„Ég man ekki hvernig hann hlær“

Börnin okkar og úrræðin | 18. febrúar 2018

„Ég man ekki hvernig hann hlær“

Hann er sextán ára gamall þegar hann byrjaði að fikta við kannabis með vinum sínum. Hann er á þrítugsaldri í dag og hefur verið í mikilli neyslu undanfarin ár en átt mjög góð tímabil á milli. 

„Ég man ekki hvernig hann hlær“

Börnin okkar og úrræðin | 18. febrúar 2018

Mörg ungmenni í dag sjá ekki tilgang með lífinu og …
Mörg ungmenni í dag sjá ekki tilgang með lífinu og eru komin í öngstræti. mbl.is/Hari

Hann er sex­tán ára gam­all þegar hann byrjaði að fikta við kanna­bis með vin­um sín­um. Hann er á þrítugs­aldri í dag og hef­ur verið í mik­illi neyslu und­an­far­in ár en átt mjög góð tíma­bil á milli. 

Hann er sex­tán ára gam­all þegar hann byrjaði að fikta við kanna­bis með vin­um sín­um. Hann er á þrítugs­aldri í dag og hef­ur verið í mik­illi neyslu und­an­far­in ár en átt mjög góð tíma­bil á milli. 

Móðir hans seg­ir að lengi fram­an af hafi þetta verið fikt og aðallega þegar hann var að djamma við vin­un­um eða í tölvu­leikj­um með þeim.

Hann er ekki með nein­ar grein­ing­ar, hvorki of­virk­ur né með at­hygl­is­brest. Hann er les­blind­ur og það háði hon­um í skóla, sér­stak­lega þegar hann var kom­inn í fram­halds­skóla og flakkaði á milli skóla eins og marg­ir aðrir ung­ling­ar. Saga hans er svipuð margra annarra ung­menna sem ekki passa beint inn í þau box sem sam­fé­lagið set­ur. 

„Ég upp­lifi þetta hjá svo mörg­um ung­menn­um í dag sem sjá ekki neinn til­gang með líf­inu. Þau passa ekki inn í þetta litla þrönga box sem þeim er ætlað að passa inn í og í ein­hverri sjálfs­bjarg­ar­viðleitni hóp­ast þess­ir ein­stak­ling­ar sam­an til að öðlast til­gang og viður­kenn­ingu. Þetta upp­lifði ég með son minn um 16-17 ára ald­ur­inn.

Hann var viður­kennd­ur af ákveðnum hópi hálf­gerðra utang­arðsunglinga og tekið var mark á því sem hann sagði hjá þess­um krökk­um. Það þarf að sauma í þetta gap, það vant­ar úrræði fyr­ir þetta unga fólk. Ungt fólk sem er dug­legt og iðið en kannski lítið fyr­ir bók­ina. Það þarf tæki­færi til að finna til sín í líf­inu eins og all­ir aðrir. Á sama tíma og þetta er ört stækk­andi hóp­ur er hann um leið ört fækk­andi hóp­ur því þetta er fólk sem er að deyja, meðal ann­ars úr sjálfs­víg­um og neyslu,“ seg­ir hún og tek­ur und­ir með Sig­urþóru Bergs­dótt­ur sem rætt var við í grein sem birt­ist á mbl.is í gær.

Sig­urþóra seg­ir að það verði aðstoða ung­menni í vanda. „Þannig að hægt væri að leiða þessi ung­menni í gegn­um erfið tíma­bil. Það eru svo marg­ir ung­ir dreng­ir dottn­ir út úr skóla­kerf­inu, farn­ir að reykja gras og hafa lent í áföll­um. Eitt­hvað hef­ur gerst sem veld­ur því að þeir detta út úr skól­um og flakka á milli skóla. Vinna á bör­um og veit­inga­hús­um og aldrei lengi á sama stað. Fara aldrei á at­vinnu­leys­is­skrá og vit­leys­ast kannski í tíu ár án þess að leggj­ast nokk­urn tíma inn á meðferðar­stofn­un.

Ef við mynd­um ná þeim áður en þeir lenda í þessu rugli. Þeir fengju aðstoð við að sjá til­gang­inn með því að vakna á morgn­ana og mæta í vinnu. Þeir væru leidd­ir áfram í því að sinna ein­hverju sem þeir hafa gam­an af. Hvað er það sem gleður þá? Ég spurði Berg minn stund­um þess­ar­ar spurn­ing­ar; hvað gleður þig? Hann var bú­inn að gleyma því og ég var búin að gleyma því hvað það var sem gladdi hann. Hvernig get­um við fundið eitt­hvað sem gleður en ekki bara það sem vek­ur áhyggj­ur,“ seg­ir Sig­urþóra en son­ur henn­ar framdi sjálfs­víg fyr­ir tæp­um tveim­ur árum.

Reynt að bjarga ein­hverju með bútasaumi

Eins og all­ir vita er heil­brigðis­kerfið svelt og reynt að bjarga ein­hverju með bútasaumi, seg­ir móðir ungs manns í vanda en hún hef­ur lengi starfað inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins. Hún tek­ur í sama streng og Guðmund­ur Sæv­ar Sæv­ars­son, deild­ar­stjóri ör­ygg­is- og rétt­ar­geðþjón­ustu Land­spít­ala, sem hef­ur ít­rekað óskað eft­ir úr­bót­um til að mynda á ör­ygg­is­deild geðsviðsins en ekk­ert ger­ist og á sama tíma er ekki hægt að nýta alla deild­ina vegna slæms aðbúnaðar.

„Á meðan ekki næst skiln­ing­ur stjórna­valda á því um­hverfi sem við erum að vinna við og því for­gangsraðað er stutt í að við för­um að bera okk­ur sam­an við heil­brigðis­kerfi fá­tæk­ustu þjóða fyr­ir þá sem minnst mega sín. Svo tal­ar fólk um að það sé til nóg af pen­ing­um en þeir eru ekki að fara hingað að minnsta kosti. All­ir eru að reyna að gera sitt besta bæði á Land­spít­al­an­um og á vel­ferðarsviði Reykja­vík­ur­borg­ar en við erum orðin ansi þreytt á að berja hausn­um í vegg.

Starfið snýst ekki leng­ur um góða stjórn­un­ar­hætti held­ur miklu frek­ar hversu góður ertu að væla út pen­inga ein­hvers staðar. Svo þú get­ir gert eitt­hvað þó það væri ekki annað en að skipta um hús­gögn,“ seg­ir Guðmund­ur Sæv­ar en nán­ar er rætt við hann í grein sem birt­ist á mbl.is í kvöld. Í fjórðu og síðustu grein helgar­inn­ar um mál­efni ungs fólks á aldr­in­um 18-25 ára. 

Guðmundur Sævar Sævarsson, deildarstjóri öryggis og réttargeðþjónustu Landspítalans.
Guðmund­ur Sæv­ar Sæv­ars­son, deild­ar­stjóri ör­ygg­is og rétt­ar­geðþjón­ustu Land­spít­al­ans. mbl.is/​Hari

Móðirin seg­ir að reynt sé að bjarga mál­un­um með alls kon­ar bútasaumsaðgerðum, svo sem söfn­un­um sem verða til þess að barna- og ung­linga­geðdeild­in (BUGL) fær smá stuðning í dag og svo jafn­vel kvenna­deild­in á morg­un, en það er eng­in heild­stæð stefna.

„Eng­in stefna sem byrj­ar heild­stætt á for­vörn­um og ligg­ur svo áfram í keðju. Mín upp­lif­un er sú að geðið sé það svið sem er einna verst ef ekki verst statt. Þetta er erfitt að horfa upp á sem bæði aðstand­andi og heil­brigðis­starfsmaður. Aðstaðan sem geðdeild­in býr við er til mik­ill­ar skamm­ar. Gangið um hús­næði geðdeild­ar­inn­ar á LSH, það þarf ekki sér­fræðing til að átta sig á því að þetta hús­næði hent­ar eng­an veg­inn fyr­ir starf­sem­ina, með sína hraunuðu veggi og lengi vel voru glugg­arn­ir á hús­næðinu þannig að þeir opnuðust upp á gátt og nán­ast buðu fólk vel­komið að kasta sér þaðan út. For­dóm­ar gegn hvers kon­ar geðveiki eru einnig mikl­ir þar inn­an dyra, klædd­ir í per­sónu­vernd­ar­skikkju sem á alls ekki við og held­ur ekki vatni. Og þegar maður finn­ur það á eig­in skinni þá svíður það sko sárt. Þögg­un er það sem ein­kenn­ir geðveiki og er einn helsti þránd­ur í götu að mínu mati. Til að breyta þarf þögg­un­inni að verða aflétt af þeim sem vinna í mála­flokkn­um.

Við erum að tala um viðkvæm­asta hóp­inn. Hóp sem á sér fáa eða enga mál­svara. Við verðum að fara út í for­varn­ir og fylla í til­vist­argapið sem mynd­ast hjá stór­um hópi barna og ung­linga svo þau endi ekki á að fylla upp í það sjálf með því að deyfa sig frá til­vist sinni og til­gangs­leysi. Eins verðum við að fara í gangskör til að stöðva þenn­an gegnd­ar­lausa inn­flutn­ing á fíkni­efn­um því það er allt flæðandi í fíkni­efn­um á Íslandi. Þar sem við búum á eyju með eng­in landa­mæri þá hljót­um við að geta bet­ur, hvaða hags­munaaðilar eru að koma í veg fyr­ir það, velti ég fyr­ir mér,“ seg­ir móðir unga manns­ins sem fjallað var um hér að ofan.

Hlutfall þeirra sem eru með geðsjúkdóma og eru á örorku …
Hlut­fall þeirra sem eru með geðsjúk­dóma og eru á ör­orku fer hækk­andi, að sögn Maríu Ein­is­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra geðsviðs Land­spít­al­ans. mbl.is/​Hari

Ungt fólk er meg­inþorri þeirra sem glíma við tvíþætt­an vanda, það er fíkni- og geðvanda. Fólk sem er að leggj­ast ít­rekað inn og er í skaðam­innk­unar­úr­ræðum. Um 32% þeirra sem voru út­skrifaðir af legu­deild­um í fyrra glíma við fíknirask­an­ir, seg­ir María Ein­is­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri geðsviðs Land­spít­al­ans.

„Þetta er þung­ur hóp­ur en ekki stór, kannski 40 manns. Ef eitt­hvert þjóðfé­lag ætti að geta náð utan um mála­flokk­inn þá erum það við. Við erum í vax­andi mæli að vinna með sveit­ar­fé­lög­um, svo sem Reykja­vík­ur­borg og ég hef of­ur­trú á sér­hæfðum, þverfag­leg­um teym­um og tel að þá leið eigi að fara á sama tíma og bú­setu­úr­ræðum fyr­ir geðfatlaða þarf að fjölga.“   

Bráðamóttaka geðdeildar er lokuð á kvöldin og um helgar.
Bráðamót­taka geðdeild­ar er lokuð á kvöld­in og um helg­ar. mbl.is/​Hari

Eitt af því sem móðir sem mbl.is ræddi við gagn­rýn­ir er að for­eldr­ar fái ekki upp­lýs­ing­ar um barn sitt á Land­spít­al­an­um glími það við fíkni- og eða geðvanda­mál. Það sé staðreynd að mikl­ir for­dóm­ar ríki gegn þess­um sjúk­linga­hópi og einnig aðstand­end­um hans. Þetta sé óviðun­andi með öllu.

„Það er jafnerfitt fyr­ir aðstand­end­ur að horfa á eft­ir barni sínu hverfa í heim eit­ur­lyfja og í heim krabba­meins­lyfja og vita ekki hvort það komi til með að lifa. Þú ert jafn­v­an­mátt­ugt for­eldri og berst fyr­ir barni þínu af jafn­miklu afli og getu til að halda því á lífi og reyna að viðhalda lág­marks­lífs­gæðum meðan á bar­átt­unni stend­ur. Það að fá ekki stuðning og finna fyr­ir beittri, beinni og klárri van­v­irðingu og fyr­ir­litn­ingu frá heil­brigðis­starfs­fólki og fólki í vel­ferðar­kerf­inu er hræðilegt og svo rangt og ljótt.

Stund­um er ég ekki viss um að staðan sé nokkuð betri í geðheil­brigðismál­um í dag en fyr­ir ára­tug­um síðan. Okk­ur þykir nefni­lega best að tala sem minnst um þenn­an hóp sem glím­ir við veik­indi á geði. Þegar eitt­hvað al­var­legt kem­ur upp á yf­ir­borðið, nær að brjót­ast í gegn­um þögn­ina, þá sýp­ur fólk hvelj­ur og spyr hvernig get­ur þetta gerst? Hvers vegna ger­ir eng­inn neitt og síðan gleym­ir fólk þessu og snýr sér að ein­hverju öðru til að hneyksl­ast á, en það ger­ist ekk­ert og við erum ekki að skoða það hvað er að ger­ast í dag, eru hlut­irn­ir eitt­hvað skárri?“ seg­ir hún.

Það þarf ekki sérfræðing til að sjá að þetta húsnæði …
Það þarf ekki sér­fræðing til að sjá að þetta hús­næði hent­ar ekki fyr­ir geðsvið Land­spít­al­ans, seg­ir móðir ungs manns sem hef­ur ít­rekað verið lagður þar inn. mbl,is//​Hari

Son­ur henn­ar hef­ur sokkið mjög djúpt í neyslu í hvert sinn sem hann hef­ur fallið, en hann á nokk­ur góð edrú­tíma­bil á síðustu árum. Nú er svo komið að neysl­an er mjög hörð og hann hef­ur oft verið mjög hætt kom­inn og nærri dauða en lífi. „Mikið hef­ur gengið á í fjöl­skyld­unni, því þó svo að hann sé orðinn full­orðinn hef­ur þetta áhrif á alla fjöl­skyld­una. Þetta er fjöl­skyldu­sjúk­dóm­ur og við höf­um stigið frá himni til helj­ar með hon­um oft­ar en ég get talið.“

Neitað um upp­lýs­ing­ar

Son­ur henn­ar hef­ur hringt í hana seint um kvöld af slysa- og bráðamót­töku LSH og var í það slæmu ásig­komu­lagi að hún gat ekki skilið hvað hann var að segja. Kon­an býr ekki í Reykja­vík og var ein heima með tvö lít­il börn sem bæði voru sof­andi. Hún bað son sinn um að rétta ein­hverj­um starfs­manni sím­ann en án ár­ang­urs.

Hún bað hann því að bíða al­veg ró­leg­an við sím­ann því hún ætlaði að hringja á deild­ina og fá upp­lýs­ing­ar. Hún hef­ur sam­band við deild­ina og tjá­ir það að son­ur henn­ar hafi verið að hringja en ekki getað gert sig skilj­an­leg­an nema að hún náði því að hann væri þarna í inn­lögn.

„Viðmót starfs­manns­ins var mjög skiln­ings­ríkt þar til hún var búin að fletta því upp um hvaða sjúk­ling var að ræða, þá breytt­ist viðmótið og viðkom­andi svaraði mjög hroka­fullt að starfs­fólkið hefði nóg að gera á deild­inni og það hefði ekki tíma í að svara svona sím­töl­um. Ef ég vildi fá ein­hverj­ar upp­lýs­ing­ar um líðan yrði ég bara að koma og bíða eft­ir að ein­hver hefði tíma til að ræða við mig,“ seg­ir móðir unga manns­ins.

Kon­an ít­rekaði að hún væri skráð sem nán­asti aðstand­andi son­ar síns í tölvu­kerfi spít­al­ans og þar væri skráð að hún mætti fá all­ar upp­lýs­ing­ar og hún hefði veru­leg­ar áhyggj­ur af syni sín­um og vildi vita hvort hann væri mikið slasaður eða veik­ur. „Því var svarað að ekki væri tími til að standa í svona sím­töl­um og því næst var skellt á,“ seg­ir móðir ungs manns þegar hún lýs­ir sam­skipt­um sín­um við spít­al­ann.

María Ein­is­dótt­ir seg­ir að ef sjúk­ling­ur er ekki tal­inn hættu­leg­ur sjálf­um sér eða öðrum og vill fara er ekki hægt að halda viðkom­andi. „Ef við met­um það svo að hann sé hættu­leg­ur sér eða öðrum þá er það vel­ferðarþjón­ust­an sem sæk­ir um nauðung­ar­vist­un og geðlækn­ir út­býr lækn­is­vott­orð. Áður var það fjöl­skyld­an en nú er það sveit­ar­fé­lagið. Sá sem er orðinn 18 ára get­ur ráðið því hvaða upp­lýs­ing­ar for­eldr­ar fá, hvort þeir fái að koma í heim­sókn eða séu upp­lýst­ir um meðferðina. Við verðum að fara að lög­um en þetta er hræðilega sárt fyr­ir for­eldra. Við reyn­um að funda með fjöl­skyld­unni og fá viðkom­andi til að sætt­ast á það og ef ekki þá geta aðstand­end­ur komið upp­lýs­ing­um til okk­ar þó svo við get­um ekki miðlað til baka.  

Eðli­lega sit­ur þetta í aðstand­end­um sem vita kannski sem er að viðkom­andi ætl­ar beint aft­ur í neyslu en því miður þá meg­um við ekki sam­kvæmt lög­um veita þess­ar upp­lýs­ing­ar og hver ein­stak­ling­ur á rétt á per­sónu­vernd. Auðvitað er lang­best ef fjöl­skyld­an er þátt­tak­andi í þessu ferli með okk­ur enda gegn­ir hún lyk­il­hlut­verki. Því gott sam­band við ætt­ingja er lyk­ill að bættri geðheilsu,“ seg­ir María.

Hún bend­ir á að fjöl­marg­ar rann­sókn­ir hafi sýnt fram á að nauðung­ar­vist­un fólks sem meðferð við fíkni­vanda hef­ur ekki áhrif þó svo þetta hafi verið gert hér áður fyrr með afar litl­um ár­angri.

Rúmt ár er síðan hann fór síðast í afeitrun á …
Rúmt ár er síðan hann fór síðast í afeitrun á Vogi. mbl.is/​Hari

Að sögn móður unga manns­ins hef­ur hann einnig sótt dag­deild­armeðferð á Teig. Það gerði hann eft­ir að hafa klárað afeitrun á Vogi og göngu­deild­armeðferð í 4 vik­ur. Hann var því bú­inn að vera edrú í 6 vik­ur þegar hann hóf þessa dag­deild­armeðferð á Teig. Hún seg­ir að hann hafi fljót­lega farið að fá ým­iss kon­ar lyf þar. Þar kom í ljós að hann var að kljást við mik­inn kvíða, eins og er al­geng­ur fylgi­kvilli hjá fólki sem hef­ur verið í neyslu og einnig al­gengt í frá­hvörf­um.

Ég er mamma hans ekki lækn­ir­inn hans

„Einn dag­inn þegar hann kom heim af Teigi leið hon­um ofboðslega illa og sagðist ekki geta meir vegna kvíða og van­líðunar. Ég sagði hon­um að hann yrði að hafa sam­band við fólkið á Teigi, fag­fólkið sem væri að sjá um hann, og fá aðstoð. Hann fór dag­inn eft­ir og var boðið að leggj­ast inn á geðdeild­ina yfir helg­ina en þetta var á fimmtu­degi. Hann þáði það ekki en var sagt að boðið stæði ef líðanin færi ekki að skána,“ seg­ir hún.

Á laug­ar­dags­morgni blasti bara svart­nættið við hjá hon­um og hann gat ekki meir. Hann hafði ekk­ert sofið um nótt­ina og móðir hans fór með hon­um á bráðamót­töku geðdeild­ar­inn­ar á Hring­braut en þar var allt lokað og læst.

„Þannig að við fór­um á bráðamót­tök­una í Foss­vogi og ég læt vita af stöðu hans og að hon­um hafi verið lofað inn­lögn. Mér er bent á það að ég eigi að vita það sem heil­brigðis­starfsmaður að svona gangi kaup­in á eyr­inni ekki fyr­ir sig. Hann er lát­inn fylla út lista sem á að meta al­var­leika stöðu hans og þörf fyr­ir inn­grip. Hann tikk­ar þar í öll box. En hann er ekki lagður inn held­ur er ég spurð hvort ég geti ekki tekið hann með heim og haldið hon­um sof­andi fram yfir helgi, þar til lík­legra sé að koma hon­um í inn­lögn. Ég benti viðkom­andi á að þó svo ég væri menntuð hitt og þetta þá væri ég fyrst og fremst mamma hans. Ég neita að fara með hann í þessu ásig­komu­lagi og því er dælt í hann lyfj­um þarna á bráðamót­tök­unni og þarna sát­um við á ýms­um biðstof­um fram á aðfaranótt mánu­dags, að ég drösl­ast með hann heim,“ seg­ir hún.

Húsnæði geðsviðs Landspítalans við Klepp.
Hús­næði geðsviðs Land­spít­al­ans við Klepp. mbl.is/​Hari

„Á mánu­dags­morgn­in­um rek ég hann af stað á Teig og fer sjálf í vinnu. Und­ir há­degi er haft sam­band við mig og mér sagt að hann hafi verið að reyna að ná í vin­konu sína um morg­un­inn og sent mjög skrít­in skila­boð, líkt kveðju. Þegar þarna er komið er slökkt á sím­an­um hans. Ég hef strax sam­band á Teig og skýri út hvernig staðan sé, hann hafi verið mjög langt niðri alla helg­ina og með sterk­ar sjálfs­vígs­hugs­an­ir. Nú verði ég að fá upp­lýs­ing­ar um hvort hann hefði ekki ör­ugg­lega mætt á Teig í morg­un og væri ör­ugg­ur. Ég fæ eng­ar upp­lýs­ing­ar upp­gefn­ar, þrátt fyr­ir að vera skráð í tölvu­kerfi spít­al­ans sem nán­asti aðstand­andi sem má fá upp­lýs­ing­ar. Alltaf er borið við að ekki megi gefa nein­ar upp­lýs­ing­ar um full­orðna ein­stak­linga, hann sé sjálfráða.

Ég kvaðst vita að hann var full­orðinn það var jú ég sem fæddi hann og ól en hann sé engu að síður veik­ur og ég nán­asti aðstand­andi. Ég bað viðkom­andi því að segja mér aft­ur að hún mætti ekki gefa mér upp­lýs­ing­ar ef hann hefði komið í morg­un en kveðja mig ef hann hefði ekki komið, hún kvaddi,“ seg­ir hún og lýs­ir fyr­ir blaðamanni ör­vænt­ing­ar­fullri leit að syn­in­um.

„Keyrt var fram hjá deild­inni og bíll­inn hans var ekki þar. Nú hófst sama hring­ekj­an og oft áður. Að hringja í vini, lög­reglu og alla þá sem þekktu hann. Keyra um all­ar triss­ur, leita í höfn­inni, leita leita leita. Þar til sím­tal berst og okk­ur er tjáð að bíll­inn hefði sést fyr­ir utan aðal­inn­gang LSH. Ég fer í óðag­oti á geðdeild­ina og krefst þess með lát­um að fá upp­lýs­ing­ar um það hvort son­ur minn væri þarna, hvort hann væri lífs eða liðinn.

Í ljós kom að hann hafði mætt á Teig um morg­un­inn en þar farið í geðrof, verið sprautaður niður og var sof­andi á gjör­gæslu­deild­inni og eng­inn aðstand­andi lát­inn vita. Ekki ég, ekki neinn, þrátt fyr­ir að ekki hafði farið fram hjá nein­um að ég væri búin að gera dauðal­eit að barn­inu mínu. Ég skil þetta hrein­lega ekki, hvaða rétt­indi er verið að vernda þarna? Að keyra um bæ­inn þver­an og endi­lang­an að leita að barn­inu mínu, hringj­andi í lög­reglu og á all­ar mögu­leg­ar og ómögu­leg­ar deild­ir spít­al­ans stjórn­laus af hræðslu um að hann væri dá­inn. Og all­an tím­ann var hann á lokaðri deild og ófær um að láta vita af sér. Sérðu þetta vera gert þegar ein­stak­ling­ur lend­ir í slysi eða veikist al­var­lega og er inn­lagður á sjúkra­hús og get­ur ekki látið vita af sér, það yrði byrjað á að hafa sam­band við aðstand­end­ur, það er al­veg á hreinu. Eft­ir að hafa verið á aðra viku á geðdeild kom hann heim og svo lyfjaður að það var ekki einu sinni hægt að skilja hvað hann sagði. Hann svaf nán­ast all­an sól­ar­hring­inn og vaknaði bara til að borða og fara á kló­settið.

mbl.is/​Hari

Ung­ur maður sem fer í afeitrun á Vogi vegna fíkni­efna­neyslu, nær að losa sig við efn­in, fer í göngu­deild­armeðferð og er enn án efna en fer þaðan á Teig og kem­ur þaðan stút­full­ur af lyfj­um þrátt fyr­ir að vera ekki með nein­ar sjúk­dóms­grein­ing­ar.

Hann var á þess­um tíma kom­inn á lyf við geðklofa, floga­veiki, [var á] kvíðastill­andi, svefn­lyfj­um, ró­andi lyfj­um, lyfi við frá­hvarf­s­ein­kenn­um og svo stór­um skammti [af] tauga­lyfi. Eft­ir­fylgni með svona lyfj­um þarf að vera mik­il en var eng­in í hans til­felli þar sem hann var bara út­skrifaður án end­ur­komu­tíma og án nokk­urr­ar eft­ir­fylgni frá þeim lækni sem setti hann á öll þessi ósköp af lyfj­um. Það var eng­inn að at­huga með kross­verk­un þess­ara lyfja eða skammta­stærðir,“ seg­ir móðir hans og bæt­ir við: „Hann átti aldrei mögu­leika þarna.“

Lyf­in ollu því að hann var gerður óvirk­ur í sam­fé­lag­inu, hann svaf 19 tíma á sól­ar­hring og var svo lyfjaður þegar hann var vak­andi að illa var hægt að skilja hann þegar hann reyndi að tjá sig. Hann hafði ekki getu til að sækja AA-fundi, end­ur­hæf­ingu, vinnu eða bara að hitta vini, hann var lif­andi dauður. Á þessu stigi kom líka í ljós að hann var kom­inn með hvíld­ar­púls frá 140-180 slög á mín­útu sem leiddi til þess að hann þurfti að leita á hjarta­gátt­ina og þar var or­sök­in tal­in vera vegna þess­ar­ar lyfja­neyslu, seg­ir hún.

Hver eru úrræðin?

Hún viður­kenn­ir að mat henn­ar er litað og hlut­drægt sem móðir þessa unga manns, „en ég tel að kerfið ráði ekki við þetta. Fólkið sem vinn­ur við þenn­an mála­flokk er út­keyrt og er alltaf bara að vinna á toppn­um á ís­jak­an­um, ég ef­ast um að það sé mikið af starfs­fólki þarna sem er sátt við stöðuna eins og hún er. Starf þeirra er líkt og að berj­ast við vind­inn, það er ekki gefið færi á meiru.  

Hver eru úrræðin til þess að halda jafn­vægi? Að óvirkja þessa ein­stak­linga með lyfja­gjöf. Svo deyja þeir og þá er einu vanda­mál­inu færra? Þetta er ljótt en ég get ekki annað en leitt hug­ann að því. Og Guð hjálpi þeim sem eiga ekki há­væra aðstand­end­ur, þeirra rödd er eng­in.

Hann er enn á lífi. Hann hef­ur nú átt gott edrú­tíma­bil en féll fyr­ir stuttu. Það var stutt fall og hann reis strax á fæt­ur og óskaði eft­ir að kom­ast í meðferð. Hann beið í fjór­ar vik­ur á hnef­an­um en féll þá aft­ur og er á ör­fá­um dög­um kom­inn á sama stað og hann var á þegar hann hætti á sín­um tíma, og enn er ekki komið að hon­um í meðferð, biðin eru 3-6 mánuðir að okk­ur er sagt. Það eru ekki marg­ir sem lifa slíka bið af, það get­um við séð í dán­ar­til­kynn­ing­um blaðanna.“   

Hún lýs­ir því þegar hún horfði á hann dag­inn áður en viðtalið var tekið. „Þegar ég sá hann horfði ég á þenn­an fal­lega dreng sem ég hef ekki séð hlæja eða brosa síðan ég man ekki hvenær. Ég man ekki hvernig hann hlær.

Gleðin er far­in og hann spring­ur aldrei úr hlátri eins og hann gerði svo oft áður. Hann er hætt­ur að verða ofboðslega spennt­ur eða yfir sig ánægður. Þetta er farið. Ég get ekki kallað fram minn­ing­una um hann hlæj­andi. Ég veit ekki leng­ur hvort þetta er hann eða skuggi hans,“ seg­ir hún.

„Þetta er eins og horfa á sjálfs­víg á hæg­um hraða og fjöl­skyld­an er úr­vinda. Allt okk­ar líf snýst um þenn­an dreng. Systkini hans eru hætt að koma við vini heim því þau vita aldrei hver staðan er á heim­il­inu og það tipla all­ir á tán­um af ótta við af­leiðing­arn­ar. Þetta er líf fjöl­skyldu ungs fólks sem glím­ir við fíkn á Íslandi. Nán­ast eng­in úrræði í boði. Eina sem við get­um gert er að bíða og vona,“ seg­ir móðir þessa unga manns. 

Starfsfólk Frú Ragnheiðar reynir að aðstoða fólk sem þarf á …
Starfs­fólk Frú Ragn­heiðar reyn­ir að aðstoða fólk sem þarf á heil­brigðisþjón­ustu að halda. mbl.is/​Hari

570 á biðlista hjá Vogi

Val­gerður Rún­ars­dótt­ir, yf­ir­lækn­ir á Vogi, seg­ir að biðlist­arn­ir þar séu allt of lang­ir en í lok janú­ar biðu 570 manns eft­ir því að kom­ast í meðferð.

Biðin get­ur verið yfir 6 mánuðir fyr­ir þá sem þurfa að bíða lengst en yngri en 20 ára fara ekki á biðlista og ekki held­ur þeir sem eru að óska eft­ir meðferð í fyrsta skipti né held­ur þeir sem ekki hafa þurft á inn­lögn að halda í lang­an tíma, seg­ir Val­gerður og bæt­ir við að ekki sé óal­gengt að um flýti­inn­lagn­ir sé að ræða vegna heilsu og ástands viðkom­andi. 

Varðandi unga fólkið sem kem­ur í meðferð á Vogi eru yfir 90% með fíkn í kanna­bis en flest­ir eru í blandaðri neyslu, það er nota örv­andi lyf, áfengi og önn­ur lyf. 

Líkt og fram kom í máli Þór­ar­ins Tyrf­ings­son­ar, lækn­is á Vogi, á Lækna­dög­um höfðu fimm af þeim sex ein­stak­ling­um á aldr­in­um 20-24 ára sem lét­ust árið 2016 verið á Vogi.

Þór­ar­inn seg­ir að hátt hlut­fall þeirra sem deyja á ári hverju og eru yngri en 35 ára hafi verið sjúk­ling­ar á Vogi. Í nýj­um töl­um sem hann kynnti í mál­stof­unni kem­ur fram að af þeim 13 sem lét­ust árið 2016 á aldr­in­um 30-34 ára hafi átta verið sjúk­ling­ar á Vogi. Þetta ger­ir 61,5% en hlut­fallið í ald­urs­hópn­um 20-24 ára er 83,3%. Af þeim 15 sem lét­ust á aldr­in­um 35-39 ára voru 10 sjúk­ling­ar á Vogi eða 66,7%. 

Í sam­an­b­urði við árin 2011-2015 er aukn­ing­in gríðarleg. Það er hversu hátt hlut­fall ung­menna sem deyja hafa verið á Vogi. Í ald­urs­hópn­um 20-24 ára fer hlut­fallið úr 25,6% í 83,3% árið 2016. Þetta eru slá­andi töl­ur seg­ir Þór­ar­inn og minn­ir á að oft sé talað um hversu marg­ir deyi ár­lega í bíl­slys­um máli sínu til stuðnings. 

Talið er að fimm hafi látið lífið á höfuðborg­ar­svæðinu í janú­ar vegna of­neyslu lyfja en sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá embætti land­lækn­is liggja ekki fyr­ir nýj­ar töl­ur um ótíma­bær and­lát. 

Sam­kvæmt dán­ar­meina­skrá eru lyfja­tengd and­lát árið 2017 sam­tals 23, 19 karl­ar og 4 kon­ur. 

Val­gerður seg­ir að því miður sé mikið af ótíma­bær­um dauðsföll­um úr hópi ungs fólks sem hef­ur verið í neyslu og þau séu í marg­faldri hættu miðað við jafn­aldra sína sem ekki eru með fíkni­vanda. Þörf­in sé mik­il og þau myndu vilja gera meira en til þess þurfi fjár­magn og skiln­ing frá stjórn­völd­um. 

Frá ár­inu 2000 hef­ur rúm­um á geðsviði Land­spít­al­ans fækkað úr 247 í 114 á tíu legu­deild­um. Auk þess sem Land­spít­al­inn rek­ur átta dag- og göngu­deild­ir og eitt sam­fé­lags­geðteymi. Niður­stöður far­alds­fræðirann­sókna benda til þess að um 45% lands­manna þurfi á geðheil­brigðisþjón­ustu að halda ein­hvern tím­ann á æv­inni og eft­ir­spurn­in hef­ur auk­ist jafnt og þétt.

Eða líkt og María Ein­is­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri geðsviðs Land­spít­al­ans, bend­ir á má rekja rót ör­orku á Íslandi í 38% til­vika til geðsjúk­dóma og þetta hlut­fall fer vax­andi, einkum meðal ungra karl­manna. Á geðsviði Land­spít­al­ans starfa 550 í 440 stöðugild­um, fólk með ólík­an bak­grunn og reynslu. Má þar nefna hjúkr­un­ar­fræðinga, lækna, sál­fræðinga, fé­lags­ráðgjafa, iðjuþjálfa, listmeðferðar- og íþrótta­fræðinga auk stuðnings­full­trúa o.fl.

Ekki er nóg að fjölga þverfaglegum geðheilsuteymum.
Ekki er nóg að fjölga þverfag­leg­um geðheilsu­teym­um. mbl.is/​Hari

„Við sem störf­um á þessu sviði finn­um hvað sam­vinna skipt­ir miklu máli og hvað umræðan snýst oft um inn­lagn­ir. En þær eru aðeins pínu­lítið brot af ferl­inu. Oft eru inn­lagn­ir ekki rétta leiðin og gagn­ast fólki alls ekki. Sum­um hrein­lega versn­ar við að vera lagðir inn á geðdeild. Held­ur á þetta að vera neyðarúr­ræði, okk­ar hlut­verk er að stöðva ein­hvern spíral, svo sem ef öðrum staf­ar ógn af viðkom­andi eða hætta er á sjálfsskaða. Síðan á hin eig­in­lega meðferð að taka við og það er ekki  í inn­lögn á geðdeild, held­ur í öðrum úrræðum eins og dag- og göngu­deild­um, heilsu­gæslu og hjá stofu­lækn­um,“ seg­ir María.

María seg­ir að ekki sé nóg að fjölga þverfag­leg­um geðheilsu­teym­um í nærum­hverfi sjúk­linga held­ur einnig sér­hæfðum teym­um sem starfa þvert á stofn­an­ir.

Inn­lögn er kostnaðarsamt og mikið inn­grip

„Þegar fólk leit­ar til okk­ar þá hef­ur oft gengið á ýmsu sem sýn­ir að það þyrfti að grípa inn miklu fyrr en gert er í dag. Meðal ann­ars með því að efla þjón­ustu í nærum­hverfi líkt og þær þjóðir sem við erum að bera okk­ur sam­an við, svo sem Bret­ar og hin Norður­lönd­in. Þær þjóðir standa okk­ur miklu fram­ar í geðheil­brigðismál­um og eru að sinna fólki í nærum­hverfi, svo sem skól­um, heilsu­gæslu og jafn­vel vinnu­stöðum. Enda eng­in heilsa án geðheilsu.

Að leggja fólk inn á sjúkra­hús er mjög kostnaðarsamt og mikið inn­grip. Við meg­um ekki gleyma því að geðið er al­veg jafn­mik­il­vægt og hjartað. Flest­ir, ef ekki all­ir, eru sam­mála um að það sé betra að setja mann­eskju á blóðþrýst­ings­lækk­andi lyf í tíma og beita öðrum for­vörn­um. Hvers vegna eig­um við að hegða okk­ur á ann­an hátt þegar kem­ur að geðsjúk­dóm­um? Því oft­ar sem fólk fer í veik­inda­ástand er erfiðara að ná sömu færni aft­ur,“ seg­ir María.  

María Einisdóttir segir fólk oft með ranghugmyndir varðandi geðdeildir.
María Ein­is­dótt­ir seg­ir fólk oft með rang­hug­mynd­ir varðandi geðdeild­ir. mbl.is/​Hari

Barna- og ung­linga­geðdeild­in, BUGL, á að þjóna börn­um upp að 18 ára aldri en oft teyg­ir deild­in sig upp varðandi ald­ur því það er oft erfitt fyr­ir ungt fólk að leggj­ast inn á al­menna full­orðins­geðdeild. María seg­ir að unnið sé að því að auka sam­vinn­una og um leið sveigj­an­leika í báðar átt­ir.

„Ég myndi vilja að fjár­magn fari í að efla BUGL og að deild­in þjóni fólki með þrosk­arask­an­ir upp í 24 eða 25 ára. Því þjón­ust­an á BUGL er oft miklu betri fyr­ir skjól­stæðinga en við veit­um hér á geðsviðinu. Við hugs­um bet­ur um börn­in okk­ar og ung­ling­ana en áður var gert en ég held að við höf­um aðeins sofnað á verðinum varðandi ald­urs­hóp­inn sem þar tek­ur við, 18-25 ára. Þegar þú ert 18 ára ertu enn í mennta­skóla og þetta er ald­ur­inn þar sem geðklofi fer að láta á sér kræla. Jafn­framt tök­um við ungt fólk, sem hef­ur verið á BUGL vegna átrösk­un­ar, til okk­ar.

Fólk er oft með rang­hug­mynd­ir varðandi geðdeild­ir og tel­ur að þær séu geymslupláss fyr­ir gam­alt og skrýtið fólk en raun­in er held­ur bet­ur önn­ur því geðdeild­in er sú deild Land­spít­al­ans sem er með yngstu skjól­stæðing­ana fyr­ir utan barna­spítala Hrings­ins. Hjá okk­ur eru jafn­vel ný­fædd börn sem leggj­ast inn hjá okk­ur með mæðrum sín­um sem glíma við fæðing­arþung­lyndi,“ seg­ir María.

For­eldr­ar, meðganga og barn er eitt af þeim teym­um sem starfa á geðsviði Land­spít­al­ans. Þar er þjón­usta fyr­ir for­eldra, sem eru með geðræn­an vanda/​fíkni­vanda og/​eða tengslavanda við barn sitt, sem eiga von á barni, eða eru með barn á fyrsta ári. Að megn­inu til er þetta því ungt fólk sem geðsviðið er að sinna og einkum í sér í lagi vegna geðrofs en nán­ar var fjallað um úrræði sem rekið er af geðsviði á Laug­ar­ás­vegi í ann­arri grein sem birt­ist í gær.

„Ef við vinn­um sam­an og veit­um ungu fólki aðstoð við að ná hæfni og færni þá kom­um við í veg fyr­ir að fólk verði ör­yrkj­ar,“ seg­ir María.

mbl.is/​Krist­inn Garðars­son

Á Land­spít­al­an­um eru rekn­ar fimm bráðamót­tök­ur, þar á meðal bráðamót­taka geðsviðs sem María seg­ir út úr kort­inu. Brátt er brátt og það á ekki að skipta máli hver sjúk­dóm­ur­inn er. Fólk þarf aðstoð og það strax.

„Á nýj­um spít­ala er gert ráð fyr­ir einni sam­einaðri bráðamót­töku líkt og er á flest­um sjúkra­hús­um í heim­in­um. Ef mann­eskja kem­ur til okk­ar á bráðamót­töku geðsviðs og líður út af í miðju viðtali vegna ofskömmt­un­ar áður en til okk­ar er komið þá þarf að flytja viðkom­andi með hraði á bráðamót­töku í Foss­vogi. Þetta er ein­fald­lega ör­ygg­is­ógn,“ seg­ir María og von­ast til þess að öll bráðaþjón­usta verði færð í Foss­vog­inn eins fljótt og auðið er. Slíkt er það besta í stöðunni fyr­ir bæði sjúk­ling og starfs­fólk.

Ein­hverj­ir for­eldr­ar ung­menna eldri en 18 ára hafa gagn­rýnt það að ekki sé hægt að nauðung­ar­vista börn þeirra ef ung­menn­in sjálf vilja ekki leggj­ast inn, þrátt fyr­ir að for­eldr­ar telji það réttu leiðina.

mbl.is/​Krist­inn Garðars­son

Auka þarf geðrækt­ar­starfið

Eitt af for­gangs­mál­um geðsviðs Land­spít­al­ans og þeirra sem koma að geðheil­brigðismál­um er að byggja upp og efla geðheil­brigðisþjón­ustu á heilsu­gæslu­stöðvum um allt land. Fjölga þarf fag­fólki og flýta áætl­un um fjölg­un sál­fræðinga og annarra fag­stétta.

Í Reykja­vík er geðheil­brigðisteymi starf­andi á heilsu­gæsl­unni í Breiðholti og unnið er að því að koma öðru slíku teymi í gagnið á ann­arri heilsu­gæslu. Það teymi myndi sinna svæðinu vest­an Elliðaáa. Von­ir standa til að slíkt teymi taki til starfa fyr­ir vorið.

Líkt og hjá geðheil­brigðisteym­inu í Breiðholti yrði um annarr­ar línu þjón­ustu að ræða líkt og sál­fræðing­ar og geðlækn­ar á stofu eru. Það er ef þjón­ust­unni er skipt upp í þrjár lín­ur þá er al­menn heilsu­gæsla fyrstu línu þjón­usta eða sá sem fyrst á að hafa sam­band við en geðsvið Land­spít­al­ans er þriðja lín­an, út­skýr­ir María fyr­ir blaðamanni.

„Mér finnst mjög mik­il­vægt að ná því fram að Sjúkra­trygg­ing­ar Íslands geri samn­ing við sál­fræðinga líkt og gert hef­ur verið við aðrar fag­stétt­ir á sviði heil­brigðisþjón­ustu. Svo sem tann­lækna, geðlækna og sjúkraþjálf­ara. Með þessu væri hægt að auka for­varn­ir sem er gríðarlega mik­il­vægt að gera áður en kvíði verður svo lam­andi að þú þorir ekki út fyr­ir húss­ins dyr eða þrá­hyggj­an slík að þú get­ur ekki tek­ist á við sam­fé­lagið.

Við get­um gert þetta með auknu geðrækt­ar­starfi í skól­um og eins sjálfs­vígs­for­vörn­um. Þetta myndi létta álag­inu af geðsviði spít­al­ans en aðflæðið að geðdeild­um er allt of mikið eins og staðan er í dag. Á meðan við erum ekki að bjóða al­mennt betri geðheil­brigðisþjón­ustu í þjóðfé­lag­inu og nú er þá get­um við ein­fald­lega ekki dregið úr aðflæðinu.

Svo margt sem er hægt að gera án okk­ar aðkomu. Til að mynda með því að beita hug­rænni at­ferl­is­meðferð oft­ar við þung­lyndi og ef það dug­ar ekki að bæta þá lyfj­um við. Yfir helm­ingi allra þung­lynd­is­lyfja er ávísað af heilsu­gæslu­lækn­um. Það er hátt hlut­fall en úrræðin eru of fá hjá heilsu­gæsl­unni og fólk fær ekki nægi­lega hjálp. Með auk­inni þverfag­legri vinnu yrði von­andi hægt að taka af okk­ur heims­metið í ávís­un­um á geðlyf. Þung­lynd­is­lyf virka á marga og ekki hægt að ætl­ast til þess að heim­il­is­lækn­ir sem hef­ur ör­fá­ar mín­út­ur til að sinna viðkom­andi geti tekið ákvörðun um annað ef hann hef­ur ekki önn­ur úrræði fyr­ir viðkom­andi,“ seg­ir María.

Fólk ligg­ur að meðaltali í níu daga á geðdeild sem er of stutt­ur tími í mörg­um til­vik­um og skil­ar sér í því að mikið er um end­ur­inn­lagn­ir, að sögn fram­kvæmda­stjóra geðsviðs Land­spít­al­ans. Með því að út­skrifa fólk svo fljótt, til að mynda vegna pláss­leys­is, verður að vera hægt að bjóða fólki upp á aðstoð í fram­hald­inu. Svo sem á göngu- og dag­deild­um, seg­ir María.

Eitt af því sem hef­ur verið í umræðunni eru tvö sjálfs­víg á geðdeild­inni á Hring­braut í ág­úst í fyrra. María seg­ir að starfs­fólk spít­al­ans reyni að gera allt til þess að koma í veg fyr­ir að svo skelfi­leg­ir at­b­urðir eigi sér stað inni á sjúkra­hús­inu en því miður geti verið erfitt að koma í veg fyr­ir slíkt ef fólk er staðráðið í að taka líf sitt.

Mik­il­vægt sé að bæta ör­ygg­is­mál­in og unnið sé að því þrátt fyr­ir að enn sé langt í land. Tryggja þurfi að her­bergi á geðdeild­um séu þannig úr garði gerð að það sé ekki hægt að  fremja sjálfs­víg þar og að ótrú­lega mörgu sé að hyggja í því sam­hengi. Jafn­framt er vopna­b­urður vax­andi vanda­mál og ekki óal­gengt að fólk sem glím­ir við fíkn og aðsókn­ar­hug­mynd­ir beri vopn í varn­ar­skyni. Þegar viðkom­andi tel­ur að sér sé vegið geti voðinn verið vís. Aft­ur á móti er starfs­fólki Land­spít­al­ans óheim­ilt að sinna vopna­leit og ef grun­ur leik­ur á um að ein­hver sé vopnaður, til að mynda með dúka­hníf á sér, þarf að kalla lög­reglu á staðinn.

María tek­ur und­ir með Fer­d­inand Jóns­syni geðlækni sem fjallaði um sjálfs­vígsum­ræðuna á Lækna­dög­um ný­verið en rann­sókn­ir benda til þess að mik­il um­fjöll­un um sjálfs­víg geti haft af­drifa­rík­ar af­leiðing­ar, einkum ef hún er óvar­leg, og jafn­vel ýtt fólki sem komið er á ystu nöf í sínu lífi fram af bjarg­brún­inni. 

Hún seg­ir að nauðsyn­legt sé að end­ur­bæta hús­næði geðdeilda til að upp­fylla ör­yggis­kröf­ur og ekki síst að fjölga bráða- og inn­lagnapláss­um enda biðlist­ar eft­ir þjón­ustu þeirra og í ein­hverj­um til­vik­um eru biðlist­arn­ir allt of lang­ir á sama tíma og deild­ir séu meira en full­nýtt­ar. 

Hrund Þrándardóttir sálfræðingur segir að mikilvægt sé að bæta aðgengi …
Hrund Þránd­ar­dótt­ir sál­fræðing­ur seg­ir að mik­il­vægt sé að bæta aðgengi að sál­fræðiþjón­ustu með aðkomu Sjúkra­trygg­inga. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Ef aðstoð er ekki veitt þá er hætta á meiri vanda síðar

Hrund Þránd­ar­dótt­ir, formaður Sál­fræðinga­fé­lags Íslands, seg­ir langa biðlista vera eft­ir grein­ing­um á vanda barna og ung­linga inn­an skóla­kerf­is­ins sem sé mjög slæmt vegna þess að þar fari frum­grein­ing­ar fram. Þegar þeim lýk­ur þurfa börn svo gjarn­an að bíða aft­ur í kerf­inu eft­ir fullnaðargrein­ingu.

„Vegna biðlist­anna minnki lík­ur á að ung­ling­arn­ir komi á þau nám­skeið sem eru í boði þar sem unnið er með vanda­mál sem þau stríða við, svo sem kvíða. Nám­skeið sem skipta gríðarlega miklu máli. Vegna biðlista eft­ir grein­ingu get­ur bið eft­ir viðeig­andi úrræðum auðvitað auk­ist líka, hvort sem er aðstoð í skóla, ráðgjöf til for­eldra, meðferð eða annað. Sums staðar þarf þó ekki að bíða eft­ir fullri grein­ingu held­ur er vandi skimaður og börn­um og/​eða for­eldr­um boðið á nám­skeið t.d. vegna kvíða eða hegðun­ar­vanda. Gall­inn er líka sá að það er ekki sama hvar þú býrð, og þá á ég ekki bara við hvar á land­inu held­ur í hvaða hverfi þú býrð, hversu lengi þú þarft að bíða eft­ir þjón­ustu. Biðtím­inn get­ur verið hátt í þrjú ár á ein­um stað en nokkr­ar vik­ur á öðrum,“ seg­ir Hrund.

Hún seg­ir að ef börn­um með ADHD og þeim sem eru með hegðun­ar­vanda­mál er ekki mætt auk­ist lík­ur á að þau glími við ann­an vanda síðar, s.s. kvíða. „Við vit­um þetta og við meg­um ekki láta þetta ger­ast.“

All­ir stjórn­mála­flokk­ar hafa lýst yfir vilja til að tryggja sál­fræðiþjón­ustu í fram­halds­skól­um en slík þjón­usta er ekki kom­in form­lega í gagnið og þar sem slík þjón­usta er í boði er hún al­farið á veg­um viðkom­andi skóla. Hrund seg­ir af hinu góða að stjórn­mála­menn séu sam­stíga hér um að veita slíka þjón­ustu en enn eigi eft­ir að ákveða hvernig sú þjón­usta á að vera.

„Ljóst er að þjón­ust­an verður ekki í formi meðferðar, að minnsta kosti ekki á fyrstu stig­um. Það þarf að tryggja að hún falli vel inn í kerfið og ekki sé verið að búa til eitt­hvert nýtt kerfi.  Við telj­um mik­il­vægt að ein­falda kerfið, sinna for­vörn­um og vísa áfram í viðeig­andi úrræði. En það fara ekki all­ir krakk­ar í fram­halds­skóla og við þurf­um að sinna þeim líka,“ seg­ir Hrund.

Hún seg­ir það af hinu góða að sé verið að setja alla sál­fræðiþjón­ustu fyr­ir börn og ung­menni inn í heilsu­gæsl­una og það sama verði gert varðandi full­orðna í kjöl­farið. Á sama tíma er sál­fræðiþjón­usta ekki niður­greidd líkt og þjón­usta sjúkraþjálf­ara og geðlækna.

Sál­fræðiþjón­usta er ekki dýr­ari en önn­ur þjón­usta en þar sem ríkið tek­ur ekki á neinn hátt þátt í kostnaðinum lend­ir hann all­ur á ein­stak­lingn­um sem þarf á þjón­ust­unni að halda og fjöl­skyldu hans.

„Við höf­um talað fyr­ir því í mörg ár að þessu verði breytt og erum reiðubú­in til að taka þátt í þeirri vinnu að und­ir­búa breyt­ing­arn­ar í þessa átt. Til að mynda að fara svipaða leið og sjúkraþjálf­ar­ar fóru. Til­vís­an­ir í sér­fræðiþjón­ust­una komi frá heilsu­gæsl­unni. Von­andi yrði þetta til þess að draga úr lyfja­notk­un en í dag er staðan sú að það er ódýr­ara fyr­ir ein­stak­ling­inn að fá lyf þar sem þau eru niður­greidd. Lyf sem kannski hjálpa fólki að þola ástandið en kenna því ekki að lifa með veik­indi sín, að læra á sín­ar til­finn­ing­ar og hvernig taka eigi á mót­læti. Mælt er með því að byrja á sál­fræðimeðferð, s.s. hug­rænni at­ferl­is­meðferð frek­ar en lyfj­um við kvíða og dep­urð. Það er al­var­legt að ekki sé farið eft­ir leiðbein­ing­um hvað þetta varðar. Ef sál­fræðiþjón­ust­an færi í þenn­an far­veg myndi það skila ávinn­ingi til þjóðfé­lags­ins,“ seg­ir Hrund.

Hef­ur áhyggj­ur af þeim sem ekki eru í skóla og fá ekki aðstoð

Há­skól­inn í Reykja­vík hóf ný­verið að bjóða nem­end­um skól­ans upp á sál­fræðiþjón­ustu inn­an há­skól­ans. Í þess­ari nýju þjón­ustu felst sál­fræðiviðtal og sex vikna hópmeðferð við þung­lyndi og kvíða fyr­ir þá nem­end­ur sem þess óska. Þjón­ust­an er veitt af sál­fræðisviði HR í sam­starfi við náms- og starfs­ráðgjöf há­skól­ans.

Hrund seg­ir þetta mik­il­vægt og gott skref í bar­átt­unni fyr­ir geðheil­brigði há­skóla­nema en um þriðjung­ur há­skóla­nema á Íslandi mæl­ist með þung­lyndi og tæp 20% með ein­kenni kvíða. Þetta er meðal þess sem fram kem­ur í rann­sókn sál­fræðing­anna Andra Haukstein Odds­son­ar og Hall­dóru Bjarg­ar Rafns­dótt­ur.

„Við könnuðum geðheil­brigði nem­enda í þrem­ur stærstu há­skól­um Íslands — Há­skóla Íslands, Há­skóla Reykja­vík­ur og Há­skól­an­um á Ak­ur­eyri,“ seg­ir Andri í sam­tali við mbl.is ný­verið og kveður þau sér­stak­lega hafa skimað fyr­ir ein­kenn­um þung­lynd­is og kvíða.

Niðurstaðan var sú að 34,4% nem­enda mæld­ust yfir klín­ísk­um mörk­um þung­lynd­is og 19,8% mæld­ust yfir klín­ísk­um mörk­um kvíða.

Ef þú ert fótbrotinn þá leitar þú þér aðstoðar en …
Ef þú ert fót­brot­inn þá leit­ar þú þér aðstoðar en það á ekki endi­lega við um þá sem glíma við geðrask­an­ir. mbl.is/​Hari

Hrund fagn­ar því að há­skóla­nem­ar geti leitað sér aðstoðar sál­fræðings inn­an skóla en eins og með fram­halds­skól­ana þá velt­ir hún fyr­ir sér þjón­ustu fyr­ir aðra, sér­stak­lega þá sem eru á ein­hvern hátt óvirk­ir í þjóðfé­lag­inu, utan vinnu, í neyslu o.s.frv. 

Hún seg­ir að mikl­ar breyt­ing­ar hafi orðið á fimm eða tíu árum varðandi geðsjúk­dóma og umræðuna. En er samt tabú hjá fólki enn í dag.

„Geðrask­an­ir eru veik­indi eins og önn­ur veik­indi og við þurf­um að læra að taka á slík­um veik­ind­um og hlúa að okk­ur líkt og með önn­ur veik­indi. Við meg­um ekki gleyma því og eitt af því sem við get­um gert er að auka fræðslu meðal kenn­ara á öll­um skóla­stig­um og eins þjálf­ara og annarra sem starfa með börn­um og ung­ling­um. 

Við verðum líka að passa upp á að unga fólkið af­greiði hlut­ina ekki með setn­ing­um eins og: „Nei, ég er með kvíða og þess vegna tek ég ekki þátt.“ Sætt­um okk­ur ekki við það til lengd­ar að ung­ling­ur segi: „Nei, ég er með kvíða, ég get ekki tekið þátt í þessu,“  frek­ar en við mynd­um sætt­um okk­ur við til lengd­ar að ung­ling­ur með fót­brot segði: „Nei, ég er fót­brot­inn, ég get ekki tekið þátt.“ Sá sem er fót­brot­inn leit­ar sér aðstoðar líkt og sá sem er með kvíða á að gera og það er vel hægt að læra að vinna með kvíða og eiga frá­bært líf þrátt fyr­ir hann. Við eig­um að segja: „Ég er með kvíða og ég þarf að leita mér aðstoðar,“ al­veg eins og sá fót­brotni og við eig­um að bregðast al­veg eins við þess­um svör­um og við búum við skekkju í heil­brigðis­kerfi sem kem­ur í veg fyr­ir að fólk leiti viðeig­andi aðstoðar,“ seg­ir Hrund.

mbl.is