Heldur áfram að dýpka og stækka

Öræfajökull | 7. desember 2017

Sigketillinn heldur áfram að dýpka og stækka

Sigketillinn í öskju Öræfajökuls heldur áfram að dýpka og stækka í samræmi við viðvarandi aukna jarðhitavirkni. Þetta sýna nýjustu mælingar í sigkatlinum og ennfremur að vatn renni frá honum. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í niðurstöðum fundar í vísindaráði almannavarna um Öræfajökul sem fram fór í dag.

Sigketillinn heldur áfram að dýpka og stækka

Öræfajökull | 7. desember 2017

Sig­ketill­inn í öskju Öræfa­jök­uls held­ur áfram að dýpka og stækka í sam­ræmi við viðvar­andi aukna jarðhita­virkni. Þetta sýna nýj­ustu mæl­ing­ar í sig­katl­in­um og enn­frem­ur að vatn renni frá hon­um. Þetta er á meðal þess sem fram kem­ur í niður­stöðum fund­ar í vís­indaráði al­manna­varna um Öræfa­jök­ul sem fram fór í dag.

Sig­ketill­inn í öskju Öræfa­jök­uls held­ur áfram að dýpka og stækka í sam­ræmi við viðvar­andi aukna jarðhita­virkni. Þetta sýna nýj­ustu mæl­ing­ar í sig­katl­in­um og enn­frem­ur að vatn renni frá hon­um. Þetta er á meðal þess sem fram kem­ur í niður­stöðum fund­ar í vís­indaráði al­manna­varna um Öræfa­jök­ul sem fram fór í dag.

Þar seg­ir enn­frem­ur að smá­skjálft­um, sem mælst hafi í Öræfa­jökli, hafi fjölgað und­an­farna viku. Þannig hafi mælst þar 160 smá­skjálft­ar á þeim tíma. Svo marg­ir skjálft­ar hafi ekki mælst þar áður. Skjálft­arn­ir séu aðallega dreifðir í og við öskj­una í efstu 10 kímó­metr­um jarðskorp­unn­ar. Enn­frem­ur kem­ur fram að mæl­ing­ar í Skafta­fellsá, Virk­isá, Kotá og Kvíá sýni óveru­leg­ar breyt­ing­ar und­an­farn­ar vik­ur. Mæl­ing­ar á leiðni og efna­sam­setn­ingu sýni að jarðhita­vatn komi fram í Kvíá. Enn­frem­ur seg­ir í niður­stöðunum:

„Frek­ari túlk­un á mæl­ing­um á jarðskorpu­breyt­ing­um síðustu ára sýn­ir smá­vægi­leg­ar færsl­ur við suðurjaðar jök­uls­ins. At­b­urðarás og mæl­ing­ar á svæðinu benda til minni­hátt­ar kvikuinn­skots á um 2-6 km dýpi und­ir fjall­inu. Á síðustu vik­um hef­ur vökt­un við Öræfa­jök­ul verið auk­in til muna, bætt hef­ur verið við vatna­mæl­um, jarðskjálfta­mæl­um og sír­it­andi GPS tæki auk nokk­urra vef­mynda­véla. Rann­sókn­ir á vett­vangi hafa verið aukn­ar.“

mbl.is