Neyðarrýmingaráætlun gefin út í dag

Öræfajökull | 22. nóvember 2017

Neyðarrýmingaráætlun gefin út í dag

Neyðarrýmingaráætlun verður að öllum líkindum gefin út í dag vegna Öræfajökulssvæðisins.

Neyðarrýmingaráætlun gefin út í dag

Öræfajökull | 22. nóvember 2017

Öræfajökull um helgina.
Öræfajökull um helgina. mbl.is/RAX

Neyðarrým­ingaráætl­un verður að öll­um lík­ind­um gef­in út í dag vegna Öræfa­jök­uls­svæðis­ins.

Neyðarrým­ingaráætl­un verður að öll­um lík­ind­um gef­in út í dag vegna Öræfa­jök­uls­svæðis­ins.

Að sögn Rögn­valds Ólafs­son­ar, verk­efna­stjóra hjá Al­manna­vörn­um, er lög­regl­an á Suður­landi á ferðinni á svæðinu að heim­sækja sveita­bæi í tengsl­um við áætl­un­ina og eft­ir það er bú­ist við að ætl­un­in verði gef­in út.

Í áætl­un­inni er grein­ing á því hvaða hús á svæðinu telj­ast ör­ugg gagn­vart jök­ul­hlaup­um. „Þetta er hugsað þannig ef svo ólík­lega vildi til ef það kæmu þær aðstæður, ef það yrði eld­gos án nokk­urs fyr­ir­vara,” seg­ir Rögn­vald­ur.

Fólk gæti þá farið í þau hús sem eru tal­in ör­ugg gagn­vart jök­ul­hlaup­um. „Sumstaðar þarf fólk að fara af svæðinu og sumstaðar þarf fólk að hnika sér til inn­an svæðis.”

Hann seg­ir að plan A sér að rýma svæðið að fullu áður en eitt­hvað ger­ist. Mik­il­vægt sé samt að eiga líka til neyðarrým­ingaráætl­un.

mbl.is