Sýknaður eftir ummæli um veiðiþjófnað

Veiðiþjófar á Ströndum | 17. nóvember 2017

Sýknaður eftir ummæli um veiðiþjófnað

Rúnar Karlsson, einn eigenda ferðaþjónustufyrirtækisins Borea Travel á Vestfjörðum hefur verið sýknaður af kæru um meiðyrði sem lögð var fram af  ferðaþjónustufyrirtækinu GJÁ útgerð sem einnig er þekkt sem Standferðir. Var kæran lögð fram vegna umfjöllunar um meintan veiðiþjófnað í Hornvík á Hornströndum í fyrra.

Sýknaður eftir ummæli um veiðiþjófnað

Veiðiþjófar á Ströndum | 17. nóvember 2017

Mynd sem Rúnar tók þegar hann kom að mönnunum í …
Mynd sem Rúnar tók þegar hann kom að mönnunum í Hornvík í fyrra. Strandferðir höfðu flutt mennina á staðinn og til baka. Ljósmynd/Rúnar Karlsson

Rún­ar Karls­son, einn eig­enda ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tæk­is­ins Bor­ea Tra­vel á Vest­fjörðum hef­ur verið sýknaður af kæru um meiðyrði sem lögð var fram af  ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tæk­inu GJÁ út­gerð sem einnig er þekkt sem Stand­ferðir. Var kær­an lögð fram vegna um­fjöll­un­ar um meint­an veiðiþjófnað í Horn­vík á Horn­strönd­um í fyrra.

Rún­ar Karls­son, einn eig­enda ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tæk­is­ins Bor­ea Tra­vel á Vest­fjörðum hef­ur verið sýknaður af kæru um meiðyrði sem lögð var fram af  ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tæk­inu GJÁ út­gerð sem einnig er þekkt sem Stand­ferðir. Var kær­an lögð fram vegna um­fjöll­un­ar um meint­an veiðiþjófnað í Horn­vík á Horn­strönd­um í fyrra.

Í um­fjöll­un um málið á mbl.is var greint frá því að Rún­ar hefði komið að þrem­ur mönn­um í neyðar­skýli í Horn­vík þar sem þeir voru með vopn og önn­ur veiðitæki. Þá lá sels­hræ í fjör­unni sem vaktað var hreyfi­mynda­vél.

Eft­ir að málið kom upp sendu Strand­ferðir frá sér til­kynn­ingu um málið og sögðu menn­ina ekki á sín­um veg­um. Það hafi aðeins flutt þá í Horn­vík og sótt þá viku síðar. Aft­ur á móti hafi mis­tök verið gerð um að til­kynna ekki um ferðina í friðlandið á Horn­strönd­um.

Rún­ar sagði í fram­halds­frétt af mál­inu að skýr­ing­ar Strand­ferða stæðust enga skoðun, enda hafi starfs­menn Strand­ferða verið hið minnsta með veiðimönn­un­um í sól­ar­hring og verið hjá mönn­un­um þegar Rún­ar bar að garði. Aug­ljóst hafi verið hvað var á seiði.

Í kæru máls­ins er þess kraf­ist að um­mæli sem tengd­ust veiðiþjófnaði væru dæmd dauð og ómerk auk um­mæla Rún­ars um að skýr­ing­ar Strand­ferða stand­ist ekki skoðun og hafi verið aumt yfir­klór. Það skal tekið fram að fyr­ir­tækið er ekki talið hafa brotið af sér.

Í dómi Héraðsdóms Vest­fjarða sem kveðinn var upp í síðustu viku kem­ur fram að hluti um­mæl­anna sem kært sé fyr­ir séu ekki Rún­ars sjálfs og því ekki hægt að dæma hann fyr­ir þau. Þá verði að telja önn­ur um­mæli skoðun Rún­ars en ekki staðreynd­ir. Vísað er til tján­ing­ar­frels­isákvæðis í stjórn­ar­skránni og að um­mæli Rún­ars í frétt­um mbl.is hafi ekki verið í and­stöðu við rétt­indi hans til að tjá sig. Feli um­mæl­in í sér „gild­is­dóma og að efni um­mæl­anna verði ekki talið vera þess eðlis að það feli í sér ærumeiðandi aðdrótt­un eða móðgun í garð stefn­anda,“ seg­ir í dóm­in­um.

Er Rún­ar því einnig sýknaður af kröfu um skaðabæt­ur, en farið var fram á 2 millj­ón­ir auk þess að hann myndi greiða fyr­ir birt­ingu dóms­ins op­in­ber­lega sem ekki er fall­ist á held­ur.

mbl.is