Grannt fylgst með jöklinum

Öræfajökull | 27. nóvember 2017

Grannt fylgst með jöklinum

Óvissustig er í gildi vegna aukinnar virkni í Öræfajökli síðustu daga. „Við förum ekki á gult stig nema það sé eitthvað mikið að gerast,“ segir Kristín Jónsdóttir, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.

Grannt fylgst með jöklinum

Öræfajökull | 27. nóvember 2017

Vel er fylgst með Öræfajökli.
Vel er fylgst með Öræfajökli. mbl.is/RAX

Óvissu­stig er í gildi vegna auk­inn­ar virkni í Öræfa­jökli síðustu daga. „Við för­um ekki á gult stig nema það sé eitt­hvað mikið að ger­ast,“ seg­ir Krist­ín Jóns­dótt­ir, jarðeðlis­fræðing­ur hjá Veður­stofu Íslands.

Óvissu­stig er í gildi vegna auk­inn­ar virkni í Öræfa­jökli síðustu daga. „Við för­um ekki á gult stig nema það sé eitt­hvað mikið að ger­ast,“ seg­ir Krist­ín Jóns­dótt­ir, jarðeðlis­fræðing­ur hjá Veður­stofu Íslands.

Veður­stof­an fylg­ist vel með ís­lensk­um eld­fjöll­um og er Öræfa­jök­ull að sögn „í gjör­gæslu“ um þess­ar mund­ir, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Ekki er þó víst að goss sé að vænta. Ólaf­ur G. Flóvenz, jarðeðlis­fræðing­ur og for­stjóri ÍSOR, sagði fyr­ir helgi að elds­um­brot væru í raun haf­in og lík­leg­ast að kvik­an væri kom­in mjög ná­lægt yf­ir­borði. Bæt­ir hann þó við að það segi ekk­ert til um fram­haldið og mögu­lega hafi verið um stak­an at­b­urð að ræða.

Bárðarbunga olli breyt­ing­um á allri jarðskorp­unni

Veður­stof­an fylg­ist vel með ís­lensku eld­fjöll­un­um. Þó bet­ur með sum­um en öðrum og eru þau und­ir sér­stöku eft­ir­liti. Nú um stund­ir er Öræfa­jök­ull „í gjör­gæslu“, ef svo má segja. Auk þess er fylgst vel með Bárðarbungu, Heklu og Kötlu. Þá er vitað að Grím­svötn gjósa mjög oft og því full ástæða til að fylgj­ast vel með þeim. Einnig hef­ur verið jarðskjálfta­virkni sem lík­lega teng­ist djúp­stæðum kviku­hreyf­ing­um á svæði milli Öskju og Herðubreiðar.

Hekla hef­ur verið tal­in til­bú­in í gos um nokk­urt skeið. Krist­ín sagði að vissu­lega væru merki um kviku­söfn­un und­ir henni. Um leið hefði þó verið mjög lít­il jarðskjálfta­virkni við Heklu. „Þetta er flókið ferli. Það er ekki bara kviku­söfn­un­in sem veld­ur breyt­ing­um og af­lög­un jarðskorpu. Bárðarbungu­um­brot­in sem leiddu til goss­ins í Holu­hrauni ollu til dæm­is breyt­ing­um í jarðskorp­unni sem mæl­ast um allt land. 

mbl.is