Bíða enn eftir niðurstöðum vísindamanna

Öræfajökull | 19. nóvember 2017

Bíða enn eftir niðurstöðum vísindamanna

Engar ákvarðanir voru teknar á fundi Almannavarna nú í kvöld varðandi Öræfajökul. Óvissuástandi var lýst yfir á svæðinu í gær og hafa vísindamenn Jarðvísindastofnunar í dag unnið að því að rannsaka sýni sem safnað var í ferð þeirra, Veður­stof­unn­ar og Al­manna­varna yfir jökulinn í gær.

Bíða enn eftir niðurstöðum vísindamanna

Öræfajökull | 19. nóvember 2017

Öræfajökull. Vís­inda­menn Jarðvís­inda­stofn­un­ar Há­skóla Íslands vinna nú úr sýnum sem …
Öræfajökull. Vís­inda­menn Jarðvís­inda­stofn­un­ar Há­skóla Íslands vinna nú úr sýnum sem þeir tóku úr jöklinum. mbl.is/RAX

Eng­ar ákv­arðanir voru tekn­ar á fundi Al­manna­varna nú í kvöld varðandi Öræfa­jök­ul. Óvissu­ástandi var lýst yfir á svæðinu í gær og hafa vís­inda­menn Jarðvís­inda­stofn­un­ar í dag unnið að því að rann­saka sýni sem safnað var í ferð þeirra, Veður­stof­unn­ar og Al­manna­varna yfir jök­ul­inn í gær.

Eng­ar ákv­arðanir voru tekn­ar á fundi Al­manna­varna nú í kvöld varðandi Öræfa­jök­ul. Óvissu­ástandi var lýst yfir á svæðinu í gær og hafa vís­inda­menn Jarðvís­inda­stofn­un­ar í dag unnið að því að rann­saka sýni sem safnað var í ferð þeirra, Veður­stof­unn­ar og Al­manna­varna yfir jök­ul­inn í gær.

Rögn­vald­ur Ólafs­son, verk­efna­stjóri al­manna­varn­ar­deild­ar Rík­is­lög­reglu­stjóra, seg­ir eng­ar niður­stöður hafa legið fyr­ir í dag sem gefi ástæðu til að breyta nú­ver­andi óvissu­stigi. „Það voru eng­ar ákv­arðanir tekn­ar. Það er ekk­ert að frétta af rann­sókn­um, en mögu­lega er ein­hverra upp­lýs­inga að vænta á morg­un,“ sagði hann.

Þangað til hald­ist óvissu­ástandið óbreytt og litakóði Öræfa­jök­uls vegna flugs verður áfram gul­ur. „Lög­regla er því áfram með viðveru á svæðinu, auk þess sem þetta svæði er mjög vel vaktað af Veður­stof­unni all­an sól­ar­hring­inn.

Þrír jarðskjálft­ar mæld­ust við Öræfa­jök­ul í gær­kvöldi og í nótt, áfram­hald­andi skjálfta­virkni hef­ur verið í dag en eng­inn skjálft­anna hef­ur verið yfir einn. 

Vís­inda­menn Jarðvís­inda­stofn­un­ar Há­skóla Íslands og Veður­stof­unn­ar ásamt full­trú­um Al­manna­varna flugu yfir Öræfa­jök­ul í gær. Farið var á þyrlu Land­helg­is­gæsl­unn­ar og flug­vél Isa­via auk þess sem vís­inda­menn voru við árn­ar og söfnuðu vatni. Gerðar voru mæl­ing­ar á gasi og raf­leiðni vatns í ám, vatns­sýn­um safnað og yf­ir­borðshæð jök­uls­ins mæld í öskju Öræfa­jök­uls.

mbl.is