Átroðningur á viðkvæmum tíma

Óvenjumikill átroðningur á viðkvæmum tíma

Umhverfisstofnun hefur gripið til skyndilokana á þremur stöðum vegna gróðurskemmda síðustu vikur. Klukkan 10 í dag var gönguleiðinni inn í Reykjadal í Ölfusi lokað en þar hefur álag á stíga og umhverfi verið gríðarlegt. Ekki er í bígerð að loka öðrum svæðum að svo stöddu en ef ábendingar um skemmdir berast verða þær skoðaðar og ástandið metið.

Óvenjumikill átroðningur á viðkvæmum tíma

Náttúruauðlindir Íslands | 31. mars 2018

Göngustígurinn inn í Reykjadal í Ölfusi er mjög illa farinn.
Göngustígurinn inn í Reykjadal í Ölfusi er mjög illa farinn. Mynd/Adolf Ingi Erlingsson

Um­hverf­is­stofn­un hef­ur gripið til skyndi­lok­ana á þrem­ur stöðum vegna gróður­skemmda síðustu vik­ur. Klukk­an 10 í dag var göngu­leiðinni inn í Reykja­dal í Ölfusi lokað en þar hef­ur álag á stíga og um­hverfi verið gríðarlegt. Ekki er í bíg­erð að loka öðrum svæðum að svo stöddu en ef ábend­ing­ar um skemmd­ir ber­ast verða þær skoðaðar og ástandið metið.

Um­hverf­is­stofn­un hef­ur gripið til skyndi­lok­ana á þrem­ur stöðum vegna gróður­skemmda síðustu vik­ur. Klukk­an 10 í dag var göngu­leiðinni inn í Reykja­dal í Ölfusi lokað en þar hef­ur álag á stíga og um­hverfi verið gríðarlegt. Ekki er í bíg­erð að loka öðrum svæðum að svo stöddu en ef ábend­ing­ar um skemmd­ir ber­ast verða þær skoðaðar og ástandið metið.

„Þarna er klaki að fara úr jörðu og jarðveg­ur­inn mjög viðkvæm­ur fyr­ir átroðningi,“ seg­ir Ólaf­ur A. Jóns­son, sviðsstjóri hjá Um­hverf­is­stofn­un í sam­tali viðmbl.is um ástandið í Reykja­dal. Hann seg­ir veðrið í raun ekk­ert óvenju­legt, um dæmi­gert vor­veður sé að ræða. Hins veg­ar sé ágang­ur fólks á svæðinu nú óvenju­mik­ill á þess­um viðkvæma árs­tíma. Mik­il leðja hafi mynd­ast á göngu­stíg­um og fólk freist­ast til að ganga til hliðar við þá og slíkt hef­ur valdið skemmd­um. „Við telj­um að næstu daga og vik­ur geti verið hætta á meiri skemmd­um og því ákváðum við að grípa inn í.“

Svona er göngustígurinn inn í Reykjadal að sumri.
Svona er göngu­stíg­ur­inn inn í Reykja­dal að sumri. mbl.is/​Golli

Ólaf­ur seg­ir þetta ekki fyrsta vorið sem gripið sé til skyndi­lok­ana á borð við þess­ar. Það hafi  verið gert í fyrra­vor á Skóga­heiði en því svæði var lokað á ný fyr­ir nokkr­um dög­um. Heim­ild­ir Um­hverf­is­stofn­un­ar til skyndi­lok­ana komu til með nýj­um nátt­úru­vernd­ar­lög­um sem tóku gildi í nóv­em­ber árið 2015. „Þá feng­um við þessi verk­færi til að bregðast við svona aðstæðum sem geta komið upp mjög skyndi­lega.“ Ólaf­ur seg­ir að aðeins á nokkr­um dög­um geti skap­ast ástand eins og nú er í Reykja­dal, á Skóga­heiði og í Fjaðrár­gljúfr­um en það eru þeir þrír staðir sem nú eru lokaðir.

Hann seg­ir að bú­ast megi við að það verði fast­ur liður á vor­in að loka svæðum þar sem fjöldi ferðamanna hingað til lands hef­ur stór­auk­ist á nokkr­um árum. 

Spurður hvort ekki hefði þurft að bregðast fyrr við seg­ir Ólaf­ur að oft­ast sé gripið til lok­ana í kjöl­far ábend­inga, m.a. frá sveit­ar­fé­lög­um. Reykja­dal­ur sé ekki friðlýst svæði og því ekki bein­lín­is á ábyrgð Um­hverf­is­stofn­un­ar. Hann von­ar að skemmd­irn­ar á nátt­úr­unni þar séu aft­ur­kræf­ar en það eigi þó eft­ir að meta. „Það má vel segja að betra hefði verið að grípa inn í þetta fyrr,“ seg­ir Ólaf­ur en bend­ir á að það sé tölu­vert inn­grip inn í al­manna­rétt að loka fyr­ir aðgengi. Þá seg­ir hann að svona ástand geti skap­ast á mjög stutt­um tíma þegar klaki fari úr jörðu og ábend­ing­ar því ekki borist fyrr en í óefni var komið. „Þetta ger­ist á aðeins ör­fá­um dög­um.“

Göngustíg að Fjaðrárgjúfrum hefur verið lokað til 1. júní.
Göngu­stíg að Fjaðrár­gjúfr­um hef­ur verið lokað til 1. júní. Ljós­mynd/​Um­hverf­is­stofn­un

Á mörg­um ferðamanna­stöðum hef­ur verið farið í mikla innviðaupp­bygg­ingu sem hef­ur orðið til þess að ekki þarf að loka þeim á viðkvæm­um tím­um eins og á vor­in, að sögn Ólafs. Á sum­um svæðum, eins og í Fjaðrár­gljúfri, hafi verið farið í upp­bygg­ingu en hún hafi hins veg­ar ekki dugað til. „Þar er nú verið að meta til hvaða aðgerða þurfi að grípa í fram­hald­inu.“

Þar voru land­verðir í fyrsta sinn í fyrra­sum­ar og þannig verður það aft­ur nú í sum­ar og eru þeir reynd­ar þegar mætt­ir til starfa vegna ástands­ins og vakta svæðið.

Ólaf­ur seg­ir að allt kapp sé lagt á að koma upp­lýs­ing­um um lok­an­ir svæðanna til ferðamanna, inn­lendra sem er­lendra, fljótt og vel. Þá séu svæðin vöktuð og merk­ing­um komið fyr­ir. Þannig verði einnig staðið að lok­un­inni í Reykja­dal í dag. Bráðabirgðamerk­ing­ar verða sett­ar upp og svæðið vaktað af starfs­mönn­um Um­hverf­is­stofn­un­ar.

Umhverfisstofnun hefur gripið til þess ráðs að loka hluta af …
Um­hverf­is­stofn­un hef­ur gripið til þess ráðs að loka hluta af göngu­stíg um Skóga­heiði ofan við Skóga­foss. Ljós­mynd/​Um­hverf­is­stofn­un

Gest­ir bregðast vel við

Viðbrögð gesta eru að mestu góð. „Al­mennt séð þá skil­ur fólk þau sjón­ar­mið sem eru að baki lok­un­un­um. Sum­ir hafa komið langt að og vilja berja þessi nátt­úru­und­ur aug­um og eru svekkt­ir að missa af því. Við höf­um aðeins heyrt af því í Fjaðrár­gljúfr­um að fólk hafi orðið fyr­ir von­brigðum. Það eru svo alltaf ein­hverj­ir sem virða lok­an­irn­ar að vett­ugi og við reyn­um að hafa upp á þeim.“

Spurður hvort að öðru­vísi verði staðið að lok­un­um næsta vor og jafn­vel gripið fyrr inn í seg­ir Ólaf­ur að áfram verði Um­hverf­is­stofn­un að reiða sig á ábend­ing­ar frá land­eig­end­um og ferðafólki. Skoða þurfi hvort grípa þurfi til fyr­ir­byggj­andi aðgerða, setja þreng­ing­ar á stíga til að fólk fari síður út af þeim eða setja upp göngupalla og mott­ur. Það sé þó ekki hægt alls staðar. 

mbl.is