Tilvísanir í raunverulegt morðmál

Óskarsverðlaunin 2018 | 5. mars 2018

Skiltin eru tilvísun í raunverulegt morðmál

Þó að handrit kvikmyndarinnar Three Billboards Outside Ebbing, Missouri, sé skáldskapur á söguþráðurinn sér ákveðna hliðstæðu í raunveruleikanum. Í myndinni er fjallað um baráttu móður fyrir því að grimmilegt morð dóttur hennar sé rannsakað til hlítar í smábæ í Missouri. Hún ákveður að setja upp þrjú auglýsingaskilti til að vekja athygli almennings á málinu. Frances McDormand hlaut Óskarsverðlaun í gær fyrir túlkun sína á móðurinni.

Skiltin eru tilvísun í raunverulegt morðmál

Óskarsverðlaunin 2018 | 5. mars 2018

Frances McDormand í hlutverki hinnar örvæntingarfullu móður í myndinni The …
Frances McDormand í hlutverki hinnar örvæntingarfullu móður í myndinni The Billboards outside Ebbing, Missouri.

Þó að hand­rit kvik­mynd­ar­inn­ar Three Bill­bo­ards Outsi­de Ebb­ing, Mis­souri, sé skáld­skap­ur á söguþráður­inn sér ákveðna hliðstæðu í raun­veru­leik­an­um. Í mynd­inni er fjallað um bar­áttu móður fyr­ir því að grimmi­legt morð dótt­ur henn­ar sé rann­sakað til hlít­ar í smá­bæ í Mis­souri. Hún ákveður að setja upp þrjú aug­lýs­inga­skilti til að vekja at­hygli al­menn­ings á mál­inu. Frances McDormand hlaut Óskar­sverðlaun í gær fyr­ir túlk­un sína á móður­inni.

Þó að hand­rit kvik­mynd­ar­inn­ar Three Bill­bo­ards Outsi­de Ebb­ing, Mis­souri, sé skáld­skap­ur á söguþráður­inn sér ákveðna hliðstæðu í raun­veru­leik­an­um. Í mynd­inni er fjallað um bar­áttu móður fyr­ir því að grimmi­legt morð dótt­ur henn­ar sé rann­sakað til hlít­ar í smá­bæ í Mis­souri. Hún ákveður að setja upp þrjú aug­lýs­inga­skilti til að vekja at­hygli al­menn­ings á mál­inu. Frances McDormand hlaut Óskar­sverðlaun í gær fyr­ir túlk­un sína á móður­inni.

Það var ein­mitt þetta sem Fult­on-fjöl­skyld­an í smá­bæn­um Vidor í Texas gerði eft­ir að dótt­ir­in lést að því er í fyrstu var talið bíl­slys. For­eldr­ar Kat­hy Page hafa hins veg­ar alla tíð verið sann­færð um að hún hafi verið myrt. Allt frá ár­inu 1991 hafa þeir því sett upp aug­lýs­inga­skilti með kröf­um um að lög­regl­an finni morðingja dótt­ur þeirra. 

„Pabbi minn veitti kvik­mynda­gerðarmönn­un­um inn­blást­ur með því að setja þessi skilti upp,“ seg­ir Sherry Valent­ine, syst­ir Page, í sam­tali við Insi­de Ed­iti­on. 

Page var gift tveggja barna móðir. Hún fannst lát­in í flaki bíls um 200 metr­um frá heim­ili sínu. Í fyrstu var talið að um bíl­slys hefði verið að ræða en er rann­sókn lög­reglu hófst kom í ljós að Page hafði verið kýld og nef­brot­in og svo kyrkt. Sýnt var fram á að líki henn­ar hefði að því loknu verið komið fyr­ir í bíl­flak­inu. Blóð fannst á nær­föt­um henn­ar og á húð en ekk­ert á ut­an­yf­ir­föt­um henn­ar. 

All­ar göt­ur síðan hafa kröf­ur um ít­ar­legri rann­sókn á morðmál­inu blasað við á skilt­un­um fyr­ir utan Vidor. Fjöl­skyld­an vill að hlustað sé á hana og að rétt­læti ná­ist í mál­inu.

Ýmsir hafa legið und­ir grun í gegn­um tíðina en nú hafa augu rann­sak­enda enn og aft­ur beinst að Steve Page, eig­in­manni Kat­hy Page. Þau bjuggu ekki sam­an er morðið var framið en voru gift í þrett­án ár. Kat­hy Page vildi skilnað.

Auglýsingaskiltin sem fjölskylda Kathy Page setti upp fyrir utan smábæinn …
Aug­lýs­inga­skilt­in sem fjöl­skylda Kat­hy Page setti upp fyr­ir utan smá­bæ­inn í Texas.

„Ég spurði Steve hvort hann hefði myrt syst­ur mína,“ seg­ir Jim Fult­on, bróðir fórn­ar­lambs­ins. „Hann sagði að hann hefði aldrei getað skaðað hana. Að hann hafi elskað hana.“

Steve Page hef­ur ekki verið ákærður og held­ur fram sak­leysi sínu. En faðir Kat­hy og systkini henn­ar eru sann­færð um sekt hans.

„Ég held að hann hafi ekki ætlað að drepa hana,“ seg­ir Dia­ne Daigle, syst­ir Kat­hy Page. „Ég held að hann hafi misst stjórn á sér.“

Málið enn í rann­sókn

Rod Carrol er lög­reglu­stjóri í Vodor, sá fimmti sem sinnt hef­ur því starfi frá því að Kat­hy lést. 

„Við höf­um alltaf haft ein­hvern grunaðan,“ seg­ir hann. „Ég get ekki farið út í smá­atriði um hvað er sann­leik­ur og hvað eru sögu­sagn­ir. Ég skil að fjöl­skyld­an sé reið.“

Faðir Page er nú orðinn 86 ára. Hann fer að gröf dótt­ur sinn­ar nær hvern dag. Hann seg­ir að aug­lýs­inga­skilti verða uppi þar til málið leys­ist. Hann seg­ist hafa varið gríðarleg­um fjár­mun­um síðustu 25 árin í aug­lýs­inga­her­ferðina. 

Í frétt Insi­de Ed­iti­on seg­ir að aug­lýs­inga­skilt­in hafi fangað at­hygli breska hand­rits­höf­und­ar­ins og leik­stjór­ans Mart­in McDonagh er hann var á ferðalagi um Texas fyr­ir um tveim­ur ára­tug­um. Skilt­in eru því sögð hafa verið inn­blástur­inn að kvik­mynd hans, Three Bill­bo­ards Outsi­de Ebb­ing, Mis­souri. 

„Á skilt­un­um voru reiðileg og sárs­auka­full skila­boð til lög­regl­unn­ar um glæp­inn,“ rifjar McDonagh upp. „Nafn mynd­ar­inn­ar kom út frá þess­um skilt­um og hug­mynd­in að mynd­inni kom frá þeim en þau viku ekki úr huga mér í fleiri ár. Hvers kon­ar sárs­auki fær fólk til að grípa til slíkra ráða? Það þarf mik­inn kjark - og mikla reiði til.“

mbl.is