Íslenski humarinn í vanda

Humarveiðar | 11. janúar 2018

Íslenski humarinn í vanda

Humarstofninum umhverfis Ísland virðist fara hrakandi og hefur minnkun veiðiheimilda ekki dugað til að hjálpa stofninum að ná sér aftur á strik. Fáar lausnir virðast í stöðunni aðrar en að draga enn frekar úr veiðum en útgerðir hafa reynt að bregðast við með því að breyta veiði- og vinnsluaðferðum til að fá betra verð fyrir þann afla sem kemur á land.

Íslenski humarinn í vanda

Humarveiðar | 11. janúar 2018

Eitthvað bjátar á hjá humrinum svo að lirfurnar komast ekki …
Eitthvað bjátar á hjá humrinum svo að lirfurnar komast ekki á legg á veiðisvæðunum suður af landinu. mbl.is/Sigurður Bogi

Humarstofn­in­um um­hverf­is Ísland virðist fara hrak­andi og hef­ur minnk­un veiðiheim­ilda ekki dugað til að hjálpa stofn­in­um að ná sér aft­ur á strik. Fáar lausn­ir virðast í stöðunni aðrar en að draga enn frek­ar úr veiðum en út­gerðir hafa reynt að bregðast við með því að breyta veiði- og vinnsluaðferðum til að fá betra verð fyr­ir þann afla sem kem­ur á land.

Humarstofn­in­um um­hverf­is Ísland virðist fara hrak­andi og hef­ur minnk­un veiðiheim­ilda ekki dugað til að hjálpa stofn­in­um að ná sér aft­ur á strik. Fáar lausn­ir virðast í stöðunni aðrar en að draga enn frek­ar úr veiðum en út­gerðir hafa reynt að bregðast við með því að breyta veiði- og vinnsluaðferðum til að fá betra verð fyr­ir þann afla sem kem­ur á land.

Jón­as Páll Jónas­son, fiski­fræðing­ur hjá Haf­rann­sókna­stofn­un, seg­ir að það hafi mátt greina fyrstu merki um vand­ræði hjá stofn­in­um upp úr 2011 þegar minna fór að veiðast af smá­um humri.

„Þegar nóg veiðist af stór­um humri eru all­ir nokkuð sátt­ir, enda betri mat­hum­ar, en ef smáa humar­inn vant­ar er það til marks um litla nýliðun. Íslenski let­ur­humar­inn er nokkuð lang­líf teg­und, get­ur orðið allt að 20 ára göm­ul og vex frek­ar hægt og smá­humar­inn fer ekki að veiðast fyrr 4-5 ára gam­all hið fyrsta. Í takt við færri smáa humra hef­ur veidd­um humr­um á hverja togmílu fækkað og greini­legt sam­band á milli stofn­stærðar­inn­ar og hlut­falls smærri humars.“

Humar­inn hef­ur verið kvóta­sett­ur einna lengst allra teg­unda og afla­markið núna 1.150 tonn en var 1.300 tonn á síðasta ári. „Það eru ekki mörg ár síðan kvót­inn var yfir 2.000 tonn, og þrátt fyr­ir minnkaðan kvóta var tölu­vert af afla­heim­ild­um sem ekki tókst að nýta á síðasta veiðiári,“ út­skýr­ir Jón­as.

Lirf­urn­ar þríf­ast illa

Erfitt er að segja til um hvað veld­ur því að smá­um humri fer fækk­andi, en Jón­as seg­ir einna lík­leg­ast að breyt­ing­ar á ástandi hafs­ins valdi því að humarl­irf­urn­ar eigi erfiðara með að kom­ast á legg. „Selta sjáv­ar, sem er einn af mæli­kvörðunum á ástand hafs­ins, jókst til að mynda mjög suður af land­inu á þessu tíma­bili, nærri humarslóðinni hér við land,“ seg­ir Jón­as.

Ítar­leg um­fjöll­un um stöðu humars­ins, viðbragðsaðgerðir og sölu til Evr­ópu má finna á síðu 6 í ViðskiptaMogg­an­um, sem fylgdi Morg­un­blaðinu í dag.

mbl.is