„Þetta er alveg gríðarlega stórt“

Öræfajökull | 5. janúar 2018

„Þetta er alveg gríðarlega stórt“

„Við vorum í túr frá Reykjavík á báðum þyrlunum okkar og tókum þarna hálendið og fórum út að Jökulsárlóni. Þá er yfirleitt reynt að fljúga þarna yfir Hvannadalshnjúkinn ef veðrið er gott og aðstæður leyfa. Það er eiginlega ekki hægt að sleppa því að kíkja ef maður er á ferð þarna framhjá,“ segir Haukur Harðarson, flugmaður hjá þyrluþjónustunni Helo.

„Þetta er alveg gríðarlega stórt“

Öræfajökull | 5. janúar 2018

Þyrlan er fyrir miðri mynd og sigketillinn fyrir neðan.
Þyrlan er fyrir miðri mynd og sigketillinn fyrir neðan. Ljósmynd/Haukur Harðarson

„Við vor­um í túr frá Reykja­vík á báðum þyrl­un­um okk­ar og tók­um þarna há­lendið og fór­um út að Jök­uls­ár­lóni. Þá er yf­ir­leitt reynt að fljúga þarna yfir Hvanna­dals­hnjúk­inn ef veðrið er gott og aðstæður leyfa. Það er eig­in­lega ekki hægt að sleppa því að kíkja ef maður er á ferð þarna fram­hjá,“ seg­ir Hauk­ur Harðar­son, flugmaður hjá þyrluþjón­ust­unni Helo.

„Við vor­um í túr frá Reykja­vík á báðum þyrl­un­um okk­ar og tók­um þarna há­lendið og fór­um út að Jök­uls­ár­lóni. Þá er yf­ir­leitt reynt að fljúga þarna yfir Hvanna­dals­hnjúk­inn ef veðrið er gott og aðstæður leyfa. Það er eig­in­lega ekki hægt að sleppa því að kíkja ef maður er á ferð þarna fram­hjá,“ seg­ir Hauk­ur Harðar­son, flugmaður hjá þyrluþjón­ust­unni Helo.

Hauk­ur tók meðfylgj­andi mynd­ir í ferðinni af Hvanna­dals­hnjúki og sig­katl­in­um í Öræfa­jökli en sjá má á mynd­inni hér að ofan hversu gríðarlega stór hann er í sam­an­b­urði við þyrluna. „Þetta er al­veg gríðarlega stórt.“ Átta ferðamenn voru með í för en hægt er að taka tólf í hverja ferð að sögn Hauks. Fjöl­skylda frá Banda­ríkj­un­um hafði leigt þyrluna í ferðina.

„Við bjóðum upp á ákveðnar fast­ar ferðir en einnig klæðskerasaumaðar sam­kvæmt ósk­um viðskipta­vina okk­ar. Við sér­hæf­um okk­ur í svona dýr­ari lengri ferðum. Þetta var ferð með föstu fyr­ir­komu­lagi,“ seg­ir Hauk­ur aðspurður. „Það er hægt að kom­ast yfir ansi mikið í einni tveggja tíma ferð í þyrlu. Þetta er líka senni­lega um­hverf­i­s­vænsti ferðamát­inn.“

Ljós­mynd/​Hauk­ur Harðar­son
Ljós­mynd/​Hauk­ur Harðar­son
Þyrlur Helo í ferðinni.
Þyrl­ur Helo í ferðinni. Ljós­mynd/​Hauk­ur Harðar­son
mbl.is