„Kallar á stóraukið eftirlit“

Öræfajökull | 19. nóvember 2017

„Kallar á stóraukið eftirlit“

„Þetta kallar á stóraukið eftirlit með Öræfajökli og með ánum sem eru þarna í kring, bæði vatnsmagni og leiðni, til að reyna að gefa okkur þó meiri tíma en mögulegt er því þetta fjall er afskaplega nálægt byggð,“ segir Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri á Höfn og formaður al­manna­varna­nefnd­ar sveitarfélagsins í Hornafirði.

„Kallar á stóraukið eftirlit“

Öræfajökull | 19. nóvember 2017

Öræfajökull. Áhættumatið segir að enginn bær í Öræfasveit sé öruggur …
Öræfajökull. Áhættumatið segir að enginn bær í Öræfasveit sé öruggur gjósi í jöklinum. mbl.is/Rax

„Þetta kall­ar á stór­aukið eft­ir­lit með Öræfa­jökli og með ánum sem eru þarna í kring, bæði vatns­magni og leiðni, til að reyna að gefa okk­ur þó meiri tíma en mögu­legt er því þetta fjall er af­skap­lega ná­lægt byggð,“ seg­ir Björn Ingi Jóns­son, bæj­ar­stjóri á Höfn og formaður al­manna­varna­nefnd­ar sveit­ar­fé­lags­ins í Hornafirði.

„Þetta kall­ar á stór­aukið eft­ir­lit með Öræfa­jökli og með ánum sem eru þarna í kring, bæði vatns­magni og leiðni, til að reyna að gefa okk­ur þó meiri tíma en mögu­legt er því þetta fjall er af­skap­lega ná­lægt byggð,“ seg­ir Björn Ingi Jóns­son, bæj­ar­stjóri á Höfn og formaður al­manna­varna­nefnd­ar sveit­ar­fé­lags­ins í Hornafirði.

Greint var frá því fyrr í dag að í ný­legu hættumati fyr­ir svæðið í kring­um Öræfa­jök­ul komi fram að tím­inn frá því að eld­gos næði til yf­ir­borðs á jökl­in­um og að flóð væri komið að þjóðvegi 1 væri í mörg­um til­fell­um aðeins 20 mín­út­ur.

Mikið af byggð í Öræf­um er inn­an þessa svæðis og því ljóst að við er að eiga einna erfiðustu aðstæður við eld­fjöll á Íslandi. Gerð rým­ingaráætl­ana fyr­ir þetta svæði hef­ur nú verið flýtt vegna þeirr­ar auknu virkni sem hef­ur verið í jökl­in­um síðustu daga. 

Björn Ingi seg­ir stefnt á fund með Öræf­ing­um um þessa nýj­ustu at­b­urði  á næstu dög­um og þá verði einnig fund­ur í al­manna­varna­nefnd í vik­unni. „Síðan verða lík­lega dag­leg­ir fund­ir með vís­inda­mönn­um og lög­reglu­stjóra og fleir­um.“

Björn Ingi Jónsson gerir ráð fyrir að funda með vísindamönnum …
Björn Ingi Jóns­son ger­ir ráð fyr­ir að funda með vís­inda­mönn­um og lög­reglu­stjóra dag­lega á næst­unni. mbl.is/ Sig­urður Bogi Sæv­ars­son

Funda með Öræf­ing­um

Spurður hve lang­an tíma hann telji það taka að gera rým­ingaráætl­un­ina kveðst hann von­ast til að það skýrist á næstu dög­um.   

„Þetta er allt á frum­stigi, en við stefn­um á fund með Öræf­ing­um aft­ur um þessa nýj­ustu at­b­urði og þá er þetta eitt af því sem þarf að ræða, því það eru 2-3.000 manns á svæðinu á góðum degi þó að íbú­ar Öræfa­sveit­ar séu ekki nema rétt um 100.“

Ekki þurfi þó endi­lega að taka svo lang­an tíma að út­búa rým­ingaráætl­un fyr­ir svæðið. „Það eru til rým­ingaráætlan­ir fyr­ir eld­gos og annað sem hægt er að nota til að sníða að aðstæðum þarna, þannig að menn eru van­ir að vinna þessa vinnu og því á hún ekki að þurfa að taka neitt rosa­lega lang­an tíma.“  

Skoða fjölg­un ferðamanna sér­stak­lega

Fjölg­un ferðamanna á svæðinu sé þá eitt­hvað sem þurfi að skoða sér­stak­lega. „Þetta er eitt af því sem þarf að fara að skoða, hvort hægt sé að trappa áhættumatið og rým­ing­arn­ar eitt­hvað niður þannig að fyrsta stig væri kannski að reyna að koma í veg fyr­ir að fleiri færu inn á svæðið.“

Frá því að til­kynn­ing barst um tor­kenni­lega lykt við Kvíá og síðan sig­ketill myndaðist í öskju Öræfa­jök­uls und­ir lok síðustu viku hafa verið haldn­ir reglu­leg­ir fund­ir með ábyrgðaraðilum í sveit­ar­fé­lag­inu Hornafirði.

Fyr­ir um tveim­ur vik­um voru haldn­ir íbúa­fund­ir á svæðinu þar sem farið var yfir þau verk­efni sem fram und­an eru varðandi rým­ingaráætl­an­ir og önn­ur viðbrögð sem nauðsyn­leg eru. Ekki hafði verið reiknað með að vinna við þess­ar áætl­an­ir fyrr en seinni hluta næsta árs. Vegna þeirr­ar aukni virkni sem nú er staðreynd hef­ur vinn­unni hins veg­ar verið flýtt.

Björn Ingi seg­ir þann fund hafa verið fyrsta skrefið í því að hraða vinnu við áhættumatið, en frummat Veður­stof­unn­ar kom út fyr­ir um ári.

„Þegar menn fóru af stað aft­ur var þetta eitt­hvað sem varð að vinna. Það hafði ekki fund­ist skjálfti í Öræfa­sveit í ansi mörg ár, en síðasta ár er bú­inn að vera tölu­verður órói. Svo má kannski segja að þess­ir at­b­urðir síðustu daga valdi því að við þurf­um að hraða þessu ennþá meira.“

Eng­inn bær ör­ugg­ur ef gýs

Spurður hvort aðstæðurn­ar veki íbú­um ótta seg­ist hann ekki skynja að svo sé.

„Ég myndi ekki segja að fólk fyndi fyr­ir ofsa­hræðslu en ég hef al­veg fengið fyr­ir­spurn­ir um hvort það verði gef­in út rým­ingaráætl­un. Menn eru að hugsa um þetta jafn­vel þó að þeir sofi kannski ekk­ert í föt­un­um eins og einn orðaði það í frétt­um í gær.“

Áhættumatið  seg­ir að eng­inn bær í Öræfa­sveit sé ör­ugg­ur gjósi í jökl­in­um, en Björn Ingi seg­ir menn engu að síður telja ólík­legt að gos komi upp alls staðar og all­ir bæir verði á sama tíma­punkti í jafn­mik­illi hættu. „Það fer eft­ir því hvar hugs­an­legt eld­gos myndi brjóta sér leið upp á yf­ir­borðið.“

mbl.is