Viðbúnaður í endurskoðun

Öræfajökull | 21. nóvember 2017

Viðbúnaður í endurskoðun

Komi ekki frekari upplýsingar frá vísindamönnum um hættu á eldgosi í Öræfajökli væntir lögregla þess að í dag megi aflétta viðbúnaðarstigi við fjallið.

Viðbúnaður í endurskoðun

Öræfajökull | 21. nóvember 2017

Sigketillinn í Öræfajökli er mjög greinilegur.
Sigketillinn í Öræfajökli er mjög greinilegur. mbl.is/RAX

Komi ekki frek­ari upp­lýs­ing­ar frá vís­inda­mönn­um um hættu á eld­gosi í Öræfa­jökli vænt­ir lög­regla þess að í dag megi aflétta viðbúnaðarstigi við fjallið.

Komi ekki frek­ari upp­lýs­ing­ar frá vís­inda­mönn­um um hættu á eld­gosi í Öræfa­jökli vænt­ir lög­regla þess að í dag megi aflétta viðbúnaðarstigi við fjallið.

Það var sett á síðastliðinn föstu­dag þegar ljóst varð að sig­katl­ar höfðu mynd­ast í hábungu jök­uls­ins. Ýmis sýni voru tek­in eystra um helg­ina og mæl­ing­ar gerðar til að meta hætt­una. Sterk­ustu vís­bend­ing­ar um gos væru þó snarp­ir jarðskjálft­ar, sem ekki hafa komið.

Öræfa­jök­ull hef­ur gosið í tvígang á sögu­leg­um tíma, 1362 og 1727. Fyrra gosið er talið mesta sprengigos sem orðið hef­ur á Íslandi, en það eyddi byggð í hinu blóm­lega Litla-Héraði sem síðan heit­ir Öræfa­sveit, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um ástandið í Öræfa­jökli í Morg­un­blaðinu í dag.

mbl.is