Fljúga yfir sigkatli Öræfajökuls

Öræfajökull | 11. desember 2017

Fljúga yfir sigkatli Öræfajökuls

Flogið verður yfir Öræfajökul í dag til að mæla yfirborð hans og skoða sigketilinn betur.

Fljúga yfir sigkatli Öræfajökuls

Öræfajökull | 11. desember 2017

Frá Öræfajökli.
Frá Öræfajökli. mbl.is/RAX

Flogið verður yfir Öræfa­jök­ul í dag til að mæla yf­ir­borð hans og skoða sig­ketil­inn bet­ur.

Flogið verður yfir Öræfa­jök­ul í dag til að mæla yf­ir­borð hans og skoða sig­ketil­inn bet­ur.

Að sögn Ein­ars Hjör­leifs­son­ar, nátt­úru­vár­sér­fræðings hjá Veður­stofu Íslands, er flug­vél­in far­in á loft og um borð er maður á veg­um stofn­un­ar­inn­ar með mynda­vél. „Það virðast vera ágæt­is skil­yrði yfir jökl­in­um,” seg­ir hann.

Niður­stöður eru vænt­an­leg­ar síðar í dag.

Gul­ur litakóði er enn í gildi vegna flugs yfir jök­ul­inn, sem þýðir að eld­stöðin sýn­ir merki um virkni um­fram venju­legt ástand.

Ein­ar seg­ir að litakóðinn sé fyrst og fremst hugsaður fyr­ir flugrekstr­araðila í sam­ræmi við til­mæli frá Alþjóðaflug­mála­stofn­un­inni, ICAO.

Vökt­un­in í kring­um Öræfa­jök­ul er orðin mun betri en hún var. Vatna­mæl­ar hafa verið sett­ir upp í Virk­isá, Skafta­fellsá, Kotá og Kvíá, auk þess sem komn­ar eru þrjár GPS-stöðvar um­hverf­is jök­ul­inn. Vef­mynda­vél­ar hafa einnig verið sett­ar upp á svæðinu, meðal ann­ars við hjá ein­hverj­um af vatna­mæl­un­um.

Að sögn Ein­ars hef­ur jarðskjálfta­mæl­um einnig verið bætt við til að mæla virkni jök­uls­ins.

mbl.is