Emmerson Mnangagwa, nýr leiðtogi Simbabve, sagði mannfjöldanum sem fagnaði honum í höfuðborginni Harare að nýtt skeið lýðræðis tæki nú við í Simbabve. Robert Mugabe, forseti landsins til áratuga, sagði af sér á þriðjudag eftir mikinn þrýsting frá hernum, almenningi og eigin stjórnmálaflokki.
Emmerson Mnangagwa, nýr leiðtogi Simbabve, sagði mannfjöldanum sem fagnaði honum í höfuðborginni Harare að nýtt skeið lýðræðis tæki nú við í Simbabve. Robert Mugabe, forseti landsins til áratuga, sagði af sér á þriðjudag eftir mikinn þrýsting frá hernum, almenningi og eigin stjórnmálaflokki.
Emmerson Mnangagwa, nýr leiðtogi Simbabve, sagði mannfjöldanum sem fagnaði honum í höfuðborginni Harare að nýtt skeið lýðræðis tæki nú við í Simbabve. Robert Mugabe, forseti landsins til áratuga, sagði af sér á þriðjudag eftir mikinn þrýsting frá hernum, almenningi og eigin stjórnmálaflokki.
Mnangagwa kom til Simbabve í gær, en hann flúði land þegar Mugabe rak hann úr embætti tveimur vikum fyrr í því skyni að geta gert eiginkonu sinni Grace Mugabe fært að taka við embætti forseta.
„Fólkið hefur talað. Rödd fólksins er rödd Guðs,“ sagði Mnangagwa við stuðningsmenn sína sem komu saman framan við höfuðstöðvar stjórnarflokksins ZANU-PF. „Í dag verðum við vitni að upphafi nýs lýðræðis.“
Simbabve var eitt sinn það Afríkuríki þar sem efnahagurinn þótti í hvað mestum blóma, en hann hefur nú verið í niðursveiflu áratugum saman, m.a. vegna stefnumála Mugabes sem til að mynda fyrirskipaði eignanám á bóndabæjum í eigu hvítra bænda og prentunar peningaseðla sem leiddi til óðaverðbólgu.
Flestir hinna 16 milljón íbúa Simbabve eru fátækir og atvinnuleysi er mikið.
Mnangagwa hefur lofað að taka á þeim málum að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Við viljum bæta efnahag okkar, við viljum frið og við viljum störf, störf, störf,“ sagði hann við mannfjöldann. „Vilji fólksins mun alltaf hafa betur,“ sagði hann.
Jacob Mudenda, forseti þingsins, sagði í gær að Mnangagwa yrði látinn sverja embættiseið sem forseti landsins á föstudag eftir að stjórnarflokkurinn, ZANU-PF, hefði tilnefnt hann sem eftirmann Mugabes.