Gætu met verið slegin í kvöld?

Óskarsverðlaunin 2018 | 5. mars 2018

Gætu met verið slegin í kvöld?

Nítugasta Óskarsverðlaunahátíðin verður haldin í Los Angeles í nótt að íslenskum tíma. Miðað við tilnefningar kvöldsins lítur út fyrir að nokkur met gætu verið slegin á hátíðinni.

Gætu met verið slegin í kvöld?

Óskarsverðlaunin 2018 | 5. mars 2018

Leikstjórinn Jordan Peele mætir á rauða dregilinn fyrr í kvöld.
Leikstjórinn Jordan Peele mætir á rauða dregilinn fyrr í kvöld. AFP

Nítug­asta Óskar­sverðlauna­hátíðin verður hald­in í Los Ang­eles í nótt að ís­lensk­um tíma. Miðað við til­nefn­ing­ar kvölds­ins lít­ur út fyr­ir að nokk­ur met gætu verið sleg­in á hátíðinni.

Nítug­asta Óskar­sverðlauna­hátíðin verður hald­in í Los Ang­eles í nótt að ís­lensk­um tíma. Miðað við til­nefn­ing­ar kvölds­ins lít­ur út fyr­ir að nokk­ur met gætu verið sleg­in á hátíðinni.

Breski miðill­inn Guar­di­an hef­ur tekið sam­an eft­ir­far­andi punkta:

  • Christoph­er Plum­mer, 88 ára, gæti orðið sá elsti til að vinna til verðlauna fyr­ir best­an leik og um leið slegið sitt eigið met frá ár­inu 2012.
  • Rachel Morri­son, sem þegar er fyrsta kon­an til að vera til­nefnd fyr­ir kvik­mynda­töku, fyr­ir mynd­ina Mud­bound, gæti þess vegna að sjálf­sögðu orðið fyrsta kon­an til að hljóta verðlaun­in.
  • Ef Jor­d­an Peele nær að sigra Guillermo del Toro í slagn­um um verðlaun­in fyr­ir bestu leik­stjórn­ina, yrði hann fyrsti svarti maður­inn til að hreppa þau.
  • Timot­hée Chala­met, leik­ari í mynd­inni Call Me by Your Name, gæti orðið sá yngsti til að fá verðlaun fyr­ir best­an leik karlleik­ara í aðal­hlut­verki. Myndi hann slá met Adrien Brody sem var 29 ára þegar hann hlaut verðlaun fyr­ir leik sinn í The Pi­an­ist.
  • Lík­leg­ust til að slá met þykir vera Agnes nokk­ur Varda, sem 89 ára að aldri er þegar sú elsta til að vera til­nefnd til Óskar­sverðlauna. Ef heim­ild­ar­mynd henn­ar, Faces Places, vinn­ur til verðlauna þá yrði hún sömu­leiðis elsti verðlauna­hafi í sögu Óskar­sverðlauna­hátíðar­inn­ar.

Fylgst er með hátíðinni í beinni hér á mbl.is

mbl.is