10 lífsreglur Marina Abramović

10 lífsreglur | 25. febrúar 2018

10 lífsreglur Marina Abramović

Sviðslistakonan Marina Abramović hefur heillað heimsbyggðina með innsetningum sínum þar sem hún er að fást við m.a. tilfinningar í gegnum list. Hún hefur verið áberandi í listgrein sinni í yfir fjóra áratugi og eru margir sammála um að hún túlki sársauka, takmörk hins líkamlega og hugaraflið á einstakan hátt. Við skoðum 10 lífsreglur í hennar anda.

10 lífsreglur Marina Abramović

10 lífsreglur | 25. febrúar 2018

mbl.is/Pinterest

Sviðslista­kon­an Mar­ina Abramović hef­ur heillað heims­byggðina með inn­setn­ing­um sín­um þar sem hún er að fást við m.a. til­finn­ing­ar í gegn­um list. Hún hef­ur verið áber­andi í list­grein sinni í yfir fjóra ára­tugi og eru marg­ir sam­mála um að hún túlki sárs­auka, tak­mörk hins lík­am­lega og hug­araflið á ein­stak­an hátt. Við skoðum 10 lífs­regl­ur í henn­ar anda.

Sviðslista­kon­an Mar­ina Abramović hef­ur heillað heims­byggðina með inn­setn­ing­um sín­um þar sem hún er að fást við m.a. til­finn­ing­ar í gegn­um list. Hún hef­ur verið áber­andi í list­grein sinni í yfir fjóra ára­tugi og eru marg­ir sam­mála um að hún túlki sárs­auka, tak­mörk hins lík­am­lega og hug­araflið á ein­stak­an hátt. Við skoðum 10 lífs­regl­ur í henn­ar anda.

þessi grein er fram­hald greina um fólk sem hef­ur haft áhrif á heims­byggðina með lífs­regl­um sem eru til eft­ir­breytni.

mbl.is/​Pin­t­erest

Vertu til staðar

Mar­ina Abramović var með áhuga­verða inn­setn­ingu í Moma þar sem hún sat í marga daga og bauð gest­um og gang­andi að setj­ast á móti sér, þar sem hún fókuseraði á hvern aðila fyr­ir sig og lagði sitt af mörk­um að tengj­ast mann­eskj­unni sem sat á móti henni til­finn­inga­lega.

Eft­ir henni hef­ur verið haft að með þess­ari inn­setn­ingu hafi fólk ekki náð að fela sig á bak við neitt, það sat á móti henni og hún skoðaði inn í hjarta­stöðvar þess með hug­arafl­inu einu sam­an.

Gráttu fyr­ir fram­an aðra

Að mati Mar­ina Abramović fel­um við okk­ur fyr­ir sam­fé­lag­inu og líf­inu, með tækj­um og aðferðum sem við höf­um þróað með okk­ur. Við grát­um þegar við erum ein, án þess að leyfa öðrum að sjá hvernig okk­ur raun­veru­lega líður. Að henn­ar mati eig­um við að vera til staðar í eig­in lífi. Við eig­um að þora að upp­lifa það sem við erum að upp­lifa og finna fyr­ir fram­an aðra. Vera til staðar fyr­ir okk­ur og aðra. Vertu auðmjúk og raun­veru­leg­ur/​raun­veru­leg fyr­ir fram­an fólk.

mbl.is/​Pin­t­erest

Gerðu mis­tök

Ef þú þorir ekki að gera mis­tök að mati Mar­ina Abramović þá ertu ekki að lifa. Mis­tök eru gerð þegar þú ferð út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og eft­ir því sem þú ferð oft­ar út fyr­ir þæg­ind­in þín, þeim mun meira stækk­ar þessi rammi. Að henn­ar mati eru mis­tök hluti af vel­gengni og því ein­ung­is tak­mörk­un á hugs­un og lífi að reyna að forðast mis­tök.

Eins miss­ir þú for­vitn­ina þína og lífsneist­ann ef þú forðast mis­tök. Svo leyfðu þér að mistak­ast og líttu á það sem já­kvæðan hlut af líf­inu. Mis­tök eru gerð þegar þú ert að prófa þig áfram.

Andaðu

Að mati Abramović þá stjórn­um við hug­an­um með anda­drætt­in­um ein­um sam­an. Með mis­mun­andi teg­und af and­ar­drætti, get­ur þú orðið ást­fang­inn, hatað ein­hvern og svo fram­veg­is. Prófaðu. Því þú get­ur upp­lifað allt til­finn­ingarófið þitt með mis­mun­andi and­ar­drætti að henn­ar sögn.

Skrifaðu niður hug­mynd­irn­ar þínar

Að mati Mar­ina Abramović er mik­il­vægt að vera skap­andi á degi hverj­um. Hún hvet­ur til þess að við setj­umst niður með blöð og penna og skrif­um niður all­ar hug­mynd­ir sem okk­ur detta í hug. Að við setj­um góðar hug­mynd­ir á hægri hlið borðsins sem við sitj­um við og lé­leg­um hug­mynd­um hend­um við í litla rusla­tunnu und­ir borðinu. Eft­ir að hafa gert þetta í ein­hvern tíma, mæl­ir hún með að við tök­um all­ar vondu hug­mynd­irn­ar og skoðum þær bet­ur. Að þær séu í raun og veru þær hug­mynd­ir sem við eig­um að prófa, sem færa okk­ur út fyr­ir ramm­ann sem við þekkj­um og skilj­um í dag. Í átt að lífi sem okk­ur er ætlað að prófa.

mbl.is/​Pin­t­erest

Njóttu ferðalags­ins

Það sem Mar­ina Abramović legg­ur áherslu á er að njóta ferðalags­ins, hvort held­ur sem er í list­sköp­un sinni eða í líf­inu. Þetta má sjá af mörg­um verka henn­ar. Þar sem erfitt er að átta sig á upp­haf­inu og end­in­um. Prófaðu í anda henn­ar að njóta ferðalags­ins meira og gera minni plön um enda­stöðina. Tím­inn er af­stæður, hann til­heyr­ir bara fortíðinni og framtíðinni, ekki augna­blik­inu sem við þurf­um að venja okk­ur á að njóta bet­ur að henn­ar sögn.

Losaðu þig við egóið þitt

Að mati Mar­ina Abramović get­um við ekki orðið góð í öllu sem við ger­um, nema við ger­um það sama alls staðar og hún hrífst ekki af því. Að henn­ar mati er egóið okk­ar fyr­ir þegar við erum að skapa eitt­hvað nýtt, ef við verðum of upp­tek­in af því að all­ir þurfa að elska það sem við ger­um. Prófaðu að gera það sem hjartað þitt seg­ir þér að gera, án þess að setja ein­hverja merk­ingu í það. Ef þú verður of upp­tek­in af þínum eig­in verðmæt­um, þá muntu finna hvernig það haml­ar þér í list­sköp­un og líf­inu. Full­kom­inn list­gjörn­ing­ur að henn­ar mati er eitt­hvað sem breyt­ir öll­um sem fylgj­ast með hon­um, hreyf­ir við fólki og fær það til að skoða sig ekki þig.

Leggðu metnað í sam­bönd­in þín

Að mati Mar­ina Abramović skipt­ir jafn­miklu máli að leggja vinnu í að enda sam­bönd eins og að hefja þau. Að henn­ar mati eiga mörg sam­bönd sér upp­haf og endi. Stund­um vex fólk í sund­ur, stund­um verða hlut­ir að enda. Ef þú legg­ur jafn­mikið í end­inn og í byrj­un­ina ertu að gera eitt­hvað rétt.

mbl.is/​Pin­t­erest

Upp­lifðu hlut­ina sterkt

Að mati Mar­ina Abramović er nauðsyn­legt fyr­ir okk­ur mann­fólkið að fara í gegn­um hlut­ina nátt­úru­lega, en ekki með hálf­káki. Sem dæmi hef­ur hún nefnt hluti eins og ástarsorg. Ef þú leyf­ir þér að finna og gráta og vera eins og þér líður, þá get­ur ástarsorg gert þig sterk­ari. En ef þú bæl­ir niður til­finn­ing­ar, tek­ur inn efni til að deyfa þig, þá verður þú veik­ari. Leyfðu þér að upp­lifa og vera. Lifðu líf­inu ró­lega, þannig kemstu sterk­ari í gegn­um það að henn­ar mati.

Mættu fólki í hljóði

Ef þú vilt upp­lifa til­finn­ing­ar fólks án þess að það nái að setja upp vegg á milli ykk­ar, þá skaltu mæta því án orða að sögn Mar­ina Abramović. Ef þú bara horf­ir á fólk inn í augu þess og inn í sál­ina, þá teng­ist þú fólki á yf­ir­nátt­úru­leg­an hátt. Þegar að orðin byrja að flæða þá koma hindr­an­ir á milli sála að henn­ar mati. Leyfðu þér að finna með öðru fólki, og tjáðu þig með anda­drætti, aug­um, and­liti og lík­am­an­um.

mbl.is/​Pin­t­erest
mbl.is