Fylgjast áfram náið með svæðinu

Öræfajökull | 21. nóvember 2017

Fylgjast áfram náið með svæðinu

Staðan er meira eða minna óbreytt við Öræfajökul frá því í gær samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands miðað við þau gögn sem liggja fyrir. Þannig voru engir jarðskjálftar í nótt á svæðinu. Þetta segir Bjarki Friis, náttúruvársérfræðingur, á Veðurstofunni.

Fylgjast áfram náið með svæðinu

Öræfajökull | 21. nóvember 2017

Frá Öræfajökli um helgina.
Frá Öræfajökli um helgina. mbl.is/RAX

Staðan er meira eða minna óbreytt við Öræfa­jök­ul frá því í gær sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Veður­stofu Íslands miðað við þau gögn sem liggja fyr­ir. Þannig voru eng­ir jarðskjálft­ar í nótt á svæðinu. Þetta seg­ir Bjarki Fri­is, nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur, á Veður­stof­unni.

Staðan er meira eða minna óbreytt við Öræfa­jök­ul frá því í gær sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Veður­stofu Íslands miðað við þau gögn sem liggja fyr­ir. Þannig voru eng­ir jarðskjálft­ar í nótt á svæðinu. Þetta seg­ir Bjarki Fri­is, nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur, á Veður­stof­unni.

Starfs­menn Veður­stof­unn­ar fóru aust­ur í gær til þess að mæla rennsli í Kvíá og öðrum ám á svæðinu sem og raf­leiðni. Veður setti þó strik í reikn­ing­inn í störf­um þeirra en þeir eru vænt­an­leg­ir til Reykja­vík­ur upp úr há­degi. Þá tek­ur við við að vinna úr þeim gögn­um en bú­ast má við því að það taki ein­hverja daga að vinna úr þeim upp­lýs­ing­um.

Þannig er enn verið að vinna úr gögn­um og sýn­um sem safnað var um helg­ina og má bú­ast við niður­stöðum fyr­ir lok vik­unn­ar að því er seg­ir á vefsíðu Veður­stof­unn­ar. Bjarki seg­ir að fáir jarðskjálft­ar hafi enn­frem­ur verið í gær og fleiri í fyrri­dag. Eng­inn gosórói eða neitt slíkt sé á staðnum. Áfram verði fylgst náið með þróun mála á svæðinu.

Sömu sögu er að segja af al­manna­vörn­um að sögn Hjálm­ars Björg­vins­son­ar deild­ar­stjóra. Beðið er úr­vinnslu úr gögn­um og á meðan verður óvissu­stigið í gildi. Staðan verður síðan met­in þegar frek­ari upp­lýs­ing­ar liggja fyr­ir. Aðspurður seg­ir hann stefnt að því að halda vís­indaráðsfund fljót­lega en ekki liggi fyr­ir ná­kvæm tíma­setn­ing.

Fram kem­ur á vefsíðu Veður­stof­unn­ar að áætlað sé að setja upp sír­it­andi mæli­tæki næstu daga á svæðinu til að mæla vatns­rennsli en slæm veður­spá geti hins veg­ar sett strik í reikn­ing­inn. Fram að því verði fylgst reglu­lega með ám sem renna frá Öræfa­jökli. Sól­ar­hrings­vakt sé hjá Veður­stof­unni og fylgst með jarðskjálfta­mæl­um.

mbl.is