Með áhyggjur af stuttum viðbragðstíma

Öræfajökull | 27. nóvember 2017

Með áhyggjur af stuttum viðbragðstíma

Á annað hundrað manns mættu á íbúafund sem var haldinn í Hofgarði í Öræfum vegna Öræfajökuls. Vísindamenn fóru yfir stöðuna og Lögreglan á Suðurlandi kynnti vinnu vegna neyðarrýmingaráætlunar sem var gefin út fyrir helgi.

Með áhyggjur af stuttum viðbragðstíma

Öræfajökull | 27. nóvember 2017

Frá fundinum í Hofgarði í kvöld
Frá fundinum í Hofgarði í kvöld Ljósmynd/Aðsend

Á annað hundrað manns mættu á íbúa­fund sem var hald­inn í Hofg­arði í Öræf­um vegna Öræfa­jök­uls. Vís­inda­menn fóru yfir stöðuna og Lög­regl­an á Suður­landi kynnti vinnu vegna neyðarrým­ingaráætl­un­ar sem var gef­in út fyr­ir helgi.

Á annað hundrað manns mættu á íbúa­fund sem var hald­inn í Hofg­arði í Öræf­um vegna Öræfa­jök­uls. Vís­inda­menn fóru yfir stöðuna og Lög­regl­an á Suður­landi kynnti vinnu vegna neyðarrým­ingaráætl­un­ar sem var gef­in út fyr­ir helgi.

Óvissu­stig er í gildi vegna auk­inn­ar virkni í Öræfa­jökli síðustu daga.

Öræfajökull.
Öræfa­jök­ull. mbl.is/​RAX

Að sögn Rögn­valds Ólafs­son­ar, verk­efna­stjóra hjá al­manna­vörn­um, var einnig kynnt vinna sem er framund­an varðandi hina hefðbundnu rým­ingaráætl­un og mik­il­vægi góðrar sam­vinnu á milli viðbragðsaðila á svæðinu og heima­manna.

Jafn­framt var kynnt ra­f­ræn könn­un sem lög­regl­an ætl­ar að senda íbú­um á svæðinu á næst­unni þar sem spurt verður út í hvernig út­varps­send­ing­ar eru á þeirra heim­ili, síma­sam­band og fleira í þeim dúr.

Niðurstaðan verður notuð til að hjálpa til við gerð rým­ing­ar-  og viðbragðsáætl­un­ar.  

Ljós­mynd/​Aðsend

Rögn­vald­ur seg­ir að eng­ar stór­ar at­huga­semd­ir hafi verið gerðar við neyðarrým­ingaráætl­un­ina. „Það var al­menn sátt um það. Fólk sýndi því skiln­ing að svona plan þurfi að vera til og það er mjög ánægt með að það hafi verið farið  í þessa vinnu,” seg­ir hann.

„Fólk hef­ur áhyggj­ur af þess­um stutta viðbragðstíma sem er frá gosi og þangað til mögu­legt flóð get­ur látið á sér kræla. Það eru mjög eðli­leg­ar áhyggj­ur en það sem við vilj­um hnykkja á oft og reglu­lega að með neyðarrým­ingarplanið, það eru all­ar lík­ur á því og allt sem seg­ir okk­ur í sjálfu sér, bæði varðandi sög­una og jarðfræði al­mennt, að við eig­um að fá fyr­ir­vara,” seg­ir hann og nefn­ir jarðskjálfta sem dæmi.

Að sögn Rögn­valds er verið að setja upp fleiri mæla sem eiga að mæla jarðskjálfta­virkni í kring­um Öræfa­jök­ul. Veður­stofa Íslands hef­ur einnig óskað eft­ir fjár­veit­ingu fyr­ir fleiri mæl­um. Vökt­un svæðis­ins mun því aukast veru­lega frá því sem verið hef­ur.

Ljós­mynd/​Aðsend

Lög­regl­an verður áfram með vakt á svæðinu og hún verður tengiliður við íbú­ana. Jafn­vel mun lög­regl­an heim­sækja hvern bæ á svæðinu til að fara yfir mál­in með fólk­inu.

Ábend­ing­ar komu fram á fund­in­um í kvöld um að síma­sam­band væri glopp­ótt sums staðar. Það er eitt af því Póst- og fjar­skipta­stofn­un er að skoða. Rögn­vald­ur seg­ir að ra­f­ræna könn­un­in muni hjálpa til við sjá hvernig sam­bandið er á mis­mun­andi stöðum.

Fleiri fund­ir framund­an 

Rögn­vald­ur seg­ir viðbúið að fleiri fundn­ir verði haldn­ir á næst­unni. Þegar hef­ur verið ákveðið að halda tvo fundi, báða með ferðaþjón­ustuaðilum. Fyrri fund­ur­inn verður í Freys­nesi í fyrra­málið klukk­an 9 og sá síðari á fimmtu­dag­inn í Reykja­vík með ferðaþjón­ustuaðilum sem gera út frá Reykja­vík.

mbl.is