Greinilegar breytingar í jöklinum

Öræfajökull | 14. desember 2017

Greinilegar breytingar í jöklinum

Ragnar Axelsson hefur flogið þrjár ferðir yfir Öræfajökul frá því að sigketillinn sást fyrst 17. nóvember. Hann flaug fyrstu ferðina 19. nóvember, aftur 28. nóvember og svo þriðju ferðina 11. desember. Vísindamenn í Eldfjallafræði- og náttúruvárhópi HÍ áætluðu eftir myndunum að sigketillinn hefði verið 22 metra djúpur og um kílómetri í þvermál 19. nóvember. Eftir flugið 28. nóvember mældist ketillinn um 1.200 m í þvermál, á milli ystu sjáanlegu sprungna, og samkvæmt þrívíddarmyndunum var áætlað að ketillinn væri orðinn tvöfalt dýpri eða yfir 40 metra djúpur. Verið er að ganga frá þrívíddarlíkani og samsettri loftmynd eftir þriðja flugið.

Greinilegar breytingar í jöklinum

Öræfajökull | 14. desember 2017

00:00
00:00

Ragn­ar Ax­els­son hef­ur flogið þrjár ferðir yfir Öræfa­jök­ul frá því að sig­ketill­inn sást fyrst 17. nóv­em­ber. Hann flaug fyrstu ferðina 19. nóv­em­ber, aft­ur 28. nóv­em­ber og svo þriðju ferðina 11. des­em­ber. Vís­inda­menn í Eld­fjalla­fræði- og nátt­úru­vár­hópi HÍ áætluðu eft­ir mynd­un­um að sig­ketill­inn hefði verið 22 metra djúp­ur og um kíló­metri í þver­mál 19. nóv­em­ber. Eft­ir flugið 28. nóv­em­ber mæld­ist ketill­inn um 1.200 m í þver­mál, á milli ystu sjá­an­legu sprungna, og sam­kvæmt þrívídd­ar­mynd­un­um var áætlað að ketill­inn væri orðinn tvö­falt dýpri eða yfir 40 metra djúp­ur. Verið er að ganga frá þrívídd­ar­líkani og sam­settri loft­mynd eft­ir þriðja flugið.

Ragn­ar Ax­els­son hef­ur flogið þrjár ferðir yfir Öræfa­jök­ul frá því að sig­ketill­inn sást fyrst 17. nóv­em­ber. Hann flaug fyrstu ferðina 19. nóv­em­ber, aft­ur 28. nóv­em­ber og svo þriðju ferðina 11. des­em­ber. Vís­inda­menn í Eld­fjalla­fræði- og nátt­úru­vár­hópi HÍ áætluðu eft­ir mynd­un­um að sig­ketill­inn hefði verið 22 metra djúp­ur og um kíló­metri í þver­mál 19. nóv­em­ber. Eft­ir flugið 28. nóv­em­ber mæld­ist ketill­inn um 1.200 m í þver­mál, á milli ystu sjá­an­legu sprungna, og sam­kvæmt þrívídd­ar­mynd­un­um var áætlað að ketill­inn væri orðinn tvö­falt dýpri eða yfir 40 metra djúp­ur. Verið er að ganga frá þrívídd­ar­líkani og sam­settri loft­mynd eft­ir þriðja flugið.

Rat­sjár­mæl­ing úr lofti

Vís­inda­menn frá Jarðvís­inda­stofn­un flugu yfir jök­ul­inn í flug­vél Flug­mála­stjórn­ar 18. nóv­em­ber, 27. nóv­em­ber og 11. des­em­ber og mældu yf­ir­borð jök­uls­ins með flug­hæðarra­dar. Þeir taka það fram að þegar mælt er að vetr­ar­lagi á há­jökl­um, eins og á Öræfa­jökli, þurfi að leiðrétta fyr­ir svo­kallaðri kulda­bylgju.

„Hjarnið frýs á vet­urna og þá kem­ur end­urkast ekki frá yf­ir­borðinu held­ur frá fleti niðri í hjarn­inu þar sem það er við frost­mark. Ef miðað er við fyrstu mæl­ingu, 18. nóv., er þessi leiðrétt­ing tal­in vera 30 cm 27. nóv. og 85 cm 11. des­em­ber. Með leiðrétt­ing­unni næst gott sam­ræmi milli hæðarmæl­inga utan við ketil­inn. Inn­byrðis ná­kvæmni mæl­ing­anna er tal­in 1 metri,“ seg­ir í upp­lýs­inga­blaði frá Jarðfræðistofn­un Há­skóla Íslands.

Mynd tekin 19. nóvember 2017 kl. 13:11. Hvannadalshnjúkur sést fyrir …
Mynd tek­in 19. nóv­em­ber 2017 kl. 13:11. Hvanna­dals­hnjúk­ur sést fyr­ir miðri mynd. mbl.is/​RAX

Sam­kvæmt radar­mæl­ing­un­um var mesta dýpi sig­ket­ils­ins 17 metr­ar 18. nóv­em­ber, 21 metri 27. nóv­em­ber og 23 metr­ar 11. des­em­ber.

Þrívídd­ar­mynd­ir eft­ir ljós­mynd­um

Ingi­björg Jóns­dótt­ir, dós­ent í land­fræði við HÍ, er einn vís­inda­mann­anna sem mynda Eld­fjalla­fræði- og nátt­úru­vár­hóp­inn. Hún hef­ur unnið þrívídd­ar­mynd­ir eft­ir ljós­mynd­um Ragn­ars Ax­els­son­ar og áætlað út frá þeim breyt­ing­ar sem orðið hafa á yf­ir­borði jök­uls­ins. Hún seg­ir að ljós­mynd­irn­ar og líkön­in sem byggð eru á þeim segi heil­mikla sögu um breyt­ing­arn­ar í jökl­in­um. Ljós­mynd­irn­ar sýna end­ur­varp frá yf­ir­borði jök­uls­ins, sem er veiga­mikið í þessu til­felli, og sýna þar að auki mik­il­væg smá­atriði og breyt­ing­ar í yf­ir­borði jök­uls­ins. Lög­un ket­ils­ins hafi greini­lega breyst á þessu tíma­bili, sprungu­mynstrið orðið flókn­ara og komn­ir stall­ar á milli sprungna.

Ljós­mynd­ir RAX eru ótrú­lega ná­kvæm­ar, þrátt fyr­ir erfið birtu­skil­yrði og til­tölu­lega eins­leitt yf­ir­borð.

Ingi­björg var spurð hvers vegna muni svo miklu á niður­stöðum rat­sjár­mæl­ing­anna og þrívídd­ar­mynd­anna. Hún sagði að hvor mæliaðferð hafi ein­hver skekkju­mörk, en þau skýri ekki mun­inn, og að kvörðun sé mik­il­væg í báðum til­fell­um.

„Við erum að prófa þessa aðferð, að gera þrívídd­ar­mynd­ir eft­ir ljós­mynd­um, í fyrsta skipti. Aðferðin hef­ur reynst afar vel hvað varðar út­mörk og ná­kvæma kort­lagn­ingu á fyr­ir­bær­um, en við vilj­um einnig hafa mikla ná­kvæmni í dýp­is­mæl­ing­un­um. Við höf­um því óskað eft­ir að fá að fara með ná­kvæm GPS-staðsetn­ing­ar­tæki upp á jök­ul­inn og taka þar nokkra mælipunkta, sem séu greini­leg­ir úr flug­vél, til að kvarða þetta,“ sagði Ingi­björg. Hún sagði að GPS-mæl­ing­in muni sýna með óyggj­andi hætti hvað sig­ketill­inn er orðinn djúp­ur og hjálpa mikið við þróun aðferðar­inn­ar, sem svo geti komið að gagni við marg­vís­leg­ar aðstæður.

Mynd tekin 28. nóvember kl. 12:35. Horft niður í Hornafjörð.
Mynd tek­in 28. nóv­em­ber kl. 12:35. Horft niður í Horna­fjörð. mbl.is/​RAX

Ragn­ar er reynd­asti ljós­mynd­ari Morg­un­blaðsins. Hann hef­ur flogið þrjár ferðir yfir Öræfa­jök­ul eft­ir að vart varð við sig­ketil­inn.

„Ég hef oft flogið yfir Öræfa­jök­ul og þekki hann nokkuð vel,“ sagði Ragn­ar. „Þegar við flug­um þarna yfir 19. nóv­em­ber voru með mér Sölvi bróðir minn, flug­stjóri, og Tóm­as Guðbjarts­son hjartask­urðlækn­ir. Við sáum greini­lega að sig­ketill hafði mynd­ast. Það sáust vel hring­laga sprung­ur norðaust­an og aust­an í brún­um sig­ket­ils­ins.“

Ragn­ar seg­ir að hvít auðn jökl­anna geti blekkt augað og gert erfitt að áætla t.d. fjar­lægðir. Þess vegna hafi verið gott að Ómar Ragn­ars­son var þarna stadd­ur á flug­vél. „Ómar flaug lágt yfir jök­ul­inn, rétt yfir yf­ir­borðinu, og við vor­um tals­vert hærra. Ég tók mynd­ir af flug­vél­inni hans Ómars í lág­flug­inu. Af þeim að dæma voru sprung­urn­ar svipað breiðar og skrokk­ur flug­vél­ar­inn­ar sem hann var á. Ég hugsa að svona sprunga hefði gleypt vél­ina.“

Þeir fé­lag­arn­ir flugu aft­ur yfir Öræfa­jök­ul 28. nóv­em­ber. „Okk­ur bar öll­um sam­an um að sig­ketill­inn hefði greini­lega dýpkað og sprung­urn­ar voru orðnar greini­legri,“ sagði Ragn­ar. „Hring­laga sprung­ur mörkuðu greini­lega sig­ketil­inn að vest­an, norðan og aust­an. Svo teygðu þær sig til suðurs frá katl­in­um og líkt og máðust út í jökl­in­um.“

Mynd tekin 11. desember 2017 kl. 11:49. Horft niður í …
Mynd tek­in 11. des­em­ber 2017 kl. 11:49. Horft niður í Horna­fjörð. mbl.is/​RAX

Enn flugu þeir aust­ur að Öræfa­jökli 11. des­em­ber. „Þá fannst okk­ur að ketill­inn hefði dýpkað enn meira. Okk­ur bar al­veg sam­an um það. Ketill­inn var líka orðinn enn greini­legri en áður. Það hafði mynd­ast ein­hvers kon­ar mynstur í yf­ir­borð jök­uls­ins út frá sig­katl­in­um sem teygði sig til suðsuðvest­urs. Þetta mynstur og sig­ketill­inn mynduðu líkt og stór­an dropa þar sem ketill­inn var stærsti hluti drop­ans.

Sprung­urn­ar í börm­um sig­ket­ils­ins voru orðnar greini­legri. Það hafði skafið ofan í sprung­urn­ar og sums staðar hafði snjóþekj­an brostið. Þar sást niður í kol­svart hyl­dýpið. Aust­an í barmi ket­ils­ins var eins og jök­ull­inn hefði sunkað niður þannig að það höfðu mynd­ast stall­ar á milli sprungn­anna. Þess­ir stall­ar voru líkt og þrep frá sig­katl­in­um og að yf­ir­borði jök­uls­ins. Skugg­arn­ir drógu þetta vel fram.“

Ragn­ar tók mynd­irn­ar í öll­um ferðunum í kring­um há­deg­is­bil, dag­ur­inn er stutt­ur og sól­in lágt á lofti og því verða skugg­arn­ir greini­leg­ir. Þeir voru á lít­illi eins hreyf­ils flug­vél og gátu farið nokkuð hægt yfir. Ragn­ar tók all­ar mynd­irn­ar út um op­inn glugga.

Þeir fé­lag­arn­ir flugu marga hringi yfir jökl­in­um í mis­mun­andi hæð, allt frá rúm­lega 6.000 fet­um, sem er rétt yfir jökl­in­um, og upp í 10.000 fet. Þess má geta að Hvanna­dals­hnjúk­ur teyg­ir sig 2.110 metra (6.922,5 fet) upp í loftið.

Ingi­björg Jóns­dótt­ir fékk ljós­mynd­ir úr öll­um flug­ferðunum og notaði mynd­irn­ar úr ferðinni frá 11. des­em­ber til að út­búa þrívídd­ar­mynd­ina sem hér birt­ist, en nán­ar verður fjallað um niður­stöðurn­ar fljót­lega.

mbl.is