Settu takmörk á tölvunotkun barna sinna

Börn og uppeldi | 25. október 2017

Settu takmörk á tölvunotkun barna sinna

Tveir af áhrifamestu einstaklingunum í tæknigeiranum, þeir Steve Jobs og Bill Gates, leyfðu börnum sínum sjaldan að leika sér í tölvum. Börn ánetjast tölvutækninni og geta afleiðingarnar verið alvarlegar. 

Settu takmörk á tölvunotkun barna sinna

Börn og uppeldi | 25. október 2017

Þeir Steve Jobs og Bill Gates pössuðu upp á að …
Þeir Steve Jobs og Bill Gates pössuðu upp á að börnin þeirra verðu ekki of miklum tíma fyrir framan tölvuskjáinn. Samsett mynd

Tveir af áhrifamestu einstaklingunum í tæknigeiranum, þeir Steve Jobs og Bill Gates, leyfðu börnum sínum sjaldan að leika sér í tölvum. Börn ánetjast tölvutækninni og geta afleiðingarnar verið alvarlegar. 

Tveir af áhrifamestu einstaklingunum í tæknigeiranum, þeir Steve Jobs og Bill Gates, leyfðu börnum sínum sjaldan að leika sér í tölvum. Börn ánetjast tölvutækninni og geta afleiðingarnar verið alvarlegar. 

Það dylst engum að skjánotkun barna í dag er mikil og að áhrifin af mikilli notkun geta verið skaðleg. Svo virðist sem Jobs og Gates hafi fyrir löngu áttað sig á áhrifunum. 

Independent greinir frá nýrri bók sem Joe Clement og Matt Miles skrifuðu þar sem fólk hafi mátt átta sig á þessu lengi, að minnsta kosti ef horft er til þeirra Bill Gates, stofnanda Microsoft, og Steve Jobs, stofnanda Apple. Í bókinni er talið að þeir félagar hafi vitað hversu ávanabindandi tölvutæknin er. 

Árið 2007 setti Gates þak á tímann sem dóttir hans varði fyrir framan skjáinn eftir að hún byrjaði að ánetjast tölvuleikjum. Hann leyfði börnum sínum ekki að fá farsíma fyrr en þau urðu 14 ára. 

Árið 2011 upplýsti Steve Jobs í viðtali við New York Times að hann bannaði börnunum sínum að nota ipad en þá var spjaldtölvan nýkomin á markað. „Við setjum mörk um hversu mikla tækni börnin okkar nota heima,“ sagði Jobs. 

Það segir heilmikið að mennirnir sem áttu stóran þátt í að þróa tölvutæknina leyfa ekki börnum sína að nota hana eins og þau lystir. 

Það þykir ekki gott fyrir krakka að verja of miklum …
Það þykir ekki gott fyrir krakka að verja of miklum tíma fyrir framan tölvuskjá. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is