía Lárusdóttir

Olga Helena Ólafs­dótt­ir eignaðist sitt fyrsta barn á síðasta ári. Ásamt því að vera markaðsstjóri hjá 24Ice­land, meist­ara­nemi og hóp­tíma­kenn­ari og einkaþjálf­ari hjá World Class stofnaði hún ný­verið net­versl­un­ina Von með vin­konu sinni, Eyrúnu Önnu. Fyrsta var­an er kom­in út en það er minn­inga­bók fyr­ir fyrsta ár barns­ins. Smart­land spurði Olgu Helenu út í bók­ina og móður­hlut­verkið. 

Olga Helena Ólafs­dótt­ir eignaðist sitt fyrsta barn á síðasta ári. Ásamt því að vera markaðsstjóri hjá 24Ice­land, meist­ara­nemi og hóp­tíma­kenn­ari og einkaþjálf­ari hjá World Class stofnaði hún ný­verið net­versl­un­ina Von með vin­konu sinni, Eyrúnu Önnu. Fyrsta var­an er kom­in út en það er minn­inga­bók fyr­ir fyrsta ár barns­ins. Smart­land spurði Olgu Helenu út í bók­ina og móður­hlut­verkið. 

Hvaðan kom hug­mynd­in að bók­inni? 

Hug­mynd­in kom þegar ég og vin­kona mín Eyrún Anna vor­um báðar ólétt­ar í versl­un­ar­leiðangri í leit af fal­legri bók fyr­ir strák­ana okk­ar til að skrá niður ýms­ar minn­ing­ar. Eft­ir að hafa skoðað úr­valið fannst okk­ur vanta bók sem upp­fyllti okk­ar vænt­ing­ar. Því ákváðum við að hanna fal­lega minn­inga­bók sem varðveit­ir all­ar ynd­is­legu minn­ing­arn­ar frá fyrsta ári barns­ins. Við tók lang­ur en skemmti­leg­ur tími sem fór í hönn­un og hug­mynda­vinnu. Að hanna sína eig­in vöru með ung­barn krafðist skipu­lags og þraut­seigju. Við hönn­un á bók­inni skoðuðum við marg­ar bæk­ur bæði á ís­lensku og ensku ásamt því að spyrja bæði for­eldra og verðandi for­eldra hvað þeim þætti mik­il­vægt að kæmi fram. Fólk sýndi mik­inn áhuga á bók­inni og gaf það okk­ur aukið sjálfs­traust í að láta hana verða að veru­leika.

Af hverju er mik­il­vægt að varðveita minn­ing­ar á bók fyrstu árin?

Á fyrsta ári barns­ins ger­ast ótrú­lega mörg krafta­verk sem þú vilt varðveita og gam­an er að halda utan um. Þú vilt muna eft­ir fyrsta bros­inu, fyrsta skref­inu, fyrsta orðinu og fleiri merk­um at­b­urðum. Í bók­inni eru kafl­ar sem hægt er að fylla inn í eins og meðganga, fæðing, fyrsta nótt­in heima, nafn­gift, steypi­boð (e. ba­bys­hower), ætt­ar­tré, merk­ir viðburðir, hver mánuður fyr­ir sig, eins árs af­mæli og nóg pláss fyr­ir mynd­ir.

Hvernig var til­finn­ing­in að fram­leiða sína eig­in vöru?

Allt ferlið hef­ur verið lær­dóms­ríkt en mjög erfitt á köfl­um með tvo litla skæru­liða á arm­in­um. Þegar við feng­um vör­una til­búna í hend­urn­ar og komið var að því að opna síðuna fund­um við stress­hnút í mag­an­um en á sama tíma til­hlökk­un og spenn­ing fyr­ir kom­andi tím­um.

Hvernig móðir vilt þú vera?

Ég vil vera móðir sem alltaf er til staðar fyr­ir börn­in mín. Vil hvetja þau til að elta mark­mið sín og láta drauma sína ræt­ast.

Hvernig breytt­ist lífið eft­ir að þú eignaðist barn? 

Lífið breytt­ist held­ur bet­ur. Allt í einu á ég lítið barn sem ég ber ábyrgð á að vaxi og dafni á meðan það lær­ir á lífið. Það er ynd­is­leg til­finn­ing að fá svona litla mann­veru í hend­urn­ar og tak­ast á við þau verk­efni sem fylgja því. Ég trúði ekki að hægt væri að elska ein­hvern svona heitt og skil­yrðis­laust. Þú horf­ir á litla mann­eskju sem þú í al­vör­unni bjóst til.

Hvernig hafa viðtök­urn­ar við bók­inni verið?

Viðtök­ur við bók­inni hafa farið langt fram úr okk­ar vænt­ing­um og erum við ótrú­lega þakk­lát­ar fyr­ir öll já­kvæðu viðbrögðin sem hún hef­ur fengið. Fyrsta upp­lag er langt á veg komið og nú þegar höf­um við pantað fleiri ein­tök.

Eru þið byrjaðar á næsta verk­efni?

Já, það eru nokk­ur verk­efni sem við erum nú þegar byrjaðar að vinna að og ger­um við ráð fyr­ir að næsta vara komi á markaðinn á næstu mánuðum.

Hægt er að panta bók­ina inn á Face­book-síðu Von Versl­un.

Olga Helana og Eyrún Anna.
Olga Hel­ana og Eyrún Anna. ljós­mynd/​Ant­on­ía Lár­us­dótt­ir
mbl.is