Kynfræðsla þyrfti að byrja fyrr og vera oftar

Börn og uppeldi | 8. október 2017

Kynfræðsla þyrfti að byrja fyrr og vera oftar

Indíana Rós Ægisdóttir heldur reglulega fyrirlestra fyrir unglinga þar sem hún fjallar um kynlíf, sjálfsfróun og sitthvað fleira. Að hennar mati má gera betur þegar kemur að kynfræðslu ungmenna, enda lítið fjallað um samskipti og almenna vellíðan í kynlífi. 

Kynfræðsla þyrfti að byrja fyrr og vera oftar

Börn og uppeldi | 8. október 2017

Indíana Rós Ægisdóttir skrifaði BS-ritgerð um sjálfsfróun kvenna.
Indíana Rós Ægisdóttir skrifaði BS-ritgerð um sjálfsfróun kvenna. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Indí­ana Rós Ægis­dótt­ir held­ur reglu­lega fyr­ir­lestra fyr­ir ung­linga þar sem hún fjall­ar um kyn­líf, sjálfs­fró­un og sitt­hvað fleira. Að henn­ar mati má gera bet­ur þegar kem­ur að kyn­fræðslu ung­menna, enda lítið fjallað um sam­skipti og al­menna vellíðan í kyn­lífi. 

Indí­ana Rós Ægis­dótt­ir held­ur reglu­lega fyr­ir­lestra fyr­ir ung­linga þar sem hún fjall­ar um kyn­líf, sjálfs­fró­un og sitt­hvað fleira. Að henn­ar mati má gera bet­ur þegar kem­ur að kyn­fræðslu ung­menna, enda lítið fjallað um sam­skipti og al­menna vellíðan í kyn­lífi. 

„Þetta er í raun­inni kyn­fræðsla, en út­gangspunkt­ur­inn er sjálfs­fró­un. Mér finnst mjög mik­il­vægt að halda þessa fyr­ir­lestra því þegar ég var í kyn­fræðslu var mest fjallað um sam­far­ir ein­stak­linga með typpi og pík­ur og hvernig maður get­ur orðið ólétt­ur. Svo var maður hvatt­ur til að nota smokka til þess að fá ekki kyn­sjúk­dóm. Það vantaði alla um­fjöll­un um hvernig maður átti að láta sér líða vel í kyn­lífi, og eins var ekk­ert fjallað um full­næg­ing­ar kvenna,“ seg­ir Indí­ana Rós og bæt­ir við að í staðinn hafi gjarn­an verið ein­blínt á að stelp­ur færu á blæðing­ar og myndu eign­ast börn.

„Mér fannst því vanta fræðslu um vellíðan kvenna í kyn­lífi. Að kyn­líf sé ekki bara til að eign­ast börn. BS-rit­gerðin mín í sál­fræði fjallaði um sjálfs­fró­un kvenna, en ég komst að því fáir höfðu fengið fræðslu um mál­efnið. Þetta er eitt­hvað sem all­ir eru að gera, en eng­inn tal­ar um,“ bæt­ir Indí­ana við, sem seg­ist hafa fengið góð viðbrögð við fyr­ir­lestr­un­um. En hvernig skyldi fræðslan fara fram?

„Ég byrja alltaf á því að ræða kyn­fær­in og minni krakk­ana á að það eru ekki bara strák­ar sem eru með typpi, og það eru ekki bara stelp­ur sem eru með píku. Kyn­færi eru ekki öll eins, en þau geta verið jafn mis­mun­andi og þau eru mörg,“ seg­ir Indí­ana og bend­ir á að kyn­fræðsla í skól­um sé gjarn­an miðuð við gagn­kyn­hneigða ein­stak­linga. Þar af leiðandi fái ekki all­ir fræðslu við sitt hæfi.

„Ég er gjarn­an spurð um sníp­inn, enda er ekki mikið fjallað um hann í kyn­fræðslu. Sum­ar stelp­ur í 10. bekk hafa jafn­vel aldrei heyrt á hann minnst. Hann er bara gerður fyr­ir kyn­ferðis­lega ánægju, sem er oft skautað fram hjá í kyn­fræðslu. Ég fjalla einnig um það hvers vegna við stund­um sjálfs­fró­un og hvernig. Að þetta sé eitt­hvað sem ein­stak­ling­ar geta gert út af fyr­ir sig, en líka með öðrum. Ég tala um að sjálfs­fró­un í sam­bandi sé eðli­leg og að kyn­líf þurfi að vera með samþykki beggja aðila. Þá segi ég einnig frá því að báðir aðilar eigi rétt á full­næg­ingu í samþykku kyn­lífi, en þeir sem stunda sjálfs­fró­un eru lík­legri til að gera kröfu um það og stunda þar af leiðandi betra kyn­líf,“ seg­ir Indí­ana Rós.

Þetta ger­ir maður í ein­rúmi

Indí­ana Rósseg­ir að börn séu al­mennt ung þegar þau byrja að stunda sjálfs­fró­un.

„Það er eng­inn rétt­ur ald­ur til að byrja að stunda sjálfs­fró­un en rann­sókn­ir hafa sýnt að við byrj­um jafn­vel að stunda hana í móðurkviði. Það er því full­kom­lega eðli­legt að börn stundi sjálfs­fró­un, þetta er þó ekki orðin kyn­ferðis­leg hegðun fyrr en á unglings­ár­un­um. Börn gera þetta ein­fald­lega vegna þess að þetta er þægi­legt. Al­veg eins og þeim finnst þægi­legt að láta klóra sér á bak­inu. Það verður því að passa að skamma þau ekki svo þau upp­lifi ekki að þau séu að gera eitt­hvað rangt. Ef lít­il börn eru að fikta í kyn­fær­un­um á sér á al­manna­færi, og for­eldr­un­um finnst það óþægi­legt, er gott að beina at­hygli þeirra að ein­hverju öðru. Upp úr tveggja ára aldri fara þau svo að læra á fé­lags­leg­ar aðstæður, en þá er hægt að kenna þeim að sjálfs­fró­un er eitt­hvað sem maður ger­ir bara í ein­rúmi. Ef búið er að kenna barn­inu að þetta er eitt­hvað sem maður ger­ir einn, og gengið er inn á það þegar það er að fikta við kyn­fær­in á sér, skal virða það. Þá er best að fara bara fram og koma aft­ur seinna. Ef þetta er orðið vanda­mál, og það geng­ur ekki að kenna barn­inu að þetta ger­ir maður í ein­rúmi, þarf kannski að fara að vinna frek­ar í þessu. Þetta vex þó af flest­um börn­um,“ seg­ir Indí­ana Rós.

mbl.is/​Hanna Andrés­dótt­ir

Læra um kyn­líf á net­inu

Ung­menni í dag hafa greiðan aðgang að in­ter­net­inu og eru dug­leg að sækja sér fræðslu þangað. Oft er það þó þannig að efnið sem ung­menni leita í sýn­ir ekki raunsanna mynd af kyn­lífi.

„Í dag sækja krakk­ar sér kyn­fræðslu á netið. Ef þau spyrja um eitt­hvað sem þau hafa séð á net­inu er betra að ræða mál­in í stað þess að reiðast og skamma. Ef krakk­ar sjá hins veg­ar eitt­hvað ofsa­lega gróft, sem þeir halda að sé venj­an, þarf að greina þeim frá því að þótt þetta sé svona á net­inu eigi það sér ekki endi­lega stoð í raun­veru­leik­an­um,“ seg­ir Indí­ana Rós, en að henn­ar mati er kyn­fræðslu í skól­um ábóta­vant.

„Kyn­fræðsla þyrfti í raun­inni að byrja fyrr og vera oft­ar. Jafn­vel upp úr leik­skóla­aldri. Þá er ég ekki að tala um að við ætt­um að fræða þriggja ára börn um alla heims­ins kyn­sjúk­dóma, en við ætt­um þó að byrja að fræða krakka fyrr um lík­amann og hvernig hann virk­ar. Einn líf­fræðitími í 10. bekk er bara ekki nóg. Til að mynda eru alltof marg­ar stelp­ur á mín­um aldri sem vita ekki hvernig tíðahring­ur­inn virk­ar. Það vant­ar einnig meiri fræðslu um sam­skipti og að krökk­um sé kennt að kyn­líf snú­ist líka um vellíðan. Auk þess er kyn­fræðsla að mestu sniðin að þörf­um gagn­kyn­hneigðra þótt krakk­arn­ir séu það auðvitað ekki all­ir.“

Lífið er oft vand­ræðal­egt

Indí­ana Rós seg­ir að for­eldr­ar ættu að vera óhrædd­ir við að ræða um kyn­líf við börn­in, jafn­vel þótt sum­um kunni að þykja umræðan vand­ræðaleg.

„Sigga Dögg kyn­fræðing­ur gaf til dæm­is út rosa­lega góða bók sem heit­ir Kjaftað um kyn­líf en þar er fjallað um hvenær ætti að ræða hvað við börn­in. Ég myndi mæla með að for­eldr­ar lesi þá bók. Það er hins veg­ar aldrei of seint að byrja að ræða kyn­líf. Ég og Sigga Dögg höf­um til dæm­is verð með kyn­fræðslu á elli­heim­il­um, for­eldr­ar ættu því alls ekki að sleppa því að ræða við börn­in þótt þau séu orðin stálpuð. Einnig ættu for­eldr­ar að segja börn­um sín­um að kyn­líf er eitt­hvað til að láta sér líða vel. Ekki bara brýna fyr­ir þeim að nota smokk­inn, passa sig að fá ekki kyn­sjúk­dóm og ekki verða ólétt,“ seg­ir Indí­ana Rós, en lum­ar hún á ráðum fyr­ir for­eldra sem vita ekki hvernig best sé að brydda upp á umræðum af þessu tagi?

„For­eldr­ar gætu til dæm­is lesið þetta viðtal og notað það sem af­sök­un til að brydda upp á umræðuefn­inu. Þeir gætu sagt að þeir hafi verið að lesa áhuga­vert viðtal um sjálfs­fró­un, og notað það sem út­gangspunkt. Lífið er rosa­lega oft vand­ræðal­egt og maður þarf bara að díla við það,“ seg­ir Indí­ana og bæt­ir við að sjálfs­fró­un sé heil­brigðasta kyn­lífs­hegðunin.

„Það er eng­inn að fara að fá kyn­sjúk­dóm og það er eng­inn að fara að verða ólétt­ur. Krakk­inn er bara að gera eitt­hvað þar sem hann læt­ur sér líða vel, og það er frá­bært. Ef for­eldri skyldi labba inn á krakk­ann sinn að stunda sjálfs­fró­un ætti ein­fald­lega að yf­ir­gefa her­bergið. Seinna meir er síðan hægt að segja að það sé frá­bært að krakk­inn skuli láta sér líða vel, þá fær hann þau skila­boð að hann hafi ekki verið að gera neitt rangt. Þetta þarf ekk­ert að vera flókn­ara,“ seg­ir Indí­ana Rós, en hún hvet­ur for­eldra til að kaupa kyn­lífs­leik­fang fyr­ir ung­ling­ana sína.“

„Þetta er gjöf sem stuðlar að heil­brigðri kyn­lífs­hegðun og þó að krakk­inn stundi sjálfs­fró­un þýðir það ekki að hann sé byrjaður að stunda kyn­líf með öðrum. Það er mik­ill mis­skiln­ing­ur að auk­in kyn­fræðsla leiði til þess að ung­ling­ar byrji fyrr að stunda kyn­líf. Þvert á móti hafa rann­sókn­ir sýnt að kyn­fræðsla seink­ar því að ung­ling­ar byrji að stunda kyn­líf. Þeir eru ör­ugg­ari þegar þeir byrja, nota frek­ar getnaðar­varn­ir og gera síður hluti sem þeir vilja ekki gera,“ seg­ir Indí­ana.

mbl.is