Minna rennsli í Kvíá bendir til rénunar

Öræfajökull | 22. nóvember 2017

Minna rennsli í Kvíá bendir til rénunar

Minna rennsli var í Kvíá, sem kemur undan Kvíárjökli í suðurhluta Öræfajökuls, á mánudagsmorgun en dagana á undan. Það bendir til þess að rennslið sé í rénun og að dregið hafi úr jarðhita á svæðinu.

Minna rennsli í Kvíá bendir til rénunar

Öræfajökull | 22. nóvember 2017

Öræfajökull síðastliðinn mánudag.
Öræfajökull síðastliðinn mánudag. mbl.is/RAX

Minna rennsli var í Kvíá, sem kem­ur und­an Kví­ár­jökli í suður­hluta Öræfa­jök­uls, á mánu­dags­morg­un en dag­ana á und­an. Það bend­ir til þess að rennslið sé í rén­un og að dregið hafi úr jarðhita á svæðinu.

Minna rennsli var í Kvíá, sem kem­ur und­an Kví­ár­jökli í suður­hluta Öræfa­jök­uls, á mánu­dags­morg­un en dag­ana á und­an. Það bend­ir til þess að rennslið sé í rén­un og að dregið hafi úr jarðhita á svæðinu.

Mæl­ing­ar­menn fóru að ánni á mánu­dags­morg­un en þeir hafa ekk­ert mælt hana síðan þá vegna veðurs. Að sögn Óðins Þór­ar­ins­son­ar, fram­kvæmda­stjóra at­hug­ana og tækni­sviðs hjá Veður­stofu Íslands, er gert ráð fyr­ir því rennslið hafi lítið breyst síðustu tvo daga. Eng­ar staðfest­ar mæl­ing­ar eru samt fyr­ir hendi sem sýna það.

Rennslið mæld­ist 5 rúm­metr­ar á sek­úndu á mánu­dags­morg­un en fyr­ir helgi var það í kring­um 10 rúm­metr­ar á sek­úndu. „Það voru greini­leg merki um að rennslið hefði verið að minnka,” seg­ir Óðinn.

Mæl­ar sett­ir upp á næst­unni

Veður­stofa Íslands hef­ur ekki náð að setja upp vatns­hæðar- og leiðni­mæla í Kvíá og á fleiri stöðum í kring­um jök­ul­inn vegna veðurs. Það verður gert við fyrsta tæki­færi en miðað við veður­spána verður það lík­lega ekki fyrr en um næstu helgi eða strax eft­ir helgi, að sögn Óðins.

Veður­stof­an er með mann á staðnum sem vakt­ar ána og mæl­ir raf­leiðnina í henni bæði kvölds og morgna. Einnig hef­ur hann tekið ljós­mynd­ir af ánni og sent Veður­stof­unni og þannig hef­ur verið metið hvort rennslið sé að breyt­ast.

Nokkr­ir smá­skjálft­ar í nótt

Sig­ur­dís Björg Jón­as­dótt­ir, nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur hjá Veður­stofu Íslands, bæt­ir við að nokkr­ir smá­skjálft­ar hafi verið í Öræfa­jökli í nótt.

Þeir mæld­ust all­ir und­ir tveim­ur stig­um.

mbl.is