NASA gerði undanþágu vegna Öræfajökuls

Öræfajökull | 10. desember 2017

NASA gerði undanþágu vegna Öræfajökuls

Sigketillinn í Öræfajökli hefur víkkað og sprungumynstrið er orðið greinilegra eins og sjá má á nýjum gervitunglamyndum af jöklinum. NASA hefur gert sérstaka undanþágu og myndað jökulinn utan úr geimnum við aðstæður sem yfirleitt er ekki myndað í, þ.e. þegar sól er lágt á lofit.

NASA gerði undanþágu vegna Öræfajökuls

Öræfajökull | 10. desember 2017

Myndin til vinstri var tekin um miðjan nóvember og sú …
Myndin til vinstri var tekin um miðjan nóvember og sú til hægri í dag. Skjáskot/Facebook

Sig­ketill­inn í Öræfa­jökli hef­ur víkkað og sprungu­mynstrið er orðið greini­legra eins og sjá má á nýj­um gervi­tungla­mynd­um af jökl­in­um. NASA hef­ur gert sér­staka und­anþágu og myndað jök­ul­inn utan úr geimn­um við aðstæður sem yf­ir­leitt er ekki myndað í, þ.e. þegar sól er lágt á lofit.

Sig­ketill­inn í Öræfa­jökli hef­ur víkkað og sprungu­mynstrið er orðið greini­legra eins og sjá má á nýj­um gervi­tungla­mynd­um af jökl­in­um. NASA hef­ur gert sér­staka und­anþágu og myndað jök­ul­inn utan úr geimn­um við aðstæður sem yf­ir­leitt er ekki myndað í, þ.e. þegar sól er lágt á lofit.

Þetta kem­ur fram á Face­book-síðu eld­fjalla­fræði- og nátt­úru­vár­hóps Há­skóla Íslands. Þar er gerður sam­an­b­urður á tveim­ur gervi­tungla­mynd­um af Öræfa­jökli, svo­nefnd­um LANDSAT-8 mynd­um NASA og USGS.

Nýj­asta mynd­in var tek­in í dag, sunnu­dag, en til sam­an­b­urðar er höfð mynd frá 17. nóv­em­ber. Sprungu­mynstrið hef­ur þést all­mikið og ketill­inn virðist hafa víkkað tölu­vert auk þess sem lög­un­in hef­ur breyst frá hring­formi í ílangt.

„Yf­ir­leitt eru LANDSAT-8 mynd­ir ekki tekn­ar þegar sól er lágt á lofti (í des­em­ber og janú­ar á okk­ar breidd­ar­gráðum), en NASA & USGS hafa gert sér­staka und­anþágu fyr­ir Há­skóla Íslands og Veður­stofu Íslands, svo unnt sé að fylgj­ast með þró­un­inni í myrk­asta skamm­deg­inu,“ seg­ir í færsl­unni á Face­book.

Í árs­lok 2016 fór að mæl­ast auk­in jarðskjálfta­virkni í Öræfa­jökli. Til þess að fylgj­ast með þessu stærsta eld­fjalli lands­ins var mæli­tækj­um fjölgað í ná­grenni þess. Skoðum hvað Öræfa­jök­ull hef­ur gert í gegn­um tíðina og hvers hann er megn­ug­ur sem eld­stöð.

Öræfa­jök­ull, Esju­fjöll og Snæ­fell mynda sam­hang­andi gos­belti, sem enn er lítt þekkt, aust­an við Aust­urgos­beltið. Það sama má segja um jarðfræði og gos­sögu Öræfa­jök­uls enda eru bæði gos­beltið og meg­in­eld­stöðin að mestu hul­in jökli. Öræfa­jök­ull er dæmi­gerð eld­keila (stratovolcano) en slík­ar eld­stöðvar byggj­ast upp þegar gos koma end­ur­tekið upp um sömu gos­rás. Hæsti tind­ur lands­ins, Hvanna­dals­hnjúk­ur, er hluti af öskju­barmi meg­in­eld­stöðvar­inn­ar en heild­ar­flat­ar­mál öskj­unn­ar er um 12 km2.

Lang­ur tími líður milli gosa í Öræfa­jökli og ein­ung­is tvisvar hef­ur gosið síðan land byggðist. Fyrra gosið varð árið 1362 og er það stærsta þeytigos sem orðið hef­ur á sögu­leg­um tíma á Íslandi. Í gos­inu mynduðust ~10 km3 af ný­fall­inni gjósku (sem fyll­ir um 9 millj­ón 50 m sund­laug­ar) og lík­lega hafa 75% lands­ins orðið fyr­ir gjósku­falli. Mesta eyðilegg­ing­in varð í sveit­inni við ræt­ur eld­stöðvar­inn­ar sem þá kallaðist Litla-Hérað. Byggð þar lagðist al­veg af eft­ir gosið enda „lifði eng­in kvik kind eft­ir utan ein öldruð kona og kap­all“ (Odd­verja­ann­áll). Þegar sveit­in byggðist aft­ur fékk hún nafnið Öræfi. Seinna sögu­lega gosið varð árið 1727 og því eru nú 290 ár síðan síðast gaus í Öræfa­jökli.

Fróðleik um eld­stöðvar­kerfið Öræfa­jök­ul og aðrar eld­stöðvar á Íslandi er að finna í vef­sjá ís­lenskra eld­fjalla.

mbl.is