Þyrfti ákafa jarðskjálftahrinu til

Öræfajökull | 20. nóvember 2017

Þyrfti ákafa jarðskjálftahrinu til

„Það eru ekki sjáanlegar neinar breytingar í dag miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir. Ég hef að vísu ekki fengið neinar fréttir af Kvíá í morgun. Hvort ennþá renni vatn niður í hana. Það er eitt af því sem við getum fylgst með að staðaldri,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur í samtali við mbl.is um stöðuna í Öræfajökli.

Þyrfti ákafa jarðskjálftahrinu til

Öræfajökull | 20. nóvember 2017

Frá Öræfajökli í gær.
Frá Öræfajökli í gær. mbl.is/RAX

„Það eru ekki sjá­an­leg­ar nein­ar breyt­ing­ar í dag miðað við þær upp­lýs­ing­ar sem liggja fyr­ir. Ég hef að vísu ekki fengið nein­ar frétt­ir af Kvíá í morg­un. Hvort ennþá renni vatn niður í hana. Það er eitt af því sem við get­um fylgst með að staðaldri,“ seg­ir Magnús Tumi Guðmunds­son jarðeðlis­fræðing­ur í sam­tali við mbl.is um stöðuna í Öræfa­jökli.

„Það eru ekki sjá­an­leg­ar nein­ar breyt­ing­ar í dag miðað við þær upp­lýs­ing­ar sem liggja fyr­ir. Ég hef að vísu ekki fengið nein­ar frétt­ir af Kvíá í morg­un. Hvort ennþá renni vatn niður í hana. Það er eitt af því sem við get­um fylgst með að staðaldri,“ seg­ir Magnús Tumi Guðmunds­son jarðeðlis­fræðing­ur í sam­tali við mbl.is um stöðuna í Öræfa­jökli.

Mæl­ing­ar­menn frá Veður­stof­unni eru á leið aust­ur til þess að taka stöðuna á Kvíá sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Veður­stof­unni. „Ef vatn renn­ur ennþá í Kvíá er at­b­urðarás­in sú sama. Það er það sem við höf­um hand­bær­ast til þess að fylgj­ast með stöðunni. En um leið og rennslið í ána hætt­ir þá er kom­in breyt­ing eða þá breyt­ist eitt­hvað mikið.“

Þannig bend­ir áfram­hald­andi vatns­rennsli til þess að vax­andi hiti sé á svæðinu vegna bráðnun­ar en dragi úr rennsl­inu, svo ekki sé talað um ef það stöðvast, bend­ir það til þess að svæðið sé að kólna og þar með minnka lík­ur á eld­gosi. Hins veg­ar sé líka sá mögu­leiki fyr­ir hendi að lokast hafi fyr­ir vatns­rennslið og það fari að safn­ast fyr­ir.

„Hvað þetta varðar er þetta í raun ekk­ert flókið. Annað hvort er að leka vatn eða ekki og hverju mikið er að leka af því. Og hvort það er lykt af því. Það eru svona hlut­ir sem hægt er að fylgj­ast með stöðugt og svo er hægt að flytj­ast með jarðskjálft­um. Síðan er verið að vinna að efna­grein­ingu á sýn­um,“ seg­ir Magnús Tumi enn­frem­ur.

Sterk­asta vís­bend­ing­in um að eld­gos gæti hugs­an­lega verið framund­an væri hins veg­ar vax­andi skjálfta­virkni á svæðinu. Sú hef­ur hins veg­ar ekki verið raun­in enn sem komið er. „Það væri áköf jarðskjálfta­hrina. Það eru all­ar lík­ur á því að slíkt þyrfti að brjót­ast upp á yf­ir­borðið og því fylgdu skjálft­ar og órói.,“ seg­ir hann aðspurður. 

Ekk­ert slíkt sé hins veg­ar að ger­ast. „Það er hins veg­ar staðreynd að það hef­ur orðið hitn­un þarna og komið upp jarðhiti í öskj­unni. Það er það sem við erum að horfa á.“

mbl.is