Óttast ekki hið ókomna

Öræfajökull | 19. nóvember 2017

Óttast ekki hið ókomna

„Það eru allir afskaplega rólegir fyrir þessu,“ segir Sigrún Sigurgeirsdóttir, landvörður í Vatnajökulsþjóðgarði, um aukna virkni sem verið hefur í Öræfajökli síðustu daga.

Óttast ekki hið ókomna

Öræfajökull | 19. nóvember 2017

Sigrún Sigurgeirsdóttir, landvörður í Vatnajökulsþjóðgarði, er fædd og uppalin í …
Sigrún Sigurgeirsdóttir, landvörður í Vatnajökulsþjóðgarði, er fædd og uppalin í Öræfum.

„Það eru all­ir af­skap­lega ró­leg­ir fyr­ir þessu,“ seg­ir Sigrún Sig­ur­geirs­dótt­ir, land­vörður í Vatna­jök­ulsþjóðgarði, um aukna virkni sem verið hef­ur í Öræfa­jökli síðustu daga.

„Það eru all­ir af­skap­lega ró­leg­ir fyr­ir þessu,“ seg­ir Sigrún Sig­ur­geirs­dótt­ir, land­vörður í Vatna­jök­ulsþjóðgarði, um aukna virkni sem verið hef­ur í Öræfa­jökli síðustu daga.

Sigrún, sem er fædd og upp­al­in í Öræf­um, hef­ur lifað góðu sam­lífi við jök­ul­inn alla sína ævi og býst ekki við að það muni breyt­ast í bráð. Hún fylg­ist þó grannt með gangi mála.

Óvissu­stigi al­manna­varna var lýst yfir á svæðinu á föstu­dag vegna vís­bend­inga um aukna virkni í jökl­in­um og á laug­ar­dag flugu full­trú­ar al­manna­varna og jarðvís­inda­menn að jökl­in­um og mældu meðal ann­ars nýj­an sig­ketil sem hef­ur mynd­ast í öskju jök­uls­ins síðustu daga.

Frétt mbl.is: Al­manna­varn­ir lýsa yfir óvissu­stigi

Frétt mbl.is: Kanna aðstæður við Öræfa­jök­ul

Sigrún hef­ur ekki orðið vör við óvenju­mikla flug­um­ferð yfir jök­ul­inn, þrátt fyr­ir skipu­lagðar eft­ir­lits­ferðir al­manna­varna. „Það er alltaf flug­um­ferð hingað, Evr­ópuflugið stefn­ir á Ing­ólfs­höfðann og ef maður horf­ir til him­ins þá sér maður oft rák­ir eft­ir farþegaþotur án þess að það trufli mann neitt.“

Lífið hef­ur því gengið sinn vana­gang í sveit­inni um helg­ina. „Stemn­ing­in er bara af­skap­lega góð í kring­um mig,“ seg­ir Sigrún sem er búin að njóta helgar­inn­ar í faðmi stór­fjöl­skyld­unn­ar í Öræf­um. „Enda ger­um við ráð fyr­ir því að ef að eitt­hvað fer að ger­ast í jökl­in­um verði viðvar­an­irn­ar meiri en þetta.“

Ferðamenn hafa einnig flest­ir haldið sínu striki á svæðinu. „Það er fullt af fólki á ferðinni eins og venju­lega. Sum­ir ferðamenn virðast vita að það eru ein­hverj­ar hrær­ing­ar bún­ar að vera en marg­ir vita að það eru alls kon­ar mögu­leg­ar hætt­ur á Íslandi, en flest­ir gera ráð fyr­ir því að allt sé í lagi á meðan ekki eru ein­hverj­ar sér­stak­ar viðvar­an­ir í gangi,“ seg­ir Sigrún.

Óvissustig vegna aukinnar virkni í Öræfajökli hefur verið í gildi …
Óvissu­stig vegna auk­inn­ar virkni í Öræfa­jökli hef­ur verið í gildi frá því á föstu­dag. mbl.is/​Sig­urður Bogi Sæv­ars­son

Bæta þarf síma­sam­band

Lít­il reynsla er af auk­inni virkni í Öræfa­jökli sem gaus síðast árið 1727. Gerð rým­ingaráætl­ana fyr­ir byggð í Öræf­um hef­ur nú verið flýtt vegna þeirr­ar auknu virkni sem hef­ur verið í jökl­in­um síðustu daga.  Sam­kvæmt ný­legu hættumati fyr­ir svæðið í kring­um jök­ul­inn kem­ur fram að tím­inn frá því að eld­gos næði til yf­ir­borðs á jökl­in­um og að flóð væri komið að þjóðvegi 1 sé í mörg­um til­fell­um aðeins 20 mín­út­ur. 

Frétt mbl.is: Gerð rým­ingaráætl­ana í Öræf­um flýtt

Að mati Sigrún­ar er mik­il­vægt að yf­ir­fara síma­sam­band á hluta svæðis­ins. „Ég myndi vilja sjá að GSM-þjón­ustu­svæðin verði yf­ir­far­in. Ég veit að það er ágæt­is GSM-sam­band á þjóðveg­in­um víðast hvar en ég myndi vilja sjá að svæðin þar sem ferðamenn stunda sína afþrey­ingu, það er göngu­ferðir af ýmsu tagi, verði vel dekkuð.“

Ef til eld­goss kæmi geng­ur al­manna­varna­kerfið þannig fyr­ir sig að SMS-hópskila­boð verða send á þá sem stadd­ir eru á svæðinu. „Það er eng­inn sem hleyp­ur upp um fjöll og firn­indi til að vara fólk við, það er gert ráð fyr­ir að það sé sent hóp-SMS og þá skipt­ir auðvitað máli að fólk fái skila­boðin. Það er atriði sem þarf að vera í lagi og ég myndi vilja sjá að yrði skoðað,“ seg­ir Sigrún.  

Öræfajökull hefur tvisvar sinnum gosið á sögulegum tíma, árið 1362 …
Öræfa­jök­ull hef­ur tvisvar sinn­um gosið á sögu­leg­um tíma, árið 1362 og 1727. mbl.is/​Sig­urður Bogi Sæv­ars­son

Vill út­rýma ein­breiðum brúm sem fyrst

Við gerð rým­ingaráætl­ana er horft til tveggja verkþátta; áætl­un­ar um neyðarrým­ingu þar sem eld­gos hefj­ist nán­ast fyr­ir­vara­laust og eng­inn tími gef­ist til und­ir­bún­ings og hins veg­ar rým­ingaráætl­un­ar í fjór­um þátt­um þar sem hægt væri að vinna skipu­lega að rým­ingu. Sigrún seg­ir að ef grípa þarf til rým­ing­ar gæti fjöldi ein­breiðra brúa hægt tölu­vert á ferl­inu.

„Ef að það þarf að rýma þá eiga þess­ar ein­breiðu brýr eft­ir að tefja fyr­ir,“ seg­ir hún og tel­ur hún því ríkt til­efni til að end­ur­skoða sam­göngu­mál al­mennt á svæðinu. „Það eru hvergi á land­inu jafn­gríðarlega marg­ar ein­breiðar brýr eins og hér á þessu lands­horni og það er smám sam­an verið að vinna að því að fækka þeim en við vilj­um að ein­breiðum brúm verði út­rýmt sem fyrst.“ Þá seg­ir hún veg­inn vera á köfl­um of mjó­an svo að um­ferð kom­ist greiðlega í gegn.

Læt­ur ekki ótt­ann við mögu­lega hættu stýra sér

Sigrún býst við því að næstu dag­ar verði hefðbundn­ir. „Bara eins og all­ir hinir dag­arn­ir. Ég er fædd og upp­al­in und­ir þessu mikla eld­fjalli og hef hingað til sagt að fyrst að það geti eitt­hvað komið fyr­ir hér þá get­ur eitt­hvað komið fyr­ir alls staðar í heim­in­um, kannski ekki endi­lega eld­gos en það get­ur verið felli­byl­ur, fár­viðri, skógar­eld­ar eða snjóflóð. Það get­ur alls staðar eitt­hvað komið fyr­ir og það þýðir ekk­ert að hræðast það.“

Sigrún hef­ur því ekki tapað ör­ygg­is­til­finn­ing­unni sem hún hef­ur ávallt haft, þó svo að hún búi í mik­illi ná­lægð við eld­stöð. „Þú get­ur forðað þér frá hættu, það er eng­inn vandi. En ef þú ferð að láta ótta við mögu­lega hættu stýra þér þá er eng­inn staður ör­ugg­ur í sjálfu sér. Það þýðir ekki að láta ótt­ann við það ókomna stýra sér.“

mbl.is