Forseti Simbabve, Robert Mugabe, hefur látið undan miklum þrýstingi og ákveðið að stíga til hliðar. Þetta var tilkynnt á þingi landsins síðdegis í dag. Í bréfi sem hann afhenti þinginu segir að hann láti af embætti af fúsum og frjálsum vilja.
Forseti Simbabve, Robert Mugabe, hefur látið undan miklum þrýstingi og ákveðið að stíga til hliðar. Þetta var tilkynnt á þingi landsins síðdegis í dag. Í bréfi sem hann afhenti þinginu segir að hann láti af embætti af fúsum og frjálsum vilja.
Forseti Simbabve, Robert Mugabe, hefur látið undan miklum þrýstingi og ákveðið að stíga til hliðar. Þetta var tilkynnt á þingi landsins síðdegis í dag. Í bréfi sem hann afhenti þinginu segir að hann láti af embætti af fúsum og frjálsum vilja.
Hinn 93 ára gamli Mugabe hafði boðað til ríkisstjórnarfundar í dag en flestir ráðherrarnir í ríkisstjórn hans létu ekki sjá sig þar. Þess í stað mættu ráðherrarnir í þinghúsið, þar sem unnið var að því að finna leiðir til að svipta Mugabe formlegum völdum.
Fastlega var búist við því að Mugabe myndi segja af sér á sunnudagskvöld, er hann ávarpaði þjóðina í sjónvarpi. Það gerði hann hins vegar ekki. Hann hefur verið leiðtogi Simbabve frá því að landið fékk sjálfstæði árið 1980, fyrst sem forsætisráðherra en síðar sem forseti frá árinu 1987, eða í þrjátíu ár.
Fyrr í dag birti mbl.is frétt þar sem ítarlega er farið yfir þróun mála í Simbabve síðustu tvær vikur, eða frá því að Mugabe rak varaforsetann Emmerson Mnangagwa sem hafði verið nefndur sem eftirmaður hans á formannsstóli ZANU-PF flokksins.
Mikil fagnaðarlæti brutust út í þinginu þegar tilkynnt var um ákvörðun Mugabes og á götum úti í höfuðborginni Harare var ákaft fagnað eins og sjá má í myndskeiði frá CNN hér að neðan.
Margir íbúar landsins voru orðnir langþreyttir á ofstjórn Mugabes, sem sakaður hefur verið um að beita pólítíska andstæðinga ofbeldi, sérstaklega síðastliðin fimmtán ár, eftir að verulega tók að halla undan fæti í efnahagsmálum landsins.
Lífskjör íbúa í landinu eru talin 15% verri í dag en þau voru árið 1980, þegar Mugabe tók við leiðtogahlutverkinu. Óðaverðbólga hefur einkennt efnahagslífið og náði verðbólgan í landinu hámarki árið 2007, er hún mældist 231 milljón prósent.
Fréttin verður uppfærð.